Vikan


Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 17
Borðplattur úr basti Efnið, sem þarf til þess að búa til þennan fallega borðplatt, er tréplata, um 30x30 sm að stærð, nagl- ar, um 2 sm að lerígd, 1 búnt garðbast (einnig má nota „Fura-bast“, en það er miklu dýrara), 1 hönk af lituðu basti. Byrjið á að leggja garð- bastið í bleyti. Takið pappír, um 24x24, og skiptið honum í 8 hluti á kant, hver ferningur 3 sm. Sjáið I. mynd. Festið nú pappírinn á plötuna þannig að negla 5 nagla á hvora hlið, eins og I. mynd sýnir. Festið nú fyrsta bast- þráðinn þar, sem merkt er með x á II. mynd. Leggið hann niður að merki 4, og beygið niður fyrir naglann og upp aft- ur, eins og sézt á II. mynd. Þannig er bastþráð- urinn festur á naglana koll af kolli. Síðan er beygt fyrir hornið og haldið áfram á sama hátt þvert yfir, eins og sést á II. mynd. Hafa þá mynd- azt bastferningar yfir all- an pappírinn. Þegar bastþráður er bú- inn og annar látinn I staðinn, er nauðsynlegt, að endarnir standi út af til hliðanna. Þessi samskeyti má gera á grófgerðan hátt, jafnvel hnýta endana saman eða festa þá saman með baðm- ullargarni, því að lokum eru allir endar klipptir af, eins og sést á fyrir- myndinni. Fallegast er að hafa um 10 lög af þráðum. Þá er byrjað að sauma með lit- aða bastinu. Gangið vel frá endanum og saumið 1 stórt krossspor, og herðið þétt að. Gangið frá endanum á röngu, en klippið ekki frá, heldur látið hann liggja á röngunni að næsta krossspori og þannig nið- ur og upp á vixl, þar til mottan hefur öll verið saumuð. Takið hana þá upp af nöglunum. Ef það gengur ekki vel, má losa naglana á hornunum. Klippið alla lausa enda aí allt í kring um platt- inn. •*- “1 * V ~ 1 Bóndadóttir með blæju Plumkaka 250 gr rifið rúgbrauð, 25 gr smjörl., 25 gr sykur, 100 gr þurrkuð epli, vatn og sykur, 2 dl rjómi, ribsberjahlaup. Gamalt rúgbrauð er rifið og þurrkað í bakarofni. Sykrin- um er blandað saman við brauðið og það brúnað í smjörlík- inu á pönnu, — síðan sett á fat. Hræra verður í brauðinu, meðan það kólnar. Eplin, sem legið hafa í litlu vatni um nóttina, eru soðin ineð sykri, þar til þau eru komin hér um bil i mauk. Maukið á r.ð vera þykkt. Síðan er maukið kælt. A botninn í skálinni er sett rúgbrauð, ofan á það er sett eplamauk, þá rúgbrauð og eplamauk og rúgbrauð. Skreytt er með þeyttum rjóma og ribsbcrjamauki. 250 gr smjörlíki, 225 gr sykur, 4—5 egg, 225 gr hveiti, 25 gr kartöflumjöl, 3 tsk. ger, sítrónusaft og saxaður sítrónu- börkur, hakkaðar möndlur, rúsínur, súkkat og kokkteilber. Deigið hrærist, síðan sett í vel smurt form og bakað við jafn- an hita í ca. 1 klst. Þetta er salt- og piparsett, sem búið er til i Gliti h.f. Staukarnir eru úr keramiki, mjög fallegir í lögun. Stúturinn með korktappanum í er sérlega þægilegur sein hald. Staukarnir fást í ýmsum litum og kosta kr. 73.00 seltið. Sjálfvirkur ísblandari. Það er fljótlegt verk að búa til ís, ef þér hafið svona tæki við höndina. Þér þurfið ekki annað en setja efnið í ísinn ofan í skálina, sem sést liér á myndinni, láta lokið yfir og stinga liylkinu inn í frystihólfið í ísskápnum. Síðan er snúrunni stungið í samband og spaðarnir, sem þeyta isinn, fara í gang. Og eftir stutta stund er ísinn tilbúinn fyrir- hafnarlaust að kalla. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.