Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 6
Ég hef aldrei sagt frá þessu fyrr — nema manninum mínum, og jafn- vel nú verö ég að breyta öllum nöfn- um, svo aö enginn kannist við mig — eða hina, því að ég skammast mín vegna þess, sem ég gerði þá. Og þó ... En það er bezt, að ég byrji á byrj- uninni. Ég var þá í menntaskóla, en góðvinur minn, Pétur, sem var fjórum árum eldri en ég, bauð mér á stúd- entadansleik. Ég fékk nýjan kjól í tilefni kvöldsins og þóttist nú fær í flestan sjó. Það var í rauninni sjálfsagt, að Pétur byði mér á dansleikinn, þvi að við vorum alltaf mjög samrýnd. Hann var sonur nágranna okkar og lagði stund á læknisfræði, — og mömmu og pabba var mjög vel til hans. Mér þótti líka mjög vænt um hann, og þegar við komum af kvikmyndasýn- ingum á kvöldin, bauð ég honum á- vallt góða nótt með kossi. Annað fór okkar ekki á milli, þótt hann gerði reyndar ráð fyrir, að við værum harð- trúlofuð. En á dansleiknum í stúdentaheim- ilinu kynntist ég Eilífi. Pétur kynnti hann fyrir mér, en hann var einnig að lesa læknisfræði. — Eilífur, sagði hann, — þetta er Unnur. Ég rétti hóum, ljóshærðum manni höndina og sagði til nafns. Við sett- umst við borð. — Getið þið ekki verið hvort öðru í hvert smn sem ég heyri lagið ,,Begin the kynntist Eilífi. Það var á stúdentadansleik, og lagið svo að þið sjáið, að síðan — Nei, ég er núna i menntaskóla. Kládía lauk gagnfræðaprófi. — Ég boðið með þökl.%,im. En nú kemur hún held, að hún hafi verið eitthvað veik. — Hún er vist oft veik, sagði Eilífur. -— Hún er það víst lika í kvöld. En mér finnst hún hafa getað hringt og afþakkað. Það var skemmti- legt, að þú skyldir kannast við Kládíu. En þekkirðu hana vel? — Já, það hélt ég. — Segðu mér . .. hvernig er hún sem félagi? Ég varð dálítið undrandi. — Þú hlýtur að vita það sjálfur, Eilífur, — þú, sem bauðst her.ni á dansleikinn. — Jaaá, sagði hann dræmt. ■— Ég þekki hana raunar ekki það vel, — mundu, að ég er ekki búinn að eiga hér heima nema eitt ár. Faðir minn rekur einhver viðskipti við föður Kládíu, og ég hef verið heima hjá henni, — en aðeins einu sinni. Ég hringdi líka til hennar um daginn og og heyra glymjandi tónlist og glaum í húsinu næstum á hverju kvöldi. Foreldrar mínir voru heiðvirt, ósköp venjuiegt fólk, og ég fékk brátt minnimáttarkennd gagnvart Kládíu, sem greinilega taldi mig þó þess virði að umgangast mig. Þetta gat ég ekki með hægu móti sagt Elífi. Þess vegna sagði ég áð- eins: — Ég hélt, að Kládía ætlaði á stúlknaskóla í Sviss. Hún var ein- hvern tima að minnast á það . — Já, hún vill vist reyna að læra frönsku, sagði Eilifur. Loks spurði hann mig. hvort ég vildi dansa, og á meðan Pétur sat og hamraði á nóturnar, svifum við út á dansgólfið, og ég naut þess að hafa nú dansfélaga, sem var svo hár, að ég varð að halla aftur höfðinu til þess að horfast í augu við hann. Ég held í sannleika sagt, að ég hafi daðrað heldur um of við hann, — jafnvel þótt ég vissi, að Pétur horfði á okkur. hefði svikið hann þetta kvöld. — Nú er komið að mér! heyrðist í Pétri, sem skaut upp kollinum á bak við mig, um leið og dansinum lauk. Ég sleppti Elífi, þótt mér væri það þvert um geð. Pétur var aðeins á stærð við mig, og mér fannst Það allt í einu skipta mestu, að maðurinn væri hár. Viku síðar var okkur Pétri boðið til Eilifs, og þar var Kládía einnig. Hún var kát og fjörug, en virtist dá- lítið föl. Við spurðum, hvernig móð- ur hennar liði, og Kládía svaraði stutt: — Henni líður betur. En hún sagði ekki, hvað hefði verið að henni. Eilifur hugsaði ekki um annað en Kládíu, og mér sveið það að sjá, hvernig hann greip hvert tækifæri til þess að dansa við hana eða ein- ungis gæla við hönd hennar. — Vesalingurinn, hugsaði ég, — því að Kládiu finnst hann, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki nógu góður handa sér. Kládía vill helzt eiga for- ríkan mann ... — Hvað verður úr ferðinni til til skemmtunar stundarkorn, sagði Pétur. — Það er smáhlé, og ég er búinn að lofa að spila 0 píanó í svo sem hálftíma. Ég kem strax aftur. Pétur lék