Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 7
Jane varð fljótt Ijést, að fJölskyfda Ntens var gerólík þvl, sem kiin átti að venjast . . . styttur milli stórra málverka, sem sömuleiðis voru flest ófullgerð. — Ég ætla að skilja þig eftlr hjá pabba andartak, sagði Sten. — Ég ætla að lita á bátinn snöggvast, svo að við getum farið i róðrarferð á vatninu á eftir. Jane virti John Langgárd fyrir sér með athygli og leit síðan á myndirnar hans, sem hann var fús til að skýra út fyrir henni. — Hvað lízt yður nú bezt á? spurði hann. — Þetta litla málverk með drengn- um og stúlkunni, svaraði Jane án þess að hugsa sig um. — Ha, ha! hló Langgárd og klapp- aði henni á öxlina. — Þér verðið alveg fyrirtaks-eiginkona handa Sten; þessi mynd er nefnilega eftir hann. Þetta er fyrsta olíumálverkið, sem hann mál- aði. 1 Jane var feimin, en það virtist ekki særa hann, þótt hún hefði valið eina af myndum sonar hans. Brátt varð hann alvarlegur á ný og sagði: — En það er skratti hart að geta ekki boðið ykkur neitt; ég á varla bót fyrir rassinn á mér.... — Þér þurfið alls ekki að bjóða okkur neitt, skaut Jane inn 5. Eg held nú það. Ég er bara hræddur um, að ég fái ekki meira lán hjá kaup- manninum. Þú átt víst ekki svona fimmtíukall? Bara að láni, skil- urðu.... — Jú-jú. Hún tók seðil upp úr tösk- unni — hálfvandræðaleg. — Þakka þér fyrir. Þú ert fyrirtak! hrópaði John og kyssti hana á kinnina. - Komdu nú, þú verður að líta inn til mömmu, á meðan ég fer til kaup- mannsins. Hann greip í handlegg hennar og fór með hana inn í eldhúsið, þar sem hann bókstaflega fleygði henni í fangið á ótrúlega ungri konu í síðbuxum. Sjálf- ur var hann ákaflega líkur Sten, þar sem hann strunsaði út um dyrnar með hárið allt 5 óreiðu. — Velkomin. Þér eruð þá Jane! hrópaði móðir Stens. Hún var einnig ákaflega vingjarn- leg. Jane sagðist hafa heilsað upp á Níels og Karen. — Þá eru aðeins Ingolf og Whiský eftir. Jó, Ingolf er minnsta barnið, sex ára gamall, og Whiský er hundurinn. En þeir eru vist einhvers staðar úti að leika sér. Þeir eru alltaf saman. í þessu birtist sendill í dyrunum. — Pakki frá slátraranum, sagði ungi maðurinn. — Æjá, takk fyrir, þetta er steikin. Anna Langgárd ætlaði að taka við pakkanum, en sendillinn lét hann ekki af hendi. — Ég.... ég má ekki afhenda hann, nema ég fái borgað út I hönd. Ströng fyrirmæli, sagði hann til áherzlu. Augu frú Langgárds myrkvuðust. — Bölvaður dónaskapur. Hvað á þetta að þýða? — Veit það ekki. Geri eins og mér er skipað. Móðir Stens barði fingrunum í eld- húsborðið. Síðan sneri hún sér að Jane. — Heyrið þér, það vill víst ekki svo vel til, að þér séuð með einhverja pen- inga á yður? — Jú, svaraði Jane og tók upp pen- ingana. Anna Langgárd tók við seðl- unum, en stakk afganginum í vasann. — Ég fæ þá bara að láni. Þú færð þá bráðlega aftur. Jane sagði fátt, þegar þau voru kom- in út á vatnið i litla bátnum. Hún var reið, ekki húsráðendum, heldur sjálfri sér. Henni gramdist, hversu treg hún var að lána þeim þessa smámuni. Listamannalíf átti víst ekki við hana, ef hún þoldi ekki slika smámuni. En