Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 12
Knriiey kom auga á §íúlkuna á icgar- brániuni, linn vcifaái ákaft og* aðcin§ utlinur líkama lieuuar urðu greindar í kvöldsolinni. BARNEY THOMAS reykti hverja sígarettuna á eftir annarri á leiðinni tii Woodstock Hills. Hann reyndi að festa augu á lands- laginu, sem hann ók um, en það bar litinn árangur. Hann hafði ekið þessa leið svo oft, og þar að auki var þessi hluti Bretlands ekki neitt fram úr skarandi að landslagsfegurð, jafnvel ekki þótt sumar væri og allt iðgrænt eftir regnið. Barney geispaði, það var fáförult um þennan veg. Hann leit á úrið sitt; klukkan var orðin sjö og allt útlit fyrir. að hann kæmi enn einu sinni of seint til kvöldverðar. Marjorie, kona hans, mundi finna að því við hann og frú Selwyn, tengdamóðir hans, senda honum þessar ísköldu, ónotalegu augnagotur, sem Barney átti enn örðugara með að þola en hinar sífelldu skammir og nöldur af hálfu konu sinnar. Barney varp þungt öndinni og kveikti sér enn í sigarettu. Það var allt útlit fyrir, að þessi helgi yrði öllum öðrum svipuð: Marjorie legði af stað til móður sinnar með lestinni á föstudagskvöldið Barney héldi þangað i bílnum á laugardaginn, þeg- ar hann hefði lokið dagsverkinu hjá vinnuveitendum sinum, Lincoln & Lewis Ltd. Og samkvæmt venju mundi Barney koma of seint til kvöldverðar að Woodstock Hills, og þegar hann hefði innbyrt bæði skammirnar frá konu sinni og kvöldverðinn, mundi hann setjast að þriggja manna vist með konu sinni og tengdamóður, horfa á sjónvarp, ganga til náða skömmu fyrir miðnætti og vakna að átta klukkustundum liðnum og eiga í vændum drepleiðinlegan sunnudag á heimili tengdamóður sinnar, unz þau hjónin héldu heimleiðis til borgarinn- ar að kvöldi. Hann andvarpaði enn og yppti ósjálfrátt öxlinni. Við þessu var svo sem ekkert að gera. Því fór fjarri, að Barney væri nokkur uppreisn í huga. I þau níu ár, sem hjónabandið hafði staðið, hafði Marjorie kæft nið- ur hverja slíka hugsun hjá honum. Að vísu var ekki eins og hún hefði þurrkað út allan persónuleik hans, því að persónuleik hafði hann eigin- lega aldrei verið gæddur. Hún var röggsöm og lét hvarvetna að sér kveða, hann var friðsamur og hljóð- látur maður með blá, vingjarnleg aueu og svolítið yfirvararskegg, rautt og úfið, og fyrir bragðið var svipur hans o gframkoma þrungin eins kon- ar dapurleik. Að hugsa sér, ef maður mætti eiga, þótt ekki væri nema eina helgi, einn og út af fyrir sig. Að hugsa sér . . . Barney var ekki lengra kominn á leið óskhyggjunnar. þegar hann kom auga á stúlkuna. Hún stóð yzt á veg- arbrúninni og veifaði ákaft hendinni. Eingöngu útlínur Jíkama hennar urðu að þeirri greiðvikni fylgdi allt of mikil áhætta, — ekki aðeins það, að um ránsmenn gæti verið að ræða, heldur og manneskjur, sem ósamboðið væri virðingu manns að umgangast. Kannski var það leynd uppreisnar- hugsun, sem réð því, að Barney afréð samstundis að láta kenningar Marjorie lönd og leið í þetta skipti. Hann heml- aði, og þetta varð allt með svo skyndi- legum hætti, að hann gat ekki stöðvað bílinn, fyrr en hann var kominn nokkra metra fram hjá stúlkunni. Og Barney steig út úr bílnum og hneigði sig, brosandi og riddaralega, þegar hún kom hlaupandi. — Gerið svo vel, ungfrú, sagði hann og hélt opnum dyrunum. — Ætlið þér langt að fara? Hann var ekki aðeins undrandi yfir dirfsku sinni, heldur og dálítið smeyk- ur, og hjartað barðist ákaft í brjósti hans, þótt hann gæti ekki gert sér grein fyrir ástæðunni. Stúlkan endurgalt honum brosið og gaf sér andartakstóm til að kasta mæðinni. Barmur hennar hófst og hneig undir dimmrauðum sundboln- um, og Barney varð dálitið feiminn og tók að virða fyrir sér leiðarstein, sem stóð á vegarbrúninni rétt hjá. — Ég ætla ekki að fara neitt, svaraði hún og hió við. — Þér verðið að fyrirgefa mér, að ég skyldi stöðva yður, en segið mér eitt, . . . berið þér skynbragð á gassuðutæki? Barney hafði eiginlega búizt við öllu öðru en einmitt þessu, enda fannst honum það harla hjákátleg spurning. Hann hrukkaði ennið og brosti, en nú var bros hans ekki eins öruggt og áður. — Gassuðutæki? endurtók hann spyrjandi. - - Já, eða prímus, mælti unga stúlkan enn og benti yfir í skógar- jaðarinn, þar sem Barney kom auga á lítið tjald. — Það logar ekki á hon- um, bætti hún við. Barney klóraði sér í hnakkanum. Þessa stundina óskaði hann þess heitast, að hann væri sérfróður urn allt það, sem varðaði gassuðutæki, þar sem hann hafði því nær gleymt þeim litlu kynnum, sem hann hafði komizt í við þau vandræðaáhöld, þeg- ar hann var ungur. Hann var að því kominn að viðurkenna fákænsku sína fyrir stúlkunni, þegar honum varð litið í augu henni. Þau voru stór, Ijósgrá og gædd furðulegu seiðmagni. Og þar við bættist, að bros hennar var slikt, að það mundi hafa gert meiri garpa en Barney dálítið óstyrka í hnjáliðunum. — Auðvitað ber ég gott skynbragð á gassuðutæki, ungfrú, heyrði hann sjálfan sig segja. — Það er bezt, að ég líti á það. Við skulum sjá, hvort mér tekst ekki að koma tauti við það . . . Barney Thomas var á einu vetfangi orðinn gerbreyttur maður, þar sem hann gekk við hlið hinni ungu og íturvöxnu stúlku yfir í skógarjaðar- inn, eftir að hann hafði læst bilhurð- unum vandlega. Hann hafði öldungis steingleymt bæði Marjorie og tengda- móður sinni og skömmunum og yfir- heyrslunni, sem biði hans, þegar hann kæmi seint og síðar meir á leiðarenda. Því að þetta var lífið sjálft. Þetta var ævinfýrið. Og það var enginn annar en hann, Barney Thomas, er gekk við hlið hinni ungu og íturvöxnu stúlku í skini hnígandi sólar yfir að tjaldinu, þar sem . . . sem . . . greindar í lágu skininu frá hnígandi sói, og hún var ekki aðeins íturvaxin, heldur mundu flestir karlmenn, sem gæddir væru dálítið meiri dirfsku en Barney, hafa kallað hana æsandi, ekki hvað sízt fyrir það, að hún stóð þarna á baðfötunum einum saman. Venjulega sinnti Barney því ekki, þótt einhver veifaði til hans og bæði um far. Marjorie hafði fyr- ir löngu tekizt að sannfæra hann um, Enn íann Barney hjartað berjast um fast í barmi sér, þegar honum varð hugsað til þessa óvænta, sem skyndilega hafði orðið á vegi hans. Stúlkan var ástleitin, jafnvel honum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.