Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 18

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 18
- * )fttuúno!i &dl & ,tö HrútsmerkiO (21. marz—20. apr.): Ein- hver fjarskyldur ættingi þinn leitar liðsinnis þíns í þessarri viku og Þið takið að ykkur erfitt verkefni. Ekki er víst að eins vel gangi og þið gerðuð ráð fyrir 5 fyrstu, en að lokum verðið þið þó ánægð(ir) með árangurinn. NautsmerkiO (21. apr.—21. maí): Það er farið að bóla á nokkuð mikilli eigin- girni í fari þinu síðustu vikurnar. Þú sýnir náunganum ekki nærri nóga til- litssemi. 1 sambandi við óformlegt samkvæmi í vikunni mun þér gefast tækifæri til þess að rétta hlut þinn. TvíburamerkiO (22. mai—21. júní): Undanfarið hefur einhver persóna, þér óþekkt, reynt að komast i kynni við þig. Nú eru miklar líkur á því að þetta takist loksins, og allt bendir til þess að kynni ykkar verði nokkuð öfgakennd: annaðhvort hatur eða ást. KrabbamérkiO (22. júní—23. júlí): Á vinnustað vegnar þér ekki sem skyldi, og er það ekki einungis þér, heldur vinnufélögum þínum að kenna, því að allir virðast vera uppstökkir og önugir þessa viku. Þú skalt þessvegna forðast allar deilur á vinnustað og skipta þér sem minnst að íélögum þínum. Heillatala 7. LjósmerkiO (24. júli—23. ág.): 1 sam- bandi við utanför kunningja eða ætt- ingja þíns gerast dálítið óvæntir atburð- ir, sem snerta þig án nokkurs vafa. Ástvini þinum verður á skyssa og á erfitt með að rétta sinn hlut nema þú verðir honum(henni) til aðstoðar, og munt þú einmitt þá fá tækifæri til Þess að votta vináttu þina. MeyjarmerkiO (24. ág.~23. sept.): Þú leggur út i eitthvert fjárglæfrafyrirtæki í vikunni, og jafnvel þótt örlitlar líkur séu á því að þú hagnist á þessu, ráð- leggja stjörnurnar þér eindregið að hætta við þetta. Líklega mun þetta sem Þú hefur verið að biða eftir undanfarnar vikur, gerast einmitt á fimmtudag eða föstudag í þessarri viku. VogarmerkiO (24. sept.—23. okt.): Það mun sannast áþreifanlega á þig i þess- arri viku, að þú kannt þér alls ekki hóf. Liklega verður þetta um helgina, Vinur þinn verður sér til athlægis ein- hvern daginn, og skalt þú reyna aö hughreysta hann I raunum sínum. DrekamerkiO (24. okt.—22. nóv.): Þú munt aðhafast margt í þessarri viku, sem verður þér til andlegrar uppbygg- ingar. Þú hefur tekið talsverðum fram- förum undanfarið og átt sannarlega lof skilið. Á heimili ættingja þíns munt þú kynnast manni eða konu, sem þér verður ekkert vel við í fyrstu. Heillataia 9. Bogmaöurinn (23. nóv—21 des.): Einn vinnuíélagi þinn veikist skyndilega, og gerðir þú vel í þvi að reyna að annast fyrri störf hans, ef þér er það unnt. Peningalega séð virðist vikan vera mjög hagstæð; þér verður ef til vill veitt launahækkun, þú færð happdrættisvinning eða annað þvilikt. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú ert að veröa allt of gleyminn, og á þessu færðu illþyrmilega að kenna í Þessari viku. Þessi gleymska þín stafar af því að þú ert utan við þig og oft í djúpum þönkum. Þaö virðist eitthvað angra þig, og reyndu þvi fyrir alla muni að koma því í samt lag aftur. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Einn ættingi þinn sýnir þér hróplegt ranglæti í þessarri viku, en hann (eða hún) mun skyndilega sjá sig um hönd og verður þér nú íramvegis hinn hollasti vinur. Um helgina kemur dálítið óvænt fyrir, sem annað hvort veldur þér mikilli sorg eða mikilli gleði. Fiskmerkiö (20. feb.