áður en langt um leið, hafði Karen einnig fengið peninga að láni hjá henni. — Fyrir nótum, sem ég verð að fá, útskýrði hún. Henni brá þess vegna engan veginn, þegar Níels kom að henni I rúminu sunnudagsmorguninn. Karen var fyrir löngu byrjuð á æfingum sínum. — Þú ætlar að fá lánaða peninga fyrir hæggengri plötu, hrópaði hún á- kveðin. — Hvernig vissirðu það? spurði Níels hrifinn. — Ég var að hlusta á alveg brjálaða plötu í útvarpinu í nótt. Það var.... — Hvað viltu mikið? greip hún fram i fyrir honum. Hann sagði henni það strax. Síðan bætti hann við: — Góða mín, platan verður eign fjölskyldunnar, svo að þú getur hlustað á hana, hvenær sem þér sýnist. — Þakka þér innilega fyrir. Jane teygði sig eftir tösku sinni og rétti honum peningana. — Og fæ ég þá svefnfrið? Helgin tókst annars með prýði. Þati skemmtu sér vel. fóru í gönguferðir eða reru út á vatnið, auk þess sem þau teiknuðu dálítið. Jane þótti gaman að Tngolf. sem var kvndugur hnokki, og Whiský, sem elti drenginn, hvert sem hann fór. Hann fékk einnig peninga fyrir ís, sem hann bað um í anda fjöl- skyldunnar. En er tók að líða á daginn, kevrði samt um þverbak, þegar faðir Stens tók nú aftur að tala um smálán. Þau halda bersýnilega. að ég sé ein- hver peningabrunnur, hugsaði hún og sagðist vilja fara heim með fyrstu lest. Hví þá? spurði Sten hissa. — Vegna þess að ég er búin að fá nóg af þér og fiölskvidu binnl! hróp- aði hún. — Oe svo vil ég fá fimm min- útna frið — til bess að nakka saman. Hann fyledi henni n'ður stigann. T ganeinum 1á Whiský i körfunni sinni og virtist nú orðinn brevttur á þvi að rápa um. Hann starði á hana svo und- ireefinn og b’ðiandi. að hann minnti hana á alla ættingia hans. þeear bau voru að biðia hnna um lán. Hún tók unn tveggiakrónunening og kastaði I körfima til hans. — Hvað ertu að eera? sourði Sten. — TTann má ekki verða út undnn. svaraði hún Á stððinni saeði hnn honum í fáum orðnm. að hún eæti hreinleea ekki iifað hvi lifi sem hau lifðu. og að hún væri í rauninní ákaflega hversdagslee n» hefði skiáflagt. heear hún hélt. að hún gæti lifað lífi listamannsins. Þet.ta hafði allt saman verið mesti misskiln- ingur, og hún vildi ekki sjá hann fram- ar. Sten, sem hafði ekki heyrt neitt um öll lánin né féð, hverju hún fleygði í hundinn, skildi ekki, hvert hún var að fara, og reyndi að fá hana til þess að segja sér, hvað að væri, en í því kom lestin, og hún vatt sér þegar inn í hana. Þetta voru eiginlega mestu vand- ræði, vegna þess að föður hennar hafði alls ekki litizt á þetta tiltæki; hennar, — að verja helgi með ungum manni, sem hún hafði ekki einu sinni kynnt fyrir honum, og hann hafði sett það skilyrði, að hún byði honum að minnsta kosti heim í næstu viku. Faðir hennar var maður ákveðinn, og ef hún gerði ekki eins og fyrir hana var lagt, Framlh. á bls. 25. Fyrirsætan varpaði af sér sloppnum og steig upp á pallinn. riöí, ,m>I)Ion imiÖTOfi B TÍSVí' isiT •lugalgiib-iiÖiiid nfitq^slriqqu Kieg tbi iBÓ«d b muSioJH mit 167 Btj «o .munÍH sBd «i9ii lailatBnuf.t'íd s ifc. VIKAN 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.