Vikan


Vikan - 12.11.1959, Side 2

Vikan - 12.11.1959, Side 2
Ondvegis sófaseff 1 Listaverk^eða svindl Hávaði í húsi Lausir svamppúðar með rennilási. Svampur í baki. Armar teak. Ullaráklæði frá Gefjunni. Verð kr. 9395,00. I 1 I I % % 1 1 1 I I 1 I Við bjóðum yður góða greiðsluskil- ð mála eða 10°|o afslátt gegn fl staðgreiðslu. a ONDVEGI t t Er útsýnið nokkurs virði? Kæra Vika. Þú hefur hjálpað mér sundum áður, og þess vegna leita ég til þín enn. Svo er mál með vexti, að við eigum lítið hús og höfum búið þar um árabil. Þegar við keyptum það, var skipulagsupp- drátturinn þannig, að gata átti að liggja með fram húsinu. Svo var skipulagsuppdrættinum breytt og gatan lögð lengra frá, og nú er verið að byggja stórhýsi á spildunni, sem skilur lóð okkar — og hús — frá götunni. Um leið er allt útsýni frá okkur tekið, þvi að á bak við okkar hús var einnig byggt stórhýsi fyrir nokkrum árum, sem snýr út að hinni götunni. Og nú langar mig til að spyrja þig, hvort við getum ekki fengið þetta bætt á einhvern hátt. Mér finnst að minnsta kosti, að útsýnið sé nokkurs virði. „Konan í litla húsinu". Ég er hræddur um, að því miður muni þarna við ramman reip að draga, þar sem skipulagsyfirvöldin eru annars vegar. Það mætti segja mér, að þau teldu útsýnið ekki sérlega mikils virði, þegar svona stendur á. Eina ráðið væri sennilega að fara franv á nokkrar skaðabætur á þeinv forsendunv, að verðgildi hússins hafi lækkað fvrir atbeina skipulagsins, og mun ekki vonlaust um, að málið næði þá — að einhverju leyti — franv að ganga, og ég er ekki frá því að þess kunni nveira að segja að finnasí dænvi. Það ætti því ekki að saka, þótt þér rædduð nválið við liigfræðing, því að þá leið verðið þér eflaust að fara. Kátir voru karlar . . . Kæra Vika. Hverfið, sem við búum í, hefur alltaf verið ákaflega hljótt og friðsælt. En fyrir nokkru urðu eigendaskipti að húsi, sem stendur gegnt okkar við götuna, og þar með var draumurinn búinn — og það í bókstaflegri merkingu, því að síðan hefur okkur varla komið blundur á brá. Þetta virðist vera allra prýðilegasta fólk og maður hefur ekkert upp á það að klaga. En þar er oft gestkvæmt, á síðkvöldum, og upphefst þá söngur mikill og alls- kyns gaulan og veinan og færist sífellt í aukana eftir því, sem fjær liður miðnætti og nær morgni, og gerir þetta okkur í nágrenninu því meiri svefn- rof, að jafnan eru allir gluggar glenntir upp á gátt á þessum hávaðasölum. Og nú er Því svo farið um okkur, nágrannana, að við getum ekki notað daginn til að bæta okkur upp þann svefn. sem við missum á nóttuni. Við viljum helzt losna við allar kærur til lögreglunnar; við höfum aldrei þurft að gripa til þess leiða ráðs, siðan við flutt- umst hingað fyrir sjö árum. En hvað skal Þá gera? Grútsyfjaður. Laugaveg 133 Símar 14707 og 24277

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.