Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 20
„Hvað er títt? Þegar þú loksins kemur, verð- urðu auðvitað að segja einhverjar fréttir." „Ég er orðin atvinnulaus, Una,“ sagði Áslaug formálalaust. „Hvað ertu að segja, manneskja, atvinnulaus! Þetta er alltof gróft spaug.“ „Ég get ekki sannara orð talað, það varð að fækka fólki hjá okkur, að minnsta kosti í bráð- ina.“ „Nú er ég svo hissa, að ég er alveg orðlaus. Ég hélt, að hver sá, sem væri svo ljónheppinn að ná í þig til vinnu mundi ríghalda í þig og svo segirðu að þér hafi verið sagt upp vinnunni." „Ekki beinlínis, en það talaðist svo til, að ég færi; mér fannst mér standa Það nær en öðrum. Það eru erfiðir tímar nú, Una, þó að það komi ekki mikið við þig, og mörgum kemur það líka enn ver en mér að missa vinnuna." „Þvi trúi ég vel, þú hefðir sjálfsagt hætt inn- an skamms, hvort sem er." Áslaug leit til Unu eins og hún ætlaði að fara að andmæla henni, en hætti við það og sagði: „O, þetta getur nú lagast með atvinnumálin. En það er annað verra, ég er orðin svo dauðleið á lífinu, að mér finnst ég muni ekki hafa ánægju af neinu framar." Áslaug hafði valið sér þægilegt sæti og nú hallaði hún sér upp að stólbakinu, lokaði augun- um og varpaði öndinni þunglega. „Heyra til þín, stúlka, viltu „hjartastyrkjandi"? „Þú getur átt þína kerlingardropa sjálf. en ég ætlast til að þú takir mig alvarlega. Ég hélt að við værum góðar vinkonur og gætum talað í trúnaði um fleira en hjúskaparerjur þínar og hjúskaparsælu." Frú Una brosti góðlátlega. „Hjúskaparerjur eru áreiðanlega hollari en lífsleiði og liklega væri það heppilegra fyrir þig, að ekki dragist mjög lengi að þú komist í hjóna- bandið." Áslaug þagði við Þessu, hún nennti ekki að svara annarri eins fjarstæðu, svo frú Una spurði annað með timann að gera en minnast mín. Og ef að vanda lætur er ástfangið kvenfólk á hæl- um hans, hvert sem hann fer. Ástfangið og ævintýraþyrst kvenfólk, gáðu að þvi, sem lætur þar dag, sem kemur og nótt, sem nemur. Manni eins og Oifari hentar það einkar vel að þurfa ekki að taka á sig neinar bindandi skyidur." „Mér finnst það vægast sagt lélegt af Olfari, ef hann stenzt ekki þyngri raun en þá að vera nokkra mánuði fjarri stúlkunni sinni." „Stúlkunni sinni," endurtók Áslaug í lágum rómi. „Já, ég sagði stúlkunni sinni, og það verður áreiðanlega búizt við því að þið giftið ykkur, þegar hann kemur heim aftur." „Af því verður nú samt ekkert," sagði Áslaug, setti frá sér kaffibollann, og tók að rása um gólfið, hún var í of miklu uppnámi til þess að geta setið kyrr. Una sagði: „Ertu nú ekki full fljót á þér með það að draga ályktanir og fella úrskurð í svo mikilvægu máli. Olfar getur unnað þér á sinn hátt, þó að hann virðist tómlátur um þig á þveitingsferðalagi, bréf geta lika misfarizt." „Þú gerir svo miklar kröfur, Áslaug. Helduröu að þær eiginkonur séu ekki teljandi, sem ekki þurfa að umbera aivarlega bresti í fari eigin- manns síns. Og hver veit nema Olfar mundi þrosk- ast og breytast í sambúð við Þig, svo sterkum persónuleika ertu gædd, að það er algjörlega óhugsandi að þú yrðir áhrifalaus gagnvart eigin- Áslaug Auðunsdóttir öslaði forugar göturnar og hnitaði lítt spor sín, þó að hún hefði með því getað sneitt betur hjá rigningarpollunum. Hún var líkt og viðutan en þó einbeitt á svip eins og hennar var vandi. Hún stytti sér leið um húsa- sund, sem lá milli gatna og var von bráðar kom- in á áfangastaðinn, að húsi Unu vinkonu sinnar, þreif um hurðarhúninn og bjóst til að svifta hurðinni opinni, en hún var þá læst, svo að hún varð að hringja dyrabjöllunni. Meðan hún beið þess að opnað yrði hirti hún ekki um að hnipra sig saman og leita sér skjóls fast upp við húsið, heldur stóð þráðbein og bauð veðrinu byrginn. Frú Una kom til dyra nett eins og brúða og prúðbúin að vanda. Hún saup hveljur og skalf af snöggum hrolli, þegar