Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 9
Egyptar i flesta fedayin-hermenn sína. Megin-
ibækistöð fedayin-sveitanna var lengi brezk lög-
reglustöð við landamærin milli Gaza og Egypta-
lands. Þegar Israelsmenn snerust til varnar, var
stöðin eyðilögð af Gyðingum. Sumarið 1956 hafði
Egyptaland tekið við miklum vopnasendingum
'frá ríkjunum austan járntjalds, og fjöldi tækni-
lærðra Rússa hafði komið E'gyptum til aðstoðar.
Nasser ógnaði nú ísrael bæði í orði og riti.
Fedayin-sveitirnar voru nú styrktar til muna. En
sveitirnar létu sér ekki nægja að ráðast að Isra-
elsmönnum frá Egyptalandi, heldur réðust þeir
til atlögu frá nágrannalöndum ísraels: Jórdaníu,
Sýrlandi og Líbanon. Oft héldu sveitirnar í gegn-
um Israel á milli landa þessara. Það kom í ljós,
að Egyptar áttu von á um 1000 tæknimenntuð-
um Rússum í desember sama ái. Þessir menn áttu
nú að hjálpa Egyptuni að skipuleggja árásina á
Israel. En Ben Gurion og Moshe-Dayan létu fyrr
til skarar skriða. Nú var skipulögð árás gegn
Egyptum haustið 1956, Operation Kadesh", og
þetta átti að riða fedayin-sveitunum að fullu,
einkanlega á Gaza-svæðinu. Bækistöðvar fedayin-
manna fundust nú í Gaza og Sinaí og voru þegar
herteknar. Þar komust Israelsmenn að því, að
2500 fedayin-hermenn höfðu nýlokið ,,námi“ og
ætlunin væri að ráðast inn í Israel, sem skipt
var í þrjú svæði. E’innig fundu Israelsmenn mikl-
ar vopnabirgðir. Israelsmenn óttuðust nú, að þetta
landsvæði yrði aftur meginstoð fedayin-sveitanna,
ef þeir héldu þaðan. Og enn í dag bendir ekkert
til þess, að Egyptaland og Sýrland hafi í hyggju
að hætta árásum sínum á Israel.
1 átökunum í Líbanon virðast fedayin-sveitirnar
einnig hafa skorizt i leikinn. Samkvæmt banda-
rískum og líbönskum skýrslum hertók strand-
gæzla Líbanons skip frá Gaza. Um borð voru 11
egypzkir skæruliðsmenn. sem höfðu meðferðis
peninga, 6000 riffla og skotfæri. Fleiri skip frá
Gaza fluttu sama dag 100 fedayin-menn til suður-
strandar Líbanons. Þeir voru allir teknir hönd-
um. í skýrslu utanríkisþjónustu Bandaríkjanna
2.—4. júní segir meðal annars: „Hermenn frá
Gaza eru sendir í þrjátíu manna hópum inn í
landið tvisvar á viku. Flestir halda aftur til Gaza,
en 4. júni voru 150 þeirra í Libanon."
Hinir miskunnarlausu og harðskeyttu fedayin-
hermenn hafa orðið til þess, að enn er hatur milli
Gyðinga og Araba. Þótt sveitirnar séu að ein-
hverju leyti svipaðar landvarnarsveitum, er aug-
ljóst, að meira vakir fyrir þeim en vernda ein-
ungis land sitt. Og fedayin-hermennirnir hafa
brotið friðhelgi ísraels á ófyrirleitinn og óafsak-
anlegan hátt. • . . ★