Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 3
r Hversvegna umferðarslysi, en einhver náungi i bíl hafði gefið upp nafn hans í staðinn fyrir sitt. Hvers vegna er þá ekki allt fullorðið fólk látið hafa passa? Vonsvikinn kjósandi. Ég hef spurzt fyrir um þetta hjá hlutað- cigandi aðilum og fengið það svar, að allar þær stofnanir, sem hér koma við sögu, hafi svo fámennu starfsliði á að skipa, að þær geti alls ekki komið slíku við. Það mundi kosta afar umfangsmikið starf að koma á þeirri venju, að allt fullorðið fólk hefði sinn passa, var mér svarað, og verða óhemju- dýrt í framkvæmd, og nú er það stefnan að reyna að spara sem mest í öllu, sem varðar opinberan rekstur. Pólk verður því að láta sér lynda óþægindin, sem mér var sagt, að gætu í rauninni aldrei snert nema sárfáa. — Það mundi til dæmis að heita mætti einsdænti, að kosið væri fyrir fólk eins og um getur í bréfi þínu. Getur ekki verið satt, — sem betur fer. Kæra Vika. Ég var að lesa póstinn, þar á meðal óánægju lesanda vegna sífelldra endurtekninga leikrita i útvarpinu. Hef ég heyrt mikið og víða um þetta talað, og er fólk yfirleitt ákaflega óánægt n.eð cndurtekningarnar og skilur ekki, hvað veldur. Ég talaði því um þetta við mann, sem þessum málum er kunnugur, og sagði hann mér, uð leik- stjóri fengi prósentur af endurteknum leikritum — og það eins, þótt Þau væru leikin af segulbandi og kostuðu hann því ekki neina áreynslu í endur- teitningu . . . Óánægð. Sem betur fer, þá getur þetta ekki verið satt, því að það væri ekki til annars en bjóða ekki passa? spillingunni heim. Það er ekki nema senni- leg og sanngjarnt, að höfundur fái nokkra þóknun fyrir endurtekningu verksins, en það kcmur ekki til greina, að þeir, sem þegar hafa fengið starf sitt greitt, fái svo sérstaka þóknun fyrir endurtekninguna, þótt ekki væri því annað til fyrirstöðu en það, að þar með væri lagður grundvöllur að óheppilegri þróun . . . Meira fjör! Ifæra Vika! Þú ert það allra dásamlegasta, sem ég þekki -- alveg milljón. Og nú langaði mig til, að þú kærair þvi til leiðar, að þeir í útvarpinu spiluðu meira af rokklögum og aftur meira og enn meira af rokklögum. Við viljum vera mikil þjóð í heiminum og hafa allt eins og aðrar þjóð- ir, og þá verðum við líka að fá miklu meira rokk eins og þær, þvi að rokkið er það allra dásamlegasta. Því má ekki spila rokklög all- an daginn nema kannski rétt um frétt- irnar? Það gera þeir í útlöndum, og þeir eru þó meiri þjóðir en við. Meira fjör! Meira rokk! Jibby . . . Rokkóður upp á milljón. V I K AN Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússson F ramlc væmdas tjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. * Æ-já, hví fáum við ekki meira rokk, — rokk allan daginn og alla nóttina. Og hví erum við eiginlcga að basla við að gera nokkuð annað en rokka? Ætli við lifðum ekki eins góðu og að ég tali nú ekki um, eins skemmtilegu lífi, þótt við gerðum ekki rnnað, töluðum ekki um annað, hugsuðum ekki um annað. Sennilega er hinn eiginlegi ti'gangur lífsins ekki heldur annað en rokk og aftur rokk, þegar öllu er á botninn hvolft. — Og hvers vegna þá ekki að snúa því öllu upp í rokk, hvar og hvenær sem er. Sem sagt, — meira rokk . . . Jibby . . . Góðar bækur - hagstætt verð Á þessu ári gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út rúmar 20 bækur. Fyrir árgjaldið, kr. 150.00 (ób.) og kr. 240.00 (ib.) ía félagsmenn fjórar bækur og tvö stór liefti af tímaritinu Andvara að auki. Eiimig fá félagsmenn 20%—25% afslátt af öðrum útgáfubókum forlagsins. Meðal útgáfuböka vorra í ár eru eftirtaldar bækur: ÞJÓÐSAGNABÓK Ásgríms Jónssonar. MANNRAUNIR, eftir Pálma Hannesson, rektor. VIRKISVETUR, verðlaunaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. NORÐLENZKI SKÓLINN, eftir Sigurð Guðmundsson, skólameistara. UTILEGUMENN OG AUÐAR TÓTTIR, eftir Ólaf Briem, menntaskólakennara. GRAFIÐ ÚR GLEYMSKU, eftir Árna Óla, ritstjóra. EINARS SAGA ÁSMUNDSSONAR, annað bindi, eftir Arnór Sigurjónsson. LJÓSIR DAGAR, sögur eftir Ólaf Jóli. Sigurðsson. Bókaútgáfa Men ningarsjóðs v IK A N 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.