Vikan


Vikan - 15.10.1959, Side 10

Vikan - 15.10.1959, Side 10
Hrútsmerkiö (21.marz—20. apríl): Eí til vill verður þér sundurorða við ein- hvern í fjölskyldunni. En vera kann, að þetta sé allt á misskilningi reist, og ef svo er, munu sættir nást, fyrr en varir. Þú skalt ekki taka mark á ráðleggingum kunningja þíns, því að þú ert hæglega fær um að ráða fram úr þessu smávægilega vandamáli. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Þú vilt kunningjum þínum vel og ert ekki hræddur við að rétta þeim hjálparhönd, þegar þeim vegnar illa. Hins vegar er ekki víst, að einn félagi þinn reynist þér eins vel og þú hafðir búizt við. Líklega er hann ekki verður vináttu þinnar. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú verður að sætta þig við það enn um stundarsakir, þótt þú eigir annríkt og ekki leiki allt í lyndi. Ef þú ferð ekki varlega, muntu baka þér óvinsældir algeriega að ástæðulausu. Um helgina kemur dá- lítið óvænt fyrir, sem mun án efa gleðja þig mjög. Heillatala 5. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú verður að vera léttlyndur, ef þú ætlar ekki að láta bugast af alls kyns mót- byr þessa viku. En ef þú tekur öllu andstreymi með jafnaðargeði, mun líka bráðlega allt leika í lyndi. Á fimmtu- daginn munt þú koma að máli við ókunnan mann eða konu, sem veitir þér mikiivægar upplýsingar. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Amor verður mikið á ferðinni þessa viku, og einkanlega mun hann eiga annríkt meðal ungmenna. Yfirleitt lofa stjörnurnar góðu þessa viku, en þó ættu allir að varast allt óhóf. Mánudagurinn verður einkum konum heilladrjúgur. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Undanfarið hefur þú vanrækt bæði kunningja þína og fjölskyldu, en i þessari viku gefst þér tækifæri til þess að bæta úr því, og er sannarlega tími til kominn. Þú skalt samt alls ekki ásaka sjálfan þig fyrir þetta, þvi að þú getur lítið að þvi gert. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Nú mun ósk þín loks rætast, en það verð- ur samt á allt annan hátt en þú gerðir ráð fyrir í fyrstu. Ef þú ert með eitt- hvert fjármálabrask í huga, skaltu fyrir alla muni láta það bíða betri tíma. Kvöldin geta orðið einkar skemmtileg, en þú ættir að forðast miklar vökur. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það gengur mikið á fyrir unga fólkinu þessa viku, og hætt er á, að sumum verði á alvarlegt glappaskot. Hins veg- ar mun roskið fólk lifa tíðindalausu og friðsælu lífi. Vinur þinn mun biðja þig bónar, og þú skalt bregðast vel við, Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Ef til vill verður leitað til þín og þú beð- inn að ráða fram úr örðugu verkefni, og sakir dómgreindar þinnar og heil- brigðrar réttlætistilfinningar munt þú fyllilega standast kröfur þær, sem til þín verða gerðar. Mundu að endurnýja happdrættismiðana þína! Oeitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú mátt fyrir alla muni ekki slá slöku við á vinustað, því að þú ert kominn í mikið álit, sem ekki má rýra. Þér verður að líkindum boðið í samkvæmi, sem ekki verður samt eins skemmtilegt og búizt var við. Líklega mun eitthvert leiðinlegt atvik koma fyrir í þessu samkvæmi. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Ókunnur maður eða kona gerir þér óviljandi illan grikk, en ef þú ert kænn og lætur ekki duttlunga þína ráða gerðum þínum, mun brátt rætast úr þessu. Líklega munt þú koma fram opinberlega í vikulokin og sæta mikilli gagnrýni. Haltu samt ótrauður áfram. Enginn verður óbarinn biskup. Fiskamerkiö (20. febr,—20. marz): Gættu tungu þinnar! Þú ert allt of lausmáll, og lausmælgi þín kann að koma sér illa fyrir fleiri en þig. Gerðu þér ekki of miklar áhyggjur út af þessu smávægilega glappaskoti þínu. Hugsaðu um það, hversu lítilvægt þetta verður að svo sem hálfu ári liðnu. Heiliatala 4. Klukkan var rúmlega hálfsex. Það var tekið að rökkva í breiða ganginum, sem lá í gegnum stóra, nýtízkulega byggingu í miðbænum. Það voru naumast margir eftir á skrifstofunum á þessum átta hæðum. Kaupsýslumennirnir voru farnir úr skrifstofum sínum, þreyttir eftir allt amstur