Vikan


Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 26
Á ég að láta þröngva mér til að opinbera? Kæra Aldís. Ég er átján ára og er mikið meS strák sem ég er mjög hrifin af. En nú er ákveSiS aS hann fari til útlanda og verSi eitt ár í burtu. Nú vill hann endilega aS við setjum upp hringana áSur en hann fer. Mér finnst aftur á móti aS viS ættum að bíSa meS þaS þangaS til hann kemur aftur. Mér finnst ég vera of ung. Nú er ég ást- fangin, en þaS hef ég veriS áSur og mér finnst satt aS segja aS þaS væri betra fyrir okkur bæSi að hafa þennan tíma til að átta okkur á hlutunum. En þá segir hann að ég sjái sig ckki framar, það sé nú eSa aldrei. Mér finnst liann nú hafa falliS dálítiS í áliti hjá mér viS þetta. Get ég ekki í þessu tilfelli gert eins og ég vil? Ein á báSum áttum. Svar: Mér finnst mjög skynsamlegt af þér að láta ekki þröngva þér út í trúlofun, því að auðheyrt er að þú ert alls ekki viss um tilfinningar þínar gagnvart piltir.um, sem alls ekki er von, svo ung sem þú ert. Oft hefur maður heyrt vonsviknar konur segja „hann var alveg brjálaður á eftir mér, og hótaði að svipta sig lífi ef hann fengi mig ekki“. Þetta tóku þær sem einskonar skjall, og voru jafnvel upp með sér af því, en það átti eftir að koma í ljós síðar að sömu að- ferðinni átti að beita til að koma öðru oft miður þægilegu í gegn. Nei, vertu ákveðin núna. Það mun borga sig. Kær kveðja, Aldís. Kæri Ljósálfur. Þakka þér kærlega fyrir gott og skemmtilegt bréf, og sérstaklega fyrir vingjarnlegt orð um þáttinn minn. Alltaf þykir manni lofið gott. Mér þykir reglulega leiðinlegt að mega ekki birta bréfið þitt, því að það var svo bráðsmell- ið, og hefði verið gaman að lofa lesendum Vik- unnar að sjá það. Þú minnist á þessar brjóstaðgerðir, Ljósálfur minn, og ég get glatt þig með þvi að þær eru framkvæmdar í Danmörku. Það er þó styttra að fara en til Ameríku. Það er nú einu sinni svo, að fæstir eru full- komlega ánægðir með útlit sitt. Margar konur þekki ég, sem eru alveg eyðilagðar yfir því, hvað þær hafa stór brjóst. Ekki skalt þú samt ör- vænta inín kæra, yfir hinum flata barmi þín- um, því að ég veit um eina konu scm var alveg brjóstalaus eins og þú segist vera. Eftir fyrsta barnið, sem liún eignaðist, varð engin breyting, en nú, eftir að hún hefur eignazt þrjú börn, er liún búin að fá reglulega falleg brjóst og er þetta engin undantekning. Svo var það spurn- ingin um hvað þú getir gert til að fitna. Brauð og aftur brauð með miklu af smjöri og osti, kartöflur eins og þú getur torgað og sósur og súpur. Sem sagt allt þetta sem liinir verða að fara varlega í sem eru að berjast við spikið. Svo er heillaráð að leggja sig eftir matinn, helzt eftir hverja máltlð. Ekki skaltu neita þér um sætar kökur eða sælgæti, hnetur eða hunang, rjóma eða sultutau. Já, mikið að margir fari að öfunda þig sem mátt láta allt þetta í þig með góðri samvizku. Þá var það varaliturinn. Mér finnst ágætt hjá þér að nota þennan ljósa lit sem þú notar, enda eru þessir ljósu litir mjög í tízku núna, en alltaf finnst mér að maður þurfi að eiga dálítið úrval af litum, því að það fer ekki lijá því, að taka verður tillit til hvernig fötin eru lit sem mað- ur klæðist og velja varalit og naglalakk í sam ræmi við það í hvert skipti. Mig langar til að stinga upp á því að þú reynir einn lit sem ég er viss um að fer vel við Ijósa hárið þitt og bláu augun, hann heitir Surprise, og er frá Elisabeth Arden. Að endingu langar mig til að segja þér að ég dáist að ldmnigáfu þinni. Svo margir taka sjálfa sig allt of alvarlega. Með beztu óskum og kveðjum. Þín Aldfs. Finnor stœrstu pnppírsútílytjtndur Evrópu Pappírsútflutningur Finnlands 1958: 585.000 tonn Blaðapappír 385.000 — Pappír til umbúða 350.000 — Pappi til iðnaðar 180.000 — Bóka- og skrifpappír 20.000 — Pappírspokar. Samtals 1.520.000 tonn Finska Pappersbruksföreningen, Helsingfors, Finska Kartongföreningen, Helsingfors, Finska Pappers- och Kartongförádlares Förening, Helsingfors, Enso-Gutzeit Osakeyhtiö, Kraftliner-avd., Helsingfors. Umboðsmenn: S. ÁRNASON & CO. REYKJAVÍK 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.