mjög vel á píanó, bæði klassísk verk og jazz. Þegar við Eilífur vorum orðin ein eftir, hófúm við ákafar samræður. Hann sagðist ekki hafa komið til borgarinnar fyrr en fyrir ári. Foreldr- ar hans höfðu áður búið í öðrum bæ. Nú voru þau búin að kaupa sér hús í einbýlishúsahverfi, sem reyndar var ekki langt frá heimili minu. — Ég er því miður stúlkulaus í kvöld. trúði Eilífur mér fyrir. — Ég var búinn að tala við unga stúlku, sem heitir Kládía, en hún virðist hafa leikið heldur illilega á mig. — Kládía? endurtók ég hissa. -— Kládia Nelson? — Já. þekkir þú hana? — Það held ég nú. Hún býr í stóra einbýlishúsinu efst á hæðinni. Við vorum skólasystur. — Eruð þið það enn þá? spurði hana, hvort hún vildi koma með mér á dansleik, og hún þáði ekki. Og þetta hefur áður komið fyr- ir. Þá sagðist hún hafa verið veik. Annars er hún ákaflega viðfelldin stúlka,. en ... Hann lauk ekki setningunni, held- ur fór höndinni gegnum langt, úfið hárið. Ég sá á honum, að hann var vonsvikinn. Mér lá við að segja: — Kládía hef- ur vafalaust fundið annan betri! En það hefði verið illa gert að segja þetta, svo að ég Þagði. Við sát- um þögul og hlustuðum á Pétur leika á pianóið. Mér varð hugsað til Kládíu. Raunar var hún bezta stúlka — og mjög falleg, en hún hafði sýnt það þrásinnis, að hún var argasta höfðingjasleikja, og það gramdist mér ákaflega. Ef til vill var það fremur móðir hennar, sem var höfðingja- sleikja. Hún var alltaf að tala um ríkt og tigið fólk, sem heimsótti þau, og þessi framkoma hennar hafði auð- vitað haft sín áhrif á dóttur hennar. Ég hafði komið nokkrum sinnum heim til Kládíu, en ekki nema í skyndiheimsókn, og mér hafði aldrei verið boðið i samkvæmi heima hjá henni, þótt mér sýndist ég sjá gesti Saga úr daglega lífinu Ungar stúlkur geta verið miskunn- arlausar, — og hvers vegna skyldi ég vera öðruvísi en stallsystur mínar? Að lokum leið að því, að Pétur hætti að leika og kom aftur til Þess að ná í mig. — Þakka þér fyir að gæta hennar Unnur, sagði Pétur og brosti til Eilifs. — Nú ætlum við að dansa. — Áður en við yfirgáfum Eilíf, sagði ég við hann: — Geturðu ekki reynt að hringja heim til Kládíu og spyrja, hvað orðið hafi af henni? — Jú, ætli ég geri það ekki, sagði Elífur. Seinna um kvöldið, þegar hann bauð mér aftur upp, spurði ég hann, hvort hann hefði frétt nokkuð af Kládíu. — Já, sagði hann, — ég talaði við hana. Móðir hennar var veik, og hún varð að vera heima hjá henni. — Það var leiðinlegt, sagði ég. En ég hugsaði: Húsið er fullt af þjónustufólki. Og móðir Kládíu er stór og mikill kvenmaður, sem virðist ekki hætt við kvillum. ■— Hún sagði líka, að faðir sinn væri farinn, sagði Eiríkur. — Já, hann ferðast mikið, sagði ég. — Það er fallega gert að fórna sér svona fyrir móður sína. — Já, það eru víst ekki margar stúlkur, sem mundu leika það eftir henni, viðurkenndi Eilífur. Og ég sá á honum, að hann hafði ekki misst trúna á Kládiu, þótt hún Sviss? spurði ég, á meðan við sátum að kaffiarykkju. — Henni var frestað, sagði Kládía. — Pabbi vill láta mig fara þangað — til þess að læra málið og goða siði! Hún sagði síðustu setninguna bros- andi, en mér fannst Þetta bros ein- ungis bergmála hugsanir móður hennar. — Vilt þú það ekki líka? spurði ég. — Jú, en mömmu er illa við að missa mig. — Hvaö segir læknirinn um móður Þína? spurði Eilífur. — Hann gaf henni einhver lyf, sagði Kládía og tók þegar að ræða um eitthvað annað. En áður en við skildum, sagði hún, að við þrjú yrðum að koma i heim- sókn til hennar eitthvert kvöldið. Hún væri nýbúin að fá fjölda nýrra dægurlaga á plötum frá frænda sín- um í Ameríku, og við yrðum að koma að hlusta á þær. Okkur kom saman um, að við heimsæktum hana næsta laugardags- kvöld. Nokkrum dögum áður en við átt- um að fara til Kládíu, hringdi hún i mig og sagði, að það yrði að fresta þessu til næsta laugardags. Þegar ég sagði Pétri frá þessu, sagði hann: — Það var gremjulegt, því að ég get ekki komið þá. — Hvers vegna? — Þá verð ég næturvörður í sjúkrahúsinu. B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.