dags- ins... Arne Holgersen kaupmaður gerði sér ekki grein fyrir, að það var orðið svona framorðið. Honum brá í brún, þegar hann sá, að klukkan var orðin rúmlega hálfsex. Nú var hann vafalaust einn í þessu stóra húsi. En hann hafði verið svo önnum kafinn. Pantanir höfðu streymt inn allan daginn, menn komu og fóru án afláts, og vafalaust hafði einnig verið mikið að gera niðri í búðinni á fyrstu hæð. Einn þeirra síðustu, sem komið höfðu til hans, var maðurinn með uppgjörið frá Holme & Co., og það voru engir smámunir, mörg þúsund krónur. Það var bara leiðinlegt, að hann kæmist ekki með peningana í banka. Holgersen verzlaði með fisk og síld í heildsölu, en auk þess hafði hann eigin smásölu. Hann hafði hagnazt mjög á fiskviðskiptum undanfarið, og hann hafði ærna ástæðu til þess að vera ánægður. En hann lagði líka hart að sér. Hann vann bók- staflega dægrin löng, sat oft einn eftir — eins og i dag. Hann var þannig gerður, að hann varð allt- af að vera að vinna, — ekki til þess, að verkin væru vel unnin, en honum var illa við að biðja starfs- fólkið að vinna eftirvinnu. Það átti að fá frí frá störfum, um leið og klukkan sló. En nú var hann loksins búinn, skellti bókunum aftur, bar þær að skápnum og læsti honum. En hann vildi ekki leggja peningana í skápinn. Hann stakk úttroðnu veskinu í innri jakkavasa sinn, hann ætlaði sjálfur að leggja þá í bankann klukk- an tíu í fyrramálið. Hann setti upp hattinn, náði i stafinn sinn og gekk niður stigann. Enn var ekki komin lyfta í húsið. En hann hafði ekki nema gott af því að hreyfa sig svolítið. Og bráðum gæti hann haft það notalegt og þyrfti þá ekki að leggja eins hart að sér. Hann var einmitt að læsa útidyrunum, þegar ungur, snyrtilega klæddur maður gekk til hans, tók ofan og sagði: — Afsakið, eruð þér Holgersen heildsali? — Jú, sagði Holgersen og leit á manninn. Hann var myndarlegur og kom vel fram, en honum féll ekki við augun — ekki vegna þess, að maðurinn var sambrýndur — það var ekki lengur talið bera vitni um afbrotahneigð. En augun voru einhvern veginn svo flóttaleg .. — Ég er frá Hoff-ölgerðinni, sagði maðurinn. Eins og þér vitið, höfum við komið fyrir mötu- neyti fyrir starfsfólkið hjá okkur. Þar borða um 300 manns. Við höfum verið sviknir um matinn, og nú verðum við að leita til yðar. Okkur var hafnað svo seint, að ég komst ekki hingað fyrr en nú. Eg er með peninga fyrir pöntun morgundags- ins, við erum vanir að borga ávallt út í hönd.. Hann tók upp veski og tók úr því nokkra stóra seðla. Um leið rétti hann Holgersen bréf, sem hann las vandlega. Þetta virtist allt með felldu, skrifað á stimplaðan pappír ölgerðarinnar, og einnig stóð, að maðurinn væri innkaupastjóri fyrirtækisins, og myndin, sem fylgdi, sýndi ljóslega, að þetta var einn og sami maður. Holgersen hugsaði um þetta stutta stund: Ef hann hringdi i forráðamenn öl- gerðarinnar, yrði hann að hringja heim til þeirra, og það kunni hann ekki sem bezt við. Og hann gat átt það á hættu, að þeim fyndist hann haga sér kjánalega og mundu ef til vill hætta að verzla við hann. — Ég átti ekki von á að rekast á yður, sagði maðurinn, en ég rakst á kunningja yðar hérna i götunni, Stölsmyr, sem er nágranni yðar á fjórðu hæð. Hann sagði, að þér sætuð að öllum líkindum enn yfir vinnunnl, og ef ég flýtti mér... Haldið þér, að þér getið útvegað okkur 300 skammta af þorskflökum auk grænmetis, þá aðallega gulróta, í þetta sinn? Innkaupastjórinn hegðaði sér sannarlega eins og honum bar. Holgersen þóttist viss um, að hann hætti ekki á neitt. .. Jú, ætli ég sjái ekki um þetta, sagði hann Ég skal tala við sölustjórann, þegar ég kem heim Ágætt, sagði innkaupastjórinn, ef ég fæ 'S M*A|S A G?A kvittun hjá yður, getum við lokið þessu strax af. Ég geri ráð fyrir, að þetta sé fyrsta flokks fiskur og grænmeti og verðið hafi ekki hækkað að neinu marki undanfarið? Ég geri einnig ráð fyrir, að við fáum sama afslátt og hjá hinu fyrirtækinu? Sannkallaður kaupsýslumaður. Hann var ósvik- inn þessi. — Ég geri ráð fyrir því, sagði Holgersen, en ég verð þá að krefjast þess, að þið verzlið við

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.