Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 9
þess i mörg ár og tiltekinn jólamán- uð birti hann ritdóma um nœr allar bœkur, sem út komu og lætur nærri, að hann hafi lesið 500—1000 bls. dag hvern — í hjáverkum. Eftir næstsíffustu alj)ingiskosning- ar varð ekki lengur hjá j>ví komizt að gera Helga aff formanni Mennta- málaráðs. Nýlega var svo efnt til kjörs í það á nýjan leik, og lá Helgi tvivegis i hlutkestisglímunni við komma, enda var maðurinn sjálfur í saklansri skemmtiferð um norffan- land, með þarlenzkum sæffingar- meistarai. Stjóm hans á Mennta- málaráði varð furðu farsæl og enn- fremur hefur hann reynzt mörgum klæölitlum og snauðum skáldmenn- um hinn bezti drengur í áthlutunar- nefnd lislamannalauna, en dijntir hans hafa lika stundum leitt hann nokkuff af réttri leið. Hclga Sæm- undssgni hefur nefnilega aldrei ver- ið laginn hinn gullni meffalvegur, stundum hefur honum þó tekizt að fara bil beggja og lika gamnaff sér við aff leika tveim skjöldum. Þekking og blekking. Þótt ýmsir beri nokkrar brigður á djúptœka þekkingu Helga á mörg- um þeim málum, sem hann hefur komiö nálægt, leyfir enginn sér aff efast um einstaka rithæfni hans og afburða skemmtilegan stil á stund- um. Hnökróttan að vísu, þvi maö- urinn nennir ekki alltaf að vanda sig, en þegar hann leggur sig reglu- lega fram, standa fáir honum á sporði. Þannig reit hann fræga pall- dóma í heimahéraðsblað sitt, ,,Suff- urland" fyrir nokkrum árum og gaf þá síöan út og ók þeim sjálfur i bókaverzlanir. Margir voru dóm- arnir eitursnjallir og listilega slungnir og gerffir sumir í argri ó- þökk viökomenda. Aö launum fékk hann samt verðlaun úr móðurmáls- sjóði Björns Jónssonar. Þá hefur hann auk ritstjórnar fjölda blaða og timarita, þýtt fjölda bóka, auk kristilegra kærleiksblóma fyrir filadelfíuforlagið. Ennfremur skal getið framboðs hans i Árnes- og Rangárvallasýslum, en þegar hann bauö sig fram i Árnessýslu lét hann þess getiö, að hann heföi þótt friöari en 2. frambjóöandi flokksins i það skiptið. Sá vai' séra Ingimar! Þótti Ilelgi metfé á fundum fyrir skemmtan ágæta og hnittin tilsvör. Ghana-svertingjar, sem keyptu skreiö af íslendingum, héldu, aö hauslaus skreiöin hefði upphaflega haft mannshaus. Þótti islenzkum kaupsýslungum súrt undir aö eiga og buðu sendinefnd þarlendra hing- að til lands, til að kynnast skreið- arverkuninni af eigin raun. Að lok- um liafnaði nefndin í samkvæmi og meöal viðstaddra var Helgi nokkur Sæmundsson. Þegar fagnaðurinn stóð sem hœst, gekk einn nefndar- manna til framámanns i samlagi skreiðarframleiðenda, laut að hon- um lágt og sagði: Það er þá alveg satt, sem við höfum alla tíð haldið og það, sem þið hafið sýnt okkur er tóm blekking, þvi aö nú hef ég sjálfur séð skreið með mannshaus. Undarlegt sambland. Þótt saga þessi þurfi ekki endilega aö vera sönn, gæti hún hæglega ver- ið það, enda er ritstjórinn ekkert friðleiksmenni, en hinsvegar hin mesta vitskepna, nœsta herzlulegur í tali og þráhygginn. Hann getur brngöiö sér í flestra kvikinda líki, talað hæglega tungum tveim með glöggum hreim, er eldsnöggur að glöggva sig á mönnum og komast aö viöhorfum þeirra og er hörku- greindur að náttúru. Hann er und- arlegt sambland af bóhem, slótlug- iim ref og original hugsjónamanni, á erfitt með að hala nokkurn mann af heilum Iiuga, en jafn óvist, hvort honum þykir frekar vœnt um marg- an hlut. Sagt hefur verið um klaufslc- an stjórnmálamann, að ekki vœri til svo litil spýta, að honum tækist ekki aö gera úr henni axar- skaft. Hætt er liinsvegar við, að Hclga dygðu engir smáviðir til smið- anna. Hann er oröinn æföur í her- mennskulist stjórnmálanna og er ekki sljóskyggn á brjóstheimsku andstæöingsins. Því er honum sér- lega lagiö að henda vopnin á lofti og koma rétta boðleið til baka. Stundum reiðist hann illa, lætur stjórnast af heldur dyntóttum skapsmunum, er lengi þykkjuþung- ur og hugsar þegjandi þörfina. Helgi Sæmundsson kann vel aÖ meta glaðan hóp og tekur gjarna lögg í glas og fær sér ofurlitla krummaolíu í kollinn. Þá minnist hann gjarna greina, sem hann reit í bindindisblað skólakrakka, ,,Hvöt“; stundum verður hann bald- inn og ofurlítið hvinnskur, en ger- ist eigi að heldur djarftækur á vog- rek annarra. Hann kann prýðilega að skopast aö sjálfum sér, og gerir sér sáralítinn mannamun. Um framtíð Helga Sæmundssonar má ef til vill segja það, sem ofl var sagt um gömul barómeter: Stendur á