Vikan


Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 28
^lárlokkurinn Framhald af bls. 13. Á gólfinu lá eitthvert ferlíki, sem sjá mátti, er betur var aðgætt, að var hálfur kvenmanns- skrokkur, hinn helmingurinn var á kafi inni i bókaskápnum. „Þér gengur illa að losna við þessa stufssýki þína,“ sagði ungi maðurinn. „Það er merkilegt, að þú skulir nenna að leita að ryki frá morgni til kvölds." Hinn helmingurinn skreiddist nú varlega út úr bókaskápnum, og í ljós kom roskið, góðlegt, en fremur einfeldnislegt konuandlit. „Ertu kominn heim, hjartakóngurinn," sagði hún. „Það er nú meira rykið inni i þessum skáp,“ bætti hún við eins og við sjálfa sig. „Ég er nú svo hissa," hann glotti. „Ég hef baia alls ekki tekið eftir því fyrr.“ Gamla konan lét sem hún heyrði ekki það, sem hann sagði, en skyndilega breiddist bros yfir varir hennar, og það kom kátínuglampi i augun. „Vel á minnzt, Hreinn. Ég fann hérna dálítið inni í bókaskápnum. Ég vissi ekki, að þú safnaðir svona dóti.“ 1 hendinni hélt hún á litlum, ljósum hárlokk í umslagi úr sellófan-pappír. Hann spratt upp af stólnum og rétti fram hönd- ina. „Hvar fannstu hann?“ Röddin titraði. „Hérna inni í bókaskápnum." Andlit gömlu konunnar varð nú enn heimskulegra en áður. „Að sjá, hvað þú ert fölur, Hreinn. Ég ætlaði ekki, — ég vissi ekki,“ stamaði hún. „Þetta er allt I lagi, Emma mín. Leyfðu mér bara að vera einum." Gamla konán gekk út, en Hreinn lét fallast ofan í stólinn aftur. „Salóme, hvað hef ég gert? Hvílíkur heimskingi hef ég verið. Þú hefur fallið úr huga mér eins og allt annað, sem var fallegt og gott." Hann fann augu sín vökna og minntist þess. þegar hann hljóp svo snögglega í burtu frá henni, þegar hann kvaddi hana. Þá hafði hann hlaupið í burtu, til þess að hún sæi ekki tárin. Hann hafði forð- azt að láta hana siá, hversu lítiil karlmaður hann væri. Hann hafði sagt henni, að hann kæmi aftur að ári liðnu, en hafði svikið hana vegna ómerkilegrar girndar fyrir tælandi líkama Hel- enar Pickford, sem brann af lostrafullri þrá til sterkara kynsins. Það rifjaðist upp fyrir honum. »r hann þrenjur mánuðum eftir. að hann hafði hitt hana fyrst, pakkaði niður dótinu og bjó sig til að fara heim til Islands. Hurðinni að herberg- inu hans hafði allt i einu verið hrundið upp, og Helen fleygði sér i faðm hans. Hún hafði þrýst honum að sér. „Hreinn, ástin mín, þú mátt ekki fara frá mér, ég elska þig. Hreinn, skilur þú það? I guðs bæn- um, yfirgefðu mig ekki. Vertu hjá mér. Þú heíur sjálfur sagt mér, að þú elskaðir mig." 1 augum hennar var einhver einkennilegur glampi likt og hjá hugstola manneskju. „Já, Helen, ég elska þig. Það veit guð, að ég geri það. En ég get ekki svikið Salóme. Við höf- um átt margar yndislegar stundir saman, sem ég mun aldrei gleyma, en við verðum að kveðj- ast núna." Orð hans hljómuðu einkennilega i evrum. Það var eins og hann stæði sjálfan sig að helberri lygi. „Svikið Salóme, segir þú. Finnst þér sann- gjarnara að yfirgefa mig?" Hún var ekki lengur iafnæst. Rómurinn var mildari. og hún talaði lægra. Líkami hennar var sveigjanlegri í hönd- um hans þá en nokkru sinni fyrr, og brennheitir kossar hennar þöktu andlit hans. Á þeirri stundu vissi hann, að hann mundi verða kyrr. Blóðið ólgaði í æðum hans, og röddin var drafandi, þegar hann sagði: „Ég get ekki farið Helen, án þín er lífið einskis virði." Um kvöldið höfðu þau farið í fyrir fram ákveðiS samkvæmi. en það var allt eitthvað svo öðruvísi en áður. Helen var vissulega hrífandi eins og alltaf. hió og masaði, sveif um dansgólfið lét.t oe lipur. Hún minnti helzt á fallegt, flögrandi fiðrildi. E'n samt var eitthvað í fari