Vikan


Vikan - 12.11.1959, Side 13

Vikan - 12.11.1959, Side 13
Fyrir þær, sem grípa í handavinnu endrum og eins, er þessi létti saumakassi heppilegur. Hann er á hjólum til að auðvelda flutninga frá einum stað til annars. Þar sem þriingt er um gólfrýinið, getur ver:ð heppileg lausn að hafa saumakassa undir sófaborðinu. Eftir notkun er honum skotið undir borðið. Svíar hafa hneigzt allmikið að því að hafa saumaborð í eldhúsinu. Þeir hafa það oft þannig, að hægt er að fella það inn í vegginn, og þar eru þá hafðar hirzlur fyrir sauma- skapinn. Léttur saumakassi fyrir hekl og prjónadót. Það fer lít- ið fyrir honum, en hann get- ur verið notadrjúgur, sé hann vel innréttaður. Listamenn fyrir barðinu á nöldursseggjum. OG SVO ER ég handviss um að ahnenningur gerir sér ekki heldur grein fyrir þvi hvað það er erfitt að vera listamaður á íslandi og alveg sérstaklega Ieikari eða lcikkona. Það veit hver einasti maður, sem hefur nokkra vitglóru i koll'inum, að til þess að vera lista- maður þá þarf maður að vera eitthvað öðru- vísi en annað fólk. Og þessvegna er það, að það eru þeir, sem langar til að vera öðruvísi en aðrir, sem verða listamenn. Ég veit það til dæmis af þvi, livað ég þekki marga leikara og leikkonur, að þau urðu leik- arar og leikkonur, af þvi að þau voru svo hundleið á því að vera það ekki. Og það getur hver maður litið í eigin barm með það, hvort það muni ekki vera skcmmtilegt að geta verið á hverju kvöldi í geimi með laglegum skvis- um, sem urðu leikkonur til þess að geta verið á hverju kvöldi í geimi með leikurum. En svo koma menn með einhvern kjaft um það, að lietta fólk standi sig eitthvað illa i starfi, eins og það hafi orðið leikarar til að standa i skitverkum, og eins og það hefði þá ekki bara haldið áfram að vinna eins og annað fólk, ef það hefði ætlað sér að gera það, í staðinn fyrir að fórna öllu og ganga út i það að verða listafólk. Og ég gef ekki túskilding fyrir neitt píp uin það, að leikarar á Islandi séu eitthvað illa upplýstir, þó að þeir hafi kannski ekki legið alla ævina yfir bókum og fengið sjónskekkju og nefdrop af bókalestri og viti kannski ekki nein ósköp. Og mér er sem ég sjái jiessa postula, sem eru að brúka kjaft út af því að leikarar séu einhverjir ónytjungar, sem ekki standi í stykk- inu, ef þeir ættu kannski að drekka og vera i geimi alla nóttina, og fara svo að stúdéra rullur og læra utanað og hugsa á daginn. Ég hef nefnilega eklci meiri trú á þessum siðferð- isprédikurum en það, að þeir mundu bara reyna að sofa úr sér og' ná sér svolítið upp fyrir gcimið annaðkvöld og ekki vera að lesa neitt eða hugsa frekar heldur en leikararnir. En þetta er bara ekki neitt einkamál þeirra, sem eru með þetta nöldur, heldur er liér um alvörumál að ræða, sem kemur við öllum mönnum, sem hafa eitthvert vit á menningar- málum. Við Islendingar erum nefnilega svo fáir og smáir, að við höfum ekki efni á þvi, að þeir fáu menn, sem leggja það á sig að vera listamenn á þessu lafidi, geti ekki verið það óáreittir fyrir einhverjum nöldursseggjum, sem aldrei geta látið almennilegt fólk i friði. í október 1959. J.M.S. 'ji'o n Nauðsynlegt er, að nægileg birta sé við saumavélina og að hægt sé að hafa öll helztu áhöld og efni innan við seil- ingu. VIK AN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.