Vikan


Vikan - 12.11.1959, Qupperneq 14

Vikan - 12.11.1959, Qupperneq 14
 ' • • .• ; • í-á-i *v - ; - :?í S • ■;.i. ■; ■ :/ i ■ ; ‘ — Er þetta hann? spurði Garveý. — En þetta ér náunginn, sem einu sinni lét setja mig í Steininn. — Hann hefur verið opinber ákærandi, svaraði Goree kæruleysislega, — og auk þess get ég fullvissað yður um, að hann er fyrsta flokks skytta. Vesælasti hluturinn 1 lögfræðiskrifstofu Harrys Gorees var hann sjálfur. Þar hékk hann álútur í gamla, brakandi armstólnum sinum. Það var á heitum júnidegi um það leyti dags, sem hitinn er mest kæfandi. Við rætur hrikalegs fjallaklasa stóð smáborgin Bethel, dottandi i hlýrri forsælunni. Engin verzlunarviðskipti fóru fram, og kyrrðin var svo mikil, að Goree heyrði greini- lega hrisla i spilapeningunum í biðstofunni, þar sem „piltarnir I dómshúsinu" sátu við að spila póker. Frá bakdyrum hans að dómshúsinu lá bugðóttur stigur, troðinn af óteljandi fótum, sem höfðu gengið hann árum saman. Þessi sami stíg- ur hafði kostað Harry Goree allt, sem hann hafði nokkurn tíma eignazt, — nokkur þúsund dollara arf, gamla ættaróðalið og siðustu leifarnar af hans góða nafni og sjálfsvirðingu. „Piltarnir“ höfðu yfirgefið hann, og úr blásnauðum fjárhættu- spilara varð hann að vesælum drykkjuræfli, sem lifði á peninga-„slætti". Það var meira að segja svo komið, að fornvinir hans neituðu honum um pláss við spilaborðið. Hann var ekki lengur talinn með og varð að láta sér nægja hlutverk áhoríand- ans. Með vonleysisaugnaráði drykkjumannsins starði Goree út í fjarskann, þar sem fjöllin virtust leys- ast upp i gráu sumarmistrinu. Hvitl bletturinn, sem hann sá halla sér upp að einni fjallshliðinni, var Laurel, þorpið þar sem hann var fæddur og upp alinn. 1 Laurel hafði lika komið upp ættar- deilan milli Gorees- og Coltranes-ættanna. Nú var enginn beinn afkomandi Gorees-ættarinnar lengur á lífi nema þessi rúni og djúpt sokkni óhamingju- fugl. Af Coltranes-ættinni var ekki heldur nema einn erfingi eftir af sterka kyninu, — Abner Coltrane ofursti, auðugur og mikilsvirtur maöur, þingmaður á löggjafarþinginu og samtiðarmaður föður Harrys Gorees. Ættardeilan hafði öldum saman einkennzt af grimmd og verið samfelld keðia haturs, ósamkomulags og blóðsúthellinga. En Harry Goree var ekki að hugsa um ættar- SMÁSAGA 14 deilur að þessu sinni. Drykkjusljór heili hans var að reyna að kryfja þaö vandamál til mergjar, hvernig hann ætti að fara að því að halda sjálf- um sér og heimskupörum sínum við i framtíðinni. Allt til þessa höfðu vinir og kunningjar séð fyrir því, að hann fengi öðru hverju eitthvað að eta og að hann gæti sofið einhvers staðar En víski vildu þeir ekki kaupa fyrir hann, og viskí var einmitt það, sem hann mátti til með að fá. Lögfræði- skrifstofa hans var gersamlega úr sögunni. Síðast- liðin tvö ár hafði enginn þorað að trúa honum fyrir neinu máli. Hann hafði stöðugt fengið rneirl peninga lánaða og stöðugt aukið sníkjurnar, og hann var sjálfur sannfærður um, að I bezta falli mundi hann sleppa við að sökkva enn dýpra en hann var kominn, þegar hann tæki að skorta nauðsynlegustu hluti. Eitt tækifæri, — sagði hann sífellt við sjálfan sig, — ef hann fengi bara einu sinni tækifæri til að taka þátt í pókernum, þá skyldi hann vinna. En hann átti ekkert eftir, sem hann gat selt, og