—20. marz): Þú ert orðinn allt of hlédrægur, þvi að þaö er engu líkara en þú forðist nánustu vini þína. Meðan þeir leita vináttu þinn- ar, verður þú einnig að sýna þeim vin- áttu. Karlmenn virðast í miklum ástarhugleiöing- um þessa vikuna en ekki er sama að segja um kvenfólk. Víxlar oq4^ wtu* tiœziÆí barnakennsla. m Það er nýbúið að loka Búnaðarbankanum, og starísmenn í vixladeild varpa öndinni létt- ara eftir eril dagsins. Meðal þeirra er Svavar Markússon, sem fleiri þekkja af hlaupabraut- inni en bankastörfum. Hann er barnakennari að mennt, en hefur um skeið staríaö lijá Bún- aðarbankanum. — Þú ert hættur að kenna börnum. Svavar. — Næstum þvi, — ég kenni öriáa tima i Miðbæjarskólanum á morgnana. — Áður en þú byrjar vinnu hér eða á kvöldin ? — Á morgnana, milli 8 og 10. — Það er og. — En þú kannt betur við bankastörfin en kennsluna. — Nei, ekkert frekar, — ég kann bara betur við launin. — Eru þau geysihá hér? — Nei, en þau eru hærri en kennaralaunin. Hér afgreiði ég í víxladeild, — bókari er það víst kailað. — Þú bókar sem sé alla víxla, sem bankinn kaupir. — Já, ég bóka hluta af þeim. — Þú getur auðvitað fengið víxla eins og Þú vilt. i — Nei, alls ekki, — ég get ekki fengið víxil hér, ég yrði að fara í annan banka til þess. — Jæja, það var merkilegt. En segðu mér eitt, það er auðvitað mikið og gott félagslíf í svona stofnun. — O nei, það er fremur iélegt. — Hefur þú nokkru hlutverki að gegna í sambandi við það? — Um hvað hugsar þú á leiðinni, við skulum segja i 1500 m hlaupi? — Það fer eftir þvi, hver hleypur á móti mér. Ef keppnin er erfið, þá hugsa ég mest um keppinautinn og það, hvort maður muni þrauka. — Það er varla skemmti- legt umhugsunarefni. Hugs- ar þú aidrei um annað iif? — Nei, aldrei í keppni. — Þér dettur þá aldrei i hug, að þú munir deyja, áður en þú kemst í mark. — Nei, það flögrar ekki að mér. — Langar þig oft til þess að hætta, þegar þú ferð að þreytast? — Sjaldan. Þó man ég eft- ir því. Til dæmis í víðavangs- hlaupinu fyrir þremur árum. Þá var ég illa æfður og taldi mig vera betri en ég var, — varð þriðji í mark, ef ég man rétt. — Nokkur tómstundaiðja fyrir utan hlaupin? — Nei, enginn tíml til þess. — Ekkert kvennafar? — Enginn tími til þess heldur. — Finnst þér endilega, að það þurfi svo mikinn tíma til þess? — O-nei, en Það reynir of mikið á taugarnar. Ætla þeir að klára manngarminn ? Mikil er nú sigurgleðin. En þetta eru líka Brasilíumenn og Suður-Ameríkubúar cru ekkert smeykir við að flíkja tilfinningum sínum. Myndin er tekin úr heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fram fór í Stokkhólmi á dögunum. Bezti innherji heimsins, hinn 17 ára gamli Péle, hefur hér skorað fimmta mark Brasilíumanna. Þetta er Kristján Kristjánsson, sem stjórnar K.K.- sextettinum, en lengra til hægri er mynd af þeim Elly Vilhjálms og Óðni Valdimarssyni. Við hittum þau öll á æfingu fyrir nokkru og rædd- um við þau stundarkorn. — Fg er víst formaður skemmtinefndar. — Svo, — þetta hefur þá verið viðkvæm spurning. Gegnir þú kannski fleiri trúnaðarstörfum ? — Mér er sagt, að ég sé í Frjálsiþróttaráði Reykja- víkur fyrir KR. — Þú heíur alltaf keppt fyrir KR. , — Já, alltaf. — Er þér illa við IR- inga? — Nei, það eru ágætir menn. — En þú heldur nú með KR; 3r ekki svo? — Jú, þú getur alveg reitt þig á það. — Manstu eftir nokk- urri sérlega eftirminnilegri keppni, sem þú hefur háð? — Ekki get ég sagt Það, — annaðhvort tapar maður eði vinnur. — Það hefur aldrei kom- ið fyrir ngjjtt yíirnáttúriegt á hlaupabfautinni, krafta- verk eða þvi um líkt? — Nei, ég hef alltaf unn- ið eða tapað sjálfur. Svavar Markússon. Oðinn Valdemarsson heitir ungur dægurlagasöngvari frá Akureyri, sem nýlega lagði land undir fót og flutt- ist „suður“, eins og þeir segja nyrðra. Hann hefur ráðizt til að syngja með K.K.