óstöðugu. það væri ekki munur, ef maður ætti nú eins og hálft hangikjötslæri til þess að sletta í sig undir svefninn. Strákur nokkur, með afbrigðum montinn og grannvitur, sigldi til Færeyja sem „spéskorinn kampa- kjaftur og kokkur á fiskijakt“ og dvaldist þar stuttan tíma. Þegar hann kom aftur heim f sveit sfna, þóttist hann mikið sigldur og forframaður og talaði dönskublending, sem líkt- ist svonefndri „prentsmiðjudönsku" og sveitafólkið átti örðugt með að skilja, enda dró það dár að dreng- kjánanum. Einu sinni kom strákur út á engjar, þar sem fólk var að sæta hey. Hrífa lá þar, og sneru tindarnir upp. Strákur spyr þá með miklum svip: — Hvað heitir nú þetta verkfæri, íslendingar góðir ? Um leið og hann sleppti orðinu, steig hann óvart á tindana, svo að hrffan skall á skoltinn á honum. Þá öskraði hann upp yfir sig: — Því lætur andskotans hrífan svona? Samvinna og skólanám Haustheimtur. Borgin breytir um svip, þegar unglingar hverfa heim frá sumar- vinnu sinni og framhaldsskólarnir opna dyr sinar á ný. Hávöxnu drengirnir eru orðnir dálítið þrekn- ari siðan í vor, þeir tala með merk- issvip um atvinnu sína, og sumir hafa lært að reykja. Nankinsbux- urnar eru dálítið þéttar um mjaðm- irnar á telpunum, þær hafa eignazt nýja púðurdós og ilmvatnsglas. Öll svifa þau milli saknaðar og til- hlökkunar rétt eins og í vor. Aðeins skólinn hefur skipt um hlutverk. Þá voru þau leið á honum, e. t. v. líka dálítið þreytt á háreysti hóps- ins, en nú dregur skólinn þau að sér, og háreysti félaganna er þægi- lega æsandi. Umtalsefnið er líka breytt. Ein- kunnanöldur og prófhræðsla eru gleymd, en hugurinn fullur af margvíslegri starfsreynslu, frá tog- aravinnu og síldveiðum, frá hey- skap og vegagerð, frá hraðfrysti- húsi og hafnarvinnu. Unglingarnir hafa kynnzt margvíslegu fólki, og mannþekking þeirra hefur vaxið óðfluga. I nýju umhverfi sumar- vinnunnar byrjuðu margir þeirra að skoða tilveruna út frá eigin sjónarmiði, án beinna áhrifa frá foreldrum sinum. . , Þeir f engu að P ý skyggnast inn í fjölbreytileik __ mannlegrar til- veru og uppgötv- , uðu þá, að margir DSmiO rækja annað líf- erni og stefna að L. J öðrum markmið- pitl um en foreldrar þeirra. Sumarvinna og námsvilji. Sumarvinnan reynist unglingum misholl. og samstarfsfólkið hefur margvisleg áhrif á auðmótaðan hug þeirra. Mörg störf eru til þess fall- in að efla likamshreysti og stæla viljaþrek unglingsins. Á þeim verð- ur honum sýnileg sú nauðsyn að leggja sig stundum fram af alefli, — nauðsyn, sem oft vill gleymast yfir lexíunum. En vilji unglingslns til að leggja sig þannig fram i starfi er oftast háður því fordæmi, sem samstarfsfólkið gefur. Margoft er það slæmt fordæmi. Nemendur verða að sæta tækifærisvinnu, sem býðst í sumarleyfinu, og lenda þvi oft með misjöfnum starfsfélögum, sem hafa tamið sér lélegar starfs- venjur og ástunda jafnvel bein vinnusvik. Það einkennir fólk af þessu tagi. að það þykist alltaf geta leiðbeint unglingum. Áhrif þess snerta ekki aðeins hið sameiginlega starf, heldur einnig lífsstefnu og daglegar venjur unglingsins. Þessi^ nafnlausi áróður smýgur djúpt inn,J I hugskot unglingsins og getur ráð- ið afstöðu hans í mikilvægum at- riðum, m. a. til náms og skóla. Margir af vinnufélögunum eiga heldur óglæsilegar minningar um afrek sin í skóla og reyna að rétt- læta sig með því að úthúða skólan- um sem kostnaðarsamri forheimsk- unarstofnun. Þannig tekst þeim oft að vekja andúð hjá unglingnum á námi og skólasókn. Um unglinga, sem flosna upp úr skóla og fást ekki til að ljúka lögboðnu námi, á það lika langoftast við, að þeir hafa komizt undir slík afvegaleiðandi á- hrif. Unglingar temja sér ýmsar góðar venjur í sumarvinnunni, en margir sjá fyrir sér og taka eftir slæmar venjur, sem verða þeim til hindr- unar siðar, bæði i námi og starfi. Þetta á ekki aðeins við um augna- þjónustu og bein vinnusvik, sem auðvitað dregur úr afköstum I námi eins og starfi. Af lélegum vinnufélögum lærir margur ung- lingur að neyta tóbaks og áfengis og að lesa sóðalegar og lágkúruleg- ar bækur. Það er beint samband milli hinnar almennu sumarleyfis- vinnu unglinga og þess einstæða vandamáls í íslenzkum skólum, að hálfvaxnir unglingar leiðast út 1 ofdrykkju. Ofbreyta og nám. * Hvort sem unglingarnir voru heppnir með vinnustaði og félaga eða val þeirra tókst miður, þreytan Framh. á bls. 24. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.