Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 25
„Mér líkar vel
hérna vestan hafs”
Segir þýzka leikkonan Sabina, sem leikur aðal-kvenhlutverkið í ,,SPARTACUS”
AÐ er eittlivað norrænl við yfirbragð
þýzku leikkonunnar Sabinu Betb-
mann, segir danskur fréttamaður, seni
ræddi við bana í Hollywood. Bæði útlitið
og málbreimurinn gætu bent til Norður-
landa.
Sabina var valin til að leika eina stóra kven-
hlutverkið í hinni nýju mynd Kirk Douglas,
Spartakus, sem mun kosta hvorki meira né
AÐ eru liðin
30 ár síðan
Marlene Dietrich
kom fram í hinu
ógleymanlega
hlutverki sínu í
„Bláa englinum“.
Enn er talað um
Jiá kvikmynd og
í Þýzkalandi end-
ursýna kvik-
myndahúsin
gömlu nivndina
stöku sinnum. Það
er því talsverð
áhætta því fylgj-
andi fyrir hina
ungu leikkonu
May Britt að taka
sér á herðar hlut-
verkið, sem gerði
Marlene fræga.
„Blái engillinn“
segir frá prófess-
or nokkrum, sem
finuur póstkort
með myndum af
hinni tælandi
danskonu, Lólu, í
bekknum hjá sér.
Sama kvöldið fer
prófessorinn á
staðinn, ]iar sem
Lóla kemur fram,
til þess að ganga
úr skugga um
hvort nemendur
hans haldi sig
þar. Þetta verður
örlagaríkur fund-
ur. Lóla, sem einn-
ig er kölluð „blái
engillinn", nær
prófessornum á
vald sitt, og eyði-
leggur bæði
starfsferil hans
og einkalíf.
minna en fimm milljónir dollara, en áður hafði
kvikmyndafélag hans, Bryna-félagið, leitað um
allan heim mánuðum saman að leikkonu, sem
félli í hlutverkið. Baeði þekktar kvikmyndaleik-
konur og óþekktar ungar stúlkur i mörgum lönd-
um voru yfirheyrðar og skoðaðar og Sabina var
33. ljóshærða unga stúlkan, sem var kvikmynd-
uð til reynslu, áður en hún var endanlega valin.
Sabina var í miðju kafi að leika í þýzkri mynd,
þegar framleiðslustjóri Universal kvikmyndafé-
lagsins fann hana. Hann sá nokkrar kvikmyndir,
sem hún hafði leikið i, og gerði sér þegar ljóst,
að þar var á ferðinni leikkona, sem væri þess
„Arnar-
vængir"
Kvikmyndastjórinn John
Ford, sem meðal annars
sviðsetti „Þögla manninn“
og „Þrúgur reiðinnar“,
stendur að baki framleiðslu
á kvikmyndinni „Arnar-
vængir“, sem er saga liinn-
ar undraverðu þróunar
flugflotans á tuttugu árum
milli heimsstyrjaldanna.
En þótt myndin sé að öðr-
um þræði alvarleg saga, er
hún þrungin glettni frá
upphafi til enda. Aðal-
persónan, Frank Wead
flugsveitarstjóri, en sann-
söguleg, og ef trúa skal
scgum um liann, hefur
hann verið sannkabaður
sprellugosi. Til dæmis
framkvæmdi hann vægast
sagt óvenjulegt flug eftir
að hafa lært að fljúga að-
eins örfáa tíma — gegnum
flugskýli og upp og niður
milli húsþaka og lauk ferð-
inni síðan með glæsilegri
nauðlendingu i húsagarði
aðmírálsins. Þessu, og
fleiru í sama dúr, kynnast
menn betur i kvikmynd-
inni.
fullfær að taka að sér hlutverk Variníu í
Spartakusi. Forstjórinn beið hennar, þegar hún
hafði lokið við þýzku myndina. Hún hafði verið
að hlakka til þess, að taka sér dálítið frí frá
störfum ásamt manni sínum, Herman Bethmann,
sem er fyrsti fiðlari í Berlínar filharmóniunni.
Þrem dögum síðar sat hún samt sem áður í
flugvélinni á leið til Hollywood.
— Já, frídagarnir fóru út í veður og vind, segir
Sabina, og brosir brosinu, sem hefur átt sinn
þdtt í velgengni hennar á kivkmyndatjaldinu. —
En þetta var tækifæri, sem ég gat ekki látið
ónotað. Þegar maðurinn minn heyrði, að ég hefði
möguleika á að leika á móti slíkum listamönnum
sem Sir Laurence Oliver, Charles Laughton, Peter
Ustinov og Tony Curtis, varð hann strax riijög
skilningsrikur. Við höfum þegar vanizt því í
hjónabandi okkar, að vera fjarvistum. Bæði at-
vinna mín og hans krefjast þess. Hermann er
nefnilega oft á flakki með fílharmóníunni.
Ég hef nú leikið í 12 kvikmyndum í mörgum
löndum Evrópu, og langar til að reyna lika hvern-
ig er að starfa í Ameríku.
-— Og hvernig fellur yður það, sem af er?
— Það er ólíkt því, sem ég hélt að það væri.
I fyrsta lagi er Hollywood allt öðru vísi en ég
hafði hugsað mér. Menn höfðu sagt mér hve allt
væri þar yfirborðskennt. En nú hef ég verið hér
í má'nuð, og alls ekki sannreynt það, sem mér
var sagt. Mér fellur vel að vera hér. Allir hafa
verið mér svo góðir. Mér finnst Bandaríkjamenn
vera mjög hjálpsamir.
— Og starfið í kvikmyndaverinu?
— Þar varð ég ekki heldur fyrir vonbrigðum.
Ég bjóst við þvi, að þeir mundu byrja með þvi
að gera mig ókennilega með þykku lagi af and-
litsfarða, en þeir nota minni farða hér en við
gerum heima í Þýzkalandi. Ég mæti í kvikmynda
verinu klukkan sjö á morgnana, og á að vera
reiðubúin til að ganga fram fyrir myndavélina
klukkan níu Það tekur mestan tíma að lagfæra
hirið. Hlutverkið krefst nefnilega sérstakrar og
vandasamrar liárgreiðslu, en í staðinn fæ ég að
lelka það svo að segja ómáluð og með mínu
eigin andliti. Og hvílíkur léttir!
— Hve lengi ætlið þér að dveljast hér?
— Að minnsta kosti hálft ár. Töku þessarar
risamyndar verður tæplega lokið fyrr en í júni.
— Þá hafið þér auðvitað ieigt höll og með-
fylgjandi sundlaug í Beverly Hills?
— Nei, minna má nú gagn gera. Mér líður
úgætlega í rúmgóðri nýtízku íbúð í hlíðinni norður
af Sunset Boulevard. Hins vegar hefi ég keypt
mér bíl. Maður er beinlinis neyddur til að hafa
bíl hérna, þar sem f jarlægðirnar eru svona miklar.
Ég er dálítið rugluð í umferðinni hérna. E’kki
af því að hún sé svo mikil — það er hún líka
í Berlín, en sérna virðist maður geta farið fram
úr bíl bæði hægra og vinstra megin, eftir þvi
hvernig á stendur, en það er alls ekki leyfilegt
heima. Þetta ruglar mig og ég verð ekki eins
örugg.
— Voru taugarnar í lagi fyrir framan kvik-
myndavélina þegar í stað?
— Svolitill fiðringur í maganum fyrst i stað.
— Þér saknið þá einskis hér?
— Jú, mannsins míns. En hann ætlar að heim-
sækja mig strax og hann hefur tíma tii. Og ég
hlakka til.