Vikan - 26.11.1959, Blaðsíða 5
Við sem búum í eldfjallalandi ættum að gefa
því gaum, hver hætta liggur f leynum. Fyrir-
varalaust getur eldstólpinn staðið til himins
og brennandi aska hulið blómlegar sveitir.
til 'þeíís 'áiS‘ j’eýhii aö komast að þvn
hvort eldgCHÍ séU S nánd, eru jarð-
skjálítamaesÍwA Þ«4»' eru notaðir til
þess að finnau, Ji«ft hxæringar auk-
ast, og nru notáð.ir fleiri en emn mæl-
ir. Til dæmis er.u nú komnir mælar
hér í Reykjavlk, á Akureyri, Kirkju-
bæjarklaustxi .og Vík í Mýrdal. Þeir
mæla fjarlæ.gðina til jarðskjálftaupp-
takanna, og eí .tveir eða fleiri mælar
eru i notkun, ei' hægt að fá staðsetn-
inguna með þvi að mæla úr fleiri.
áttum, þannig aö línurnar skerist.
— Gefa mælingarnar undanfarið til
kynna, að Kötlugos sé í nánd?
— Hræringar hafa komið í ljós..
sérstaklega 'á mælinum á Kirkjubæj-
arklaustri. og virðast þær vera undir
Mýrdalsjökli. En svo er annað: Við
höfðum enga jarðskjálftamæla fyrir
síðasta gos, svo að við vitum ekki,
hve löngu á undan gosi svona hrær-
ingar byrja. Yfirleitt byrjar þetta
nokkuð á undan gosum, en mis-
langt. Þó var nú mikið rædd þarna í
Paris reynslan, sem fengin er t. d. á
Hawaíí og í Japan, Italíu, Kongó og
víðar. En vandinn er oft að þekkja
úr jarðskjálfta, sem eru af eldgosum,
og jarðskjálfta af öörum ástæðum.
En smátt og smátt hefur jarðfræðing-
um í þessum eldfjallalöndum tekizt
að þekkja eldfjallajarðskjálftana frá
hinum. — Annað tæki, sem er notað
í því skyni, er hallamælir, mjög stór
að gerð, sem einfaldiega er búinn til
Iþamnig, að tekið er langt vantsrör og
sett í samband til tvö ker. Ef svo
hækkar annar endinn, hækkar vatns-
borðið 1 hinu kerinu, og er þá hægt
að mæla þett.a geysilega nákvæmlega,
ef um langt ror er að ræða.
— Það virðist vera venja, að áður
en eldfjall byrjar að gjósa, hækkar
það svohtið eða lyftist upp, ■— nógu
mikið til þess, að ef vatnsrórið steín-
ir á íjallið, fer það að hallast. En
þetta er talið þurfa að vera svo nærri
eldstöðvum, að ég veit ekki, hvort
hægt er að koma því við hjá Kötlu.
Það er svo vont að komast að þessu
hér og miklu verri aðstaða en t. d.
hjá Vesúvíusi og á Hawaíí, þar sem
hægt er að reisa rannsóknarstöðvar
utan í fjöllunum og einbeita sér að
einu fjalli. Hér má segja, að gosin
geti alls staðar komið, og við getum
ekki beint rannsóknum okkar að einu
fjalli.
— Annað, sem var einnig rætt á
ráðstefnunni í París, var, hvaða varúð-
arráðstafanir hafa verið gerðar til
þess að koma í veg fyrir manntjón af
völdum eldgosa. Viða erlendis verða
eldgos, sem eru hættulegri en hér,
m. a. þessi svokölluðu eldskýjagos,
eins og gosið úr eldfjallinu Mt. Pelée,
sem eyddi bænum St. Pierre á eyjunni
Martinique í Vestur-Indíum á nokkr-
um sekúndum, árið 1902. I gosinu fór-
ust um 30 þúsund manns. Þessi gos
eru mettuð af ösku, og í stað þess að
mökkurinn fari upp, tekur hann rás-
ina niður og rennur eins og skriða
niður eftir fjallinu 800—1000 gráöu
heitur og drepur ,allt, -sem hann kem-
ur nálægt. '
— Hverjar varúðarráðstafanir eru
helzt gerðar?
— Menn eru nú'að reyna að athuga,
hvar séu líkur til, að þetta hlaupi
niður, og svo, þegar þelr telja, að
gos sé að nálgast, er fólkið varað
við. Einnig geta þeir breytt hraun-
straumum, — stíflað fyrir þá, —
varpað sprengjum á giginn og brotið
skarð í hann til að fá hraunstraum-
inn til að vella út um hann annars
staðar o. s. frv.
— En svo að við snúum okkur aft-
ur að Kötlugosi?
— Kötlugosin hafa komið tvö á öld
í nokkuð margar aldir. Og það skrýtna
er, að þau hafa komið, — þótt varla
sé hægt að kalla það annað en tilvilj-
un, — mjög nærri endanum á öðrum
áratug og sjötta áratug á hverri öld.
Það hefur ekki skakkað nema fáum
árum. Þau komu 1625, 1721, 1823 og
1918, — það er sem sagt mjög nálægt
öðrum áratug í hvert skipti, ■— og
1660, 1755, 1866, og nú erum við að
nálgast 1960, svo að Það er von, að
menn spyrji, hvort gos sé ekki á leið-
inni. Annars er hættan við Kötlugós
náttúrlega helzt fólgin i öskufalli og
svo í hlaupum, sem eru alveg sérstök
Framh. á bls. 33.
1625
1660
1721
1755
1823
1866