-sextettinum í Þórskaffi í vetur. Óðinn er maður ungur, 22 ára, og þykir efnilegur í sinni grein. Við litum inn á æfingu, þegar hann var nýkom- inn til Reykjavíkur, og röbbuðum við hann stundarkorn. — Hvernig fellur þér hérna í höfuð- borginni? —- Ágætlega, — alveg prýðilega. Við konan mín vorum bara í miklum húsnæðisvandræðum, þegar við kom- um suður, en nú held ég, að sé að rætast úr þeim. — Er langt síðan þú söngst fyrst dægurlög opinberlega? — Það mun hafa verið fyrir sex árum, að ég tók þátt í söngkeppni með hljómsveit Karls Adólfssonar á Hótel Norðurlandi ásamt 7 öðrum. Eg er nú einn eftir af þeim hópi, sem enn fæst við sönginn. — Hefur þú haft söng að aðalstarfi síðan? — Undanfarið hef ég unnið fyrir mér með söng á sumrum — með Atlantie-kvartettinum í Alþýðuhús- inu á Akureyri. — Nú hyggst þú snúa Þér að söngn- um ár?ð um kring. er ekki svo? — Það veltur auðvitað mikið á því, hvernig Reykvikingar taka mér, en annars hef ég fullan hug á að hafa sönginn að aðalstarfi svo lengi sem mögulegt er. — Þú hefur sungið talsvert á hljóm- plötur. — Það er nú aðeins ein plata kom- in á markað. Útlaginn. sem margir kannast víst við. en nokkrar plötur eru hins vegar á leiðinni, þar á meðal nýtt lag eftir Jón Sigurðsson texta- höfund, sem ég held, að muni verða vinsælt hér. Hann ætlar að kalla það Einsi kaldi úr Eyjunum, held ég. — Hverja tegund dægurlaga hefur Þú mest fengizt við? — Ja, ég hef svo til eingöngu sung- ið þetta hundleiðinlega rokk, sem allir virðast vilja öðru fremur þessa dagana, og lítið gefið mig að skárri dægurlögum. Hins vegar vildi ég syngja allt fremur en rokkið, og við vonum nú, að það eigi ekki eftir að verða langlift. — Reynir þú að líkja eftir öðrum söngvurum? — Nei, mér hefur ekki tekizt það enn . . . annars held ég, að það geti verið að ýmsu leyti hollt. En maður er að þreifa fyrir sér enn þá . . . 1 I Svo komum við að máli við hljómsveitarstjórann, Kristján Kristjáns- son. II I i„J — Hvernig líkar þér við nýja söngvarann? — Auðvitað líkar mér prýðilega við drenginn. — Er hann efnilegur söngvari? — Já, mjög efnilegur. —- Verður Elly Vilhjálms með hljómsveitinni áfram? — Já, við ætlum að hafa tvo söngvara áfram, eins og við höfum haft undanfarið. — Þið eruð þá níu talsins í sveitinni? — Við erum það í bili, en svo fer Andrés Ingólfsson saxófónleikari til Bandaríkjanna um áramótin, og ég býst ekki við, að við tökum annan í staðinn. Hann kemur hins vegar e. t. v. heim í sumar og leikur þá kannski með. — Hafið þið nokkur áform um að fara utan á næstunni? — Nei, við höfum engar ráðagerðir í þá átt, — verðum kyrr hérna í Þórskaffi, en fyrst um sinn svona hér og þar á laugardagskvöldum, eins og verið hefur undanfarið. Rætt við Landnám ríkisins er til húsa einhvers staðar ofarlega í Búnaðarbankahúsinu. Þar situr við skrifborð vörpulegur maður, rauðskeggjaður og býður I nefið. Það er gott neftóbak, og hnerrinn kemur tiltölulega fljótt. — 1 ■■ sé, að þú tekur í nefið, Þórður. Það ku vertx njög göfug tóbaksbrúkun. — Þjóðleg að minnsta kosti — og mein- hollur andskoti. — Og passar auðvitað einstaklega vel í þessu starfi. — Það veit ég ekki. Bændur taka ekki meira í nefið en aðrir nú orðið. — Mikið hefur þú af pappirum í kringum þig. Þú hlýtur að vera ákaflega önnum kafinn maður. — Ég er „altmuligmand" hér, eins og þú sérð: bókari, rukkari og myndatökumaður, — nýkominn úr ellefu daga ferðalagi utan af landi; það var viðbótar-sumarfrí. — En erindið? — Rukkanir og uppgjör. — Svo að þú hefur enginn aufúsugestur verið. — Ég er nú lélegur rukkari. Framh. á bls. 33. — Hefurðu ekki sæmilega sterkar taugar? Það hlýtur að reyna á þær við hlaupin. — Þær eru liklega ámóta sterkar og i hverjum öðrum. Annars hefur taugaóstyrkur- inn fyrir erfiða keppni síð- ur en svo minnkað með aldr- inum. — Telurðu ekki samt, að taugarnar séu betur undir kvennafarið búnar fyrir keppnisreynsluna ? — Jú, líklega. — Og þú ætlar að halda áfram að æfa og keppa? — Að minnsta kosti ætla ég að æfa í vetur. Ég læt nægja að hugsa til vorsins. Maður sér, hvað setur. Búnaðar- banka- húsinu Þórður Sigurðsson. sportmenn úr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.