Vikan


Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 33

Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 33
! Sportmenn Framhald af bls. 19. — Þú byrjar auðvitað á Því að milda þá :með neftóbakinu. — Já. maður tekur upp dósirnar. — Hvað er það annars, sem Lanunám ríkis- :ins gerir? — Annaðhvort kaupir það land eða tekur Jand, sem hefur verið í eign ríkisins, og kemur þar upp nýbýlahverfum. Það sér um að full- rækta 10 hektara fyrir hvert býli, vegarlagn- ingu, vatns- og skólpveitu. Býlin eru síðan leigð með góðum kjörum. — Ég sé, að það er mynd af þér við lyft- ingar undir glerinu á borðplötunni. Er það :í sambandi við landnámið? Milli steins og sleggju — O-nei, það er i sambandi við sportið, — ■'sleggjukastið. Það er nú önnur saga. — Þú ert búinn að eiga Islandsmet i mörg ár. Ertu enn i framför? — Að visu setti ég nýtt met í sumar. En að jafnaði kastaði ég lengra í fyrra. — Og þú ætlar að halda áfram? — Því ekki það? — Annars eru þessi fé- lagsmál utan um íþróttirnar plága, sem tekur allt of langan tima. — Er ekki erfitt að æfa sleggjukast, •— sleggjan er svo fjári þung. — Ekki erfiðara að æfa það en annað. Það eru hlaup, leikfimi og lyftingar. — Hvað þarf til þess að ná góðum árangri í sleggjukasti? — Hraða, kraft og lag, •— ekki nauðsynlega þunga, en þó er það kostur, sé hann ekki á kostnað annars. -— Þú hefur alla þessa eiginleika, eða hvað? — Þunginn er kannski nógu mikill. Annars finnst mér, að fyrst nú í haust hafi ég náð réttu lagi. Það er bara svo erfitt að leiðrétta sig, þegar maður er búinn að venja sig á einhverja vit- leysu. + Hún vissi ekki meta slétta og hreina húð, fyr en meta slétta og lireina húð, fyr en hún fór að nota TOKALON krem. D Ö M U R ! Vanrækið ekki liúð yöar. Fegurð og T O K A L O N fer saman. Reynið T O K A L O N strax í dag. Fæst í helztu snyrtivöruverzlunum hæjarins. VIK A N Fer Katla að gjósa? Framhald af bls. 5. hjá okkur, — hin miklu vatnshlaup, sem fylgja gosunum. — Það er varla mannhætta af ösku- fallinu, en ef það kemur á vondum tima árs og vindur stendur illa, t d. af austri, og fer yfir Suðurlandsundir- lendið um sláttinn, getur 'það vaidið miklu tjóni, — eða ef það fer yfir Skaftártungu, eins og margsinnis hef- ur komið fyrir, og lagt hana í auðn um tíma. Vatnsföllin sópa auðvitað burtu brúm og vegum. Þau fara yfir Mýrdalssand. en það er að vísu ekki miklu að eyða, því að hann er svartur og gróðurvana, en byggðirnar fvrir austan hann, bæði Álftaver og Meðal- land, eru í nokkurri hættu, þvi að sandurinn er orðinn svo hár, að það munar svo litlu, að vatnið skelli sér austur. Það eru nokkrir bæir þar í hættu Auk þess er hugsanlegt, að hlaupið fari eitthvað vestur með, — vestur undir Vík. Hefur nú verið reynt að sporna við því, að þar sé byggt alveg niður undir fjöru. — Er ástæða til að flytja fólk burt af þessum bæjum, sem i hættunni eru? — Ég held, að svo sé nú ekki, þar sem svo lítið er vitað um það, hvenær gosið muni verða. Hins vegar, ef kæmi sterkur jarðskjálftakippur í Vík, svo að fólk yrði vart við hann, þá má telja öruggt, að gosið sé alveg að koma. Ég held, að þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til þess, komi svo sterkur jarðskjálfti, að þegar verði stöðvuð umferð yfir Mýrdalssand og Álftveringum gert viðvart, því að þeir lenda inni í hlaupinu, ■—; það fer beggja vegna við Álftaver. Ástæða væri til, að talstöð væri til taks í Álftaverinu. Annars ætti hlaupið ekki að koma svo fljótt, að ógerlegt yrði að koma boðum í sima, — því að aldrei hefur, svo að vitað sé, liðið skemmri tími en svo sem tvær klukku- stundir, frá því að jarðskjálfta varð vart í Vík, þangað til að hl^upið var komið niður á sand og búið að taka veginn. Auk þess er vegurinn neðar á sandinum nú en áður var. Þá er og mjög sjaldgæft, að nokkur jarðskjálfti komi I Vík nema í sambandi við Kötiu, og er því sjálfsagt að viðhafa allar varúðarráðstafanir, ef til slíks kemur. Tannskemmdir eru eitt af vandamálum nútímans, BINACA tannkrem með CAMILLE er síðasti sig- ur svissneskra vísinda- manna. — Hjá lyfjarann- sóknastofu CEBA í Sviss liéfur þeim tekizt að vinna hreinsandi og nær- andi efni úr kamille jurtinni sem heldur tönn- unum óvenju hvitum og hreinum. Gjörið meir fyrir tennur yðar í framtíðinni. Látið börn yðar hyrja rétt. — Kaupið túbu af BINACA með Camila strax i dag. ÍbinaoaI 1 tandpasta med c;amille | Einkaumboð: Fossar h.f. Box 762. Simi 1 61 05. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.