hennar, sem hann kannaðist ekki við. Stuttu seinna kom hann að máli við forstjóra fyrirtækisins, þar sem hann hafði unnið, og sagði honum, að hann væri hættur við að fara til Islands, óg fór fram á, að hann yrði ráðinn áfrarri. Gamli forstjórinn tók honum tveim höndum. Hann hækkaði hann í stöðunni, og um leið hækkaði kaupið. Tíminn leið, og hann dróst æ meira inn í sam- kvæmislífið. En Þó að hann skemmti sér mikið, þá drakk hann alltaf í hófi. Hann hélt vel á fjár- reiðum sínum þrátt fyrir skemmtanafíknina og vissi, hverju hann mátti eyða og hvað hann þurfti að leggja fyrir. Hann hafði efni á að leigja sér bæeilegt, litið einbýlishús og gat keynt sér lítið notaðan bíl með góðum skilmálnm. Er bá var komið, var Helen fyrir löntru horfin úr lífi hans. F.ftir að hann hætti við að fara heim til Islahás. hafði hann farið að gera sér meira far um áð kvnnast persónu hennar jafnt líkamanum. og þá höfðu augu hans onnazt fvrir léttúðugri sál henn- ar og eigingirni. Hún var héeómagjörn og pen- ingas.iúk og var aldrei ánægðari en þegar hún vissi af karlmannsaugum. sem mreldu hana út, ekki sízt ef sá, sem starði, var vel efnaður. Margir mundu hafa haldið. að hann hlvti að vera ánægður með lífið Hann hafði góða at- vinnu, nóga peninga til að leika sér með og útlit, sem heillaði kvenfólk. En þrátt, fyrir þet.t.a vár hann ekki verulega hamingiusamur. Honum fanrst hann berast áfram með straumnum frá starfinu og út 1 skemmtanalífið og þannig koll af kolli án þess þó að fá nokkurn tíma fótfestu. Nú fyrst rann það upo fyrir honum, hvað var híð bezta, sem hann hafði nokkurn tíma eignazt, í bessum misjafna heimi. En hann hafði ýtt því til hliðar eins og leifum af ljúffengum mat, sem hann hafði verið búinn að eta sig saddan af. ..Kaffið er tilbúið, gerðu svo vel." Emma, trygga ráðskonan hans, vakti hann upp af hugsunum sinum með þessum orðum. „Nei, þakka þér fyrir, ekki núna. Ég held, að mig langi ekki í kaffi." Hann seildist eftir frakkanum, sem hann hafði fleygt á eian stólbríkina. „Ég þarf að fara út núna og býst ekki við, að ég komi í kvöldmat." „Heyrðu mig, hjartakóngur, ertu að hugsa um að hætta að borða líka?" „Nei, en ég þarf að útvega mér frí frá vinnu um nokkurn tíma." „Frí?" Þú, sem sagðir mér síðast i gær, að þú ætlaðir ekki að taka Þér frí fyrr en í ágúst." „Já, en ég þarf nauðsynlega að komast heim til Islands," sagði hann, um leið og hann skellti útidyrahurðinni á eftir sér. Honum var órótt innanbrjósts, er hann hljóp upp tröppurnar. Hann drap á dyr, beið og von- aði, að hann fengi að sjá hana standa i dyrunum og taka á móti sér — loksins eftir fimm ár, fimm löng ár. Hann efaðist ekki um, að hún mundi eftir honum. Nei, hún hlaut að elska hann ennþá. Hann barði aftur, og án afláts bergmálaði nafn hennar I huga hans. Salóme .... Salóme. Dyrnar opnuðust, og í þeim stóð ekki hún, held- ur gömul kona, honum alveg ókunnug. Hann varð vandræðalegur. — „Segið mér, býr ekki stúlka hér enn þá, sem heitir Salóme?" Gamla konan hristi höfuðið. „Nei, engin stúlka með því nafni. En það bjó einu sinni stúlka hér, sem hét Salóme. Tengdá- dóttir min var móðursystir hennar." „Hvað, er hún þá flutt eitthvað annað?" spurði Hreinn óðamála. „Já, hún er flutt." Það lagðist einhver hátíðar- blær yfir gömlu konuna, þegar hún sagði þetta, sem vakti hjá honum hræðilegan grun. „Vitið þér hvert?" spurði hann með röddu, sem honum fannst koma úr órafjarlægð. „Hún er dáin." Þvottur Hreinsún Fljót afgreiðsla Vónduð vmna ALLIR BORGARÞVOTTAHUSIÐ BORGARTÚNI 3 - SÍMAR 17260 - 17261-18350 ISIfc- HRINGIÐ - PANTIÐ - VIÐ SÆKJUM - SENDUM VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.