sjóðir hans voru fyrir löngu meira en uppurnir. Þrátt fyrir vesaldóminn gat hann ckki að sér gert að brosa að tilhugsuninni um manninn, sem hann hafði selt óðal Gorees-ættarinnar fyrir sex mánuðum. Einn góðan veðurdag höfðu þau komið ofan úr fjöllum, — tvær þær undarlegustu verur, sem hægt var að hugsa sér: Joe Garvey og kona hans. Öslitið í tuttugu ár höfðu þau búið saman inni á afskekktustu öræfum meðal úlfa og bjarndýra. Þau voru barnlaus og höfðu enga lifandi manneskju hjá sér til að rjúfa hina blýþungu kyrrð fjallanna. Aðeins fátt fólk í nógrenninu þekkti Joe Garvey, en allir þeir, sem höfðu haft einhver afskipti af honum, töldu, að hann væri ekki með öllum mjalla. Hann stundaði enga at- vinnu, nema ef vera skyldi íkornaveiðar, en til þess að drepa timann gerði hann sig stundum sekan um smygl. Hann hafði eitt sinn verið stað- inn að verki og sendur i ríkisfangelsið um tveggja ára skeið. Um leið og hann var látinn laus, skauzt hann eins og grimmur hreysiköttur aftur i bæli sitt. Hamingjan, sem snlðgengur svo marga, er þrá bana ákafast, birtist skyndilega i fjallaóbyggðun- um og sendi Joe og hinni trúu eiginkonu hans ástríkt bros. Dag nokkurn birtust menn meö gleraugu og i stuttbuxum I grennd við kofa Joes Garveys. Joe tók byssuna sína ofan af naglanum og skaut á þá af löngu færi í þeirri trú, að þetta væru skatt- heimtumenn. Sem betur fór, geigaði skotið, og hinir alsaklausu sendimenn hamingjudisarinnar komu nær til að sannfæra hann um, að þeir væru ekki fulltrúar neins, sem svo mikið sem iyktaði af lögum og rétti. Síðar buðu þeir Garveys-hjónun- um geysiháa upphæð í beinhörðum dollurum i skiptum fyrir landskikann þeirra og gáfu þá skýr- ingu á þessu hlægilega uppátækl, að þarna værl gljásteinn I jörðu. Þegar Garveys-hjónin höfðu nú eignazt svo mikið af dollurum, að þau gátu ekkl einu sinni talið þá, byrjuðu vankantar íjallalífsins að koma I ljós. Joe fór að tala um nýja skó, tóbaksámu til að setja í eitt hornið og nýjan lás á byssuna sína. Og hann fór með Martellu sína upp á háa hæð til að sýna henni, hvernig hann gæti varið hinar nýju elgnir gegn árásarmönnum með hjálp fallbyssu. En Adam hafði ekki tekið óskir Evu sinnar með i reikninginn. Einhvers staðar í brjósti frú Garvey lifði nefnilega ennþá kvenleg kennd, sem hafði ekki slokknað þrátt fyrir tuttugu ára líf inni í óbyggðum. Timunum saman hafði hún ekkert heyrt nema endalausan skógarþytinn og ýlfrið i úlfunum, og það hafði nægt til að eyða hégómagirni hennar. Hún var orðin feit. og sorg- mædd, grá og þreytuleg. En þegar möguleikarnir féllu henni svona skyndilega í skaut, biossaði upp lðngunin til að notfæra sér réttindi hins veika kyns: fara í teboð, kaupa gagnslausa hluti og íklæða hinn leiðinlega hversdagsleika dálitlu skrauti og hátiðlelka Og þess vegna beitti hún ákveð'ð neitunarvaldi sínu gegn ráðagerð Joes og tilkvnnti. að þau skvldu snúa aftur til byggða og gerast þegnar borgaralegs samfélags. Ov banmg var það ákveðið og gert. Ráðagerð þeirra að setjast að í Laurel féll vel við ákafa löngun Harrys Gorees til að koma eign sinni í peninga. og þau keyptu h!ð gamla óðalssetur Gorees-fjölskvldunnar og tðldu fjðgur þúcund harða dollara fyrir það í skjálfandi hðnd eyðsluseggsins. V I K A N

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.