Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 2
I. nóv. 1929 fi 1. nóv. ~ 7 B < /v / ð # 1959 | Allt á sama stað á 30 ára afmæli (HAMPION KRAFIKIRTI heimsins mest seldu rafkerti P;:" Það er sama hvaða tegund bifreiðar þér eigið, það borgar sig að nota CHAMPION rafkerti, því það bezta er aldrei of gott fyrir bifreið yðar. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugaveg 118 Sími 22240 # Fámenni 0 Meira fámenni 0 Menning og hernaður % Meira rokk Of fámcnnt starfslið ... Kæra Vika. Þakka þér innilega allt hið góða og vandaða efni, sem þú flytur. Nú langar mig, eins og oftar, til að notfæra mér þann frábæra hæfileika þinn að vita alla skapaða hluti. — Hvernig stendur á því, að maður er látinn sæta sektum fyrir að tilkynna ekki flutninga? En svo, þegar til kosn- inga kemur, þá fer maður gabbferðir á hinn nyja kjörstað, þvi að þá á maður að kjósa í þeim gamla. Þannig var það við næstsíðustu kosningar, og þannig var það aftur nú. Getur hið opinbera heimtað af manni án þess að leggja nokkra þjón- ustu á móti? Kjósandi. Ég hef komiö spurningunni á framfæri viö hlutaöeigandi aöila og fengiö ]>aÖ svar, aö bceöi liagstofuna og manntalsskrifstofuna skorti starfsliö og húsnæöi til aö geta oröiö viö þeim síauknu kröfum, sem fólksfjölgunin og sífelld- ir flutningar fólks gera til starfskrafta slíkra stofnana. Auk ]>ess sé aögætandi í þessu sam- bandi, aö allt meginstarf þar sé nú unniö í ákaflega stórvirkum vélum, en þaö taki svo mikinn tíma aö búa efniö til úrvinnslu í þeim, aö þaö sé ekki nema eölilegt, aö nokkrar tafir veröi. Því sé þaö til dæmis, aö eklci hefur unnizt tími til aö breyta kjörskránni. Eru hernaðarþjóðir menningarþjóðir? Kæra Vika! Um leið og ég þakka þér hina stórkostlega at- hyglisverðu grein um brezku fangelsin í Laugar- nesi og hið viðurstyggilega framferði, sem fangar þar urðu að þola af brezkra hálfu, langar mig til að varpa fram þeirri spurningu, — þar sem ég geri ráð fyrir, að Bretar séu hvorki betri né verri öðrum hernaðarþjóðum að þessu leyti, — hvort herveldi geti yfirleitt talizt til menningar- þjóða? Tækni er ekki menning, að minnsta kosti ekki hernaðarleg, fremur en auður er menning, og þær þjóðir, sem beitt geta slíkri grimmd, geta vart talizt haía tileinkað sér nútímamenningu. Áhugasamur lesandi. Þaö er satt, aö margt er þaö í framkomu liernaöarþjóöa i striöi, sem okkur, þessum vopnlausu, þykir lítil menninq aö. Okkur þykir þaö víst til dæmis ekki bera vitni háþroskaöri menningu, hvernig brezkir koma fram viö okkur nú í fiskveiöideilunni. En oft hefur mér fundizt sem aörar þjóöir, vinsamlegar okkur, geti eiginlega ekki skiliö, aö okkur skuli þykja þaö athugavert, þótt hernaöarþjóö — eins og þær — verji réttleysi sitt vopnum. ÞaÖ er eins og þaö sé beirra álit, aö þannig hafi þetta nú alltaf veriö og muni alltaf veröa, og stoöi ekk- ert aö vera aö fást um slíkt. hafi maöur ekki bolmagn til mótaögeröa, ÞaÖ er þetta ofbeldis- sjónarmiö, sem viö eigum svo erfitt meö aö setja í nokkurt samband viö menningu. Og enn er svarið — of fámennt starfslið. Kæra Vika. Hvers vegna er fólk ekki látið bera á sér persónuskilríki eða ,,passa“, eins og það er kallað? Þegar ég ætlaði að fara að kjósa, i fyrsta skipti á ævinni, var búið að kjósa fyrir mig, og hafði sú sagt rétt til um aldur og allt þess háttar. Og þeir I kjördeildinni sögðu, að við þessu væri ekk- ert að gera. Ég veit annað svipað dæmi. þðtt það sé ekki úr kosningum. Það var komið heim til manns í næsta húsi við okkur og honum til- kynnt, að hann ætti að bera vitni út af einhverju VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.