stormhviða skall beint í fang henni. Hún dró Áslaugu inn fyrir til sín og flýtti sér að loka útidyrunum. „Sæl og blessuð! Sjaldséðir hvítir hrafnar! Kemur þú með ennþá meira fárviðri, þegar þú loksins kemur; var nú ekki nóg komið? En kjark- kvendi ertu að voga þér út I þetta, ég er viss um, að það er óstætt veður fyrir aðra eins veimil- títu eins og mig. Ja, hvort ég skal ekki halda upp á daginn og láta vel i könnuna. Kúmenkaffi skaltu fá, heillakerlingin." Meðan Áslaug hengdi upp regnkápuna sína og snyrti sig, fyrir framan spegilinn í ganginum, var Una i eldhúsinu og sýslaði við kaffið. Þar komu báðar jafnsnemma inn í dagstofuna. varfærnislega: „Hefurðu ekki fengið nýlega bréf frá manninum, — sem sigldi?" Áslaug hristi höfuðið þegjandi og Una fór fram að hyggja að kaffinu. Henni dvaldist um stund frammi. Þegar hún kom inn aftur var hún með balcka í höndum, hrokaðan girnilegu kaffibrauði og áhöldum til kaffidrykkjunnar. Inn um opnar dyrnar, að baki henar lagði kitlandi góðilm af nýtrekktu kúmenkaffi. Áslaug hresstist lika ber- sýnilega, hún rétti úr sér í sætinu og sogaði að sér kaffiilminn með ílöngunarsvip. En þegar þær vinurnar voru seztar að kaffidrykkjunni kom í ijós að spurning Unu hafði ekki horfið henni úr hug. „Þú varst að spyrja mig að því áðan, hvort ég hefði ekki fengið nýlega bréf frá manninum, sem sigldi. Þú trúir því sjálfsagt trauðlega, Una, en ég get ekki talið að hann hafi skrifað mér. Þessi venjulegu bréfspjöld með myndum, sem sýna hvar sá víðreisti er staddur þann og þann daginn, eru mér ekkert tákn tryggðar og elsku. Stundum liggur ekkert að baki þeirra nema fordildin ein, enda er hripað á svona bréfspjöld til hvers, sem vera skal, jafnvei lítt þekktra við- skiptavina. Það er svo sem auðséð, að Olfar hefur Þórunn Elfa Magnúsdóttir: „Varla geta verið mikil brögð að því, og svo ■, kemur lleira til greina. Eg hef ekki farið í neinar * ' graigotur um það, að satt mundi vera, það sem. 1 sagt neiur verið um Ulfar að hann haíi ekki ver- ið við eina fjolina feiidur í kvennamálum. Og ýmsir sem viidu mér vei, bentu mér á að var- -• - hugavert mundi vera að treysta honum, en ég , lét pað eins og vind um eyru þjóta. Ulfar bar > svo langt af öörum mönnum í minum augum að w giæsimennsku, fjóri og framtaki, að það þurfti . mikia og aueijósa gaiia til þess að vega þar á móti, og hvað kærir ástfangin kona sig um það, þó að maðurinn, sem hún eiskar, hafi áður verið *• bendiaður við konur. Liðin tið skiptir þá litlu \ máli. Eg treysti Ulfari jafnframt þvi, sem ég dáði hann og trúði því, að aldrei hefði verið ’ um raunveruiega ást að ræða, af hans hálfu, fyrr en hann kynntist mér. Svona svæfði ég mig með blekkingum, blindaði sjálfa mig með vilja, þang- að til ég varð — hlaut að verða sjáandi." „Og hvað kom eiginlega til? Ég hef ekki heyrt neitt misjafnt um Ulfar í seinni tíð. Og hefur eiginlega nokkuð annað gerzt en þetta, að hann fór í siglingu og skildi þig eftir. Það var auð- ' vitað mesta glapræði. Þið áttuð að gifta ykkur - og fara bæði utan." . * „í þrjá mánuði hef ég beðið eftir bréfi frá - honum. 1 þrjá mánuði hef ég haft frið til að hugsa um hann án þess að verða fyrir stöðugum áhrifum frá honum, þessum töfrum, sem hann Áslaug virtist engan gaum gefa orðum Unu, ; hún hélt áfram að rekja sínar hugsanir. i beitir, til að villa mér og öðrum sýn. Þrir mán- f * uðir eru býsna langur tími undir þessum kring-'.. * umstæðum, að minnsta kosti nógu langur tlmi ’ s til þess, að ég hef getað endurskoðað allt sem' \ jj okkur hefur farið á milli og gert það upp við sjálfa mig, hvort ég vilji halda áfram á sömu braut. Og niðurstaðan er sú, að ég vil það ekki, það misbýður sjálfsvirðingu minni og tilfinning-1 unni fyrir eigin manngildi að vera háð duttlung-“ um þessa sérgóða og sjálfumglaða manns." 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.