Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 3
Ég hef ekki heyrt þess getíð, en þaS má
vel vera fyrir því. Hitt er áreiðanlegt, að
slíkt skyldi enginn reyna nema samkvæmt
læknissamþykki og að undangenginni skoð-
un, þvf að flug í mikilli hæð reynir mjög
á hjartað. Fluggjaldið hjá Birni fer víst
nokkuð eftir því hvert á land er flogið. En
sem sagt — ræðið um þetta við lækninn
og hlítið úrskurði hans.
VERÐANDI LJÓSMÓÐIR?
Kæra Vika,
Ég leyfi mér að snúa mér til þin í vandræð-
um mínum, i von um að þú hjálpir mér.
Mig langar mjög mikið til að verða ljósmóðir,
en vandræðin eru að ég veit svo lílið um það,
ég á við námið, og hvernig því er háttað.
Viltu vcra svo góð að benda mér á cinhverja
eða einhvern, sem ég gæti svo skrifað til og
spurt um þetta allt saman.
Með l'yrirfram þökk.
Anita.
Þú skalt skrifa til skrifstofu landlæknis
í Reykjavík, og þaðan getur þú eflaust fengiö
allar upplýsingar þessu viðvíkjandi.
ÚR KAUPTÚNI N ORÐANLANDS.
Kæra Vika.
Innilegar þakkir fyrir alla skemmtunina og
fróðleikinn, sem þú liefur veitt mér. Nú langar
mig svo mikið að leita ráðlegginga hjá þér. Ég
fer í mjög fint samkvæmi bráðlega og mig lang-
ar til að lita sérstaklega vel út. Ég fór þvi á
stúfana og keypti mér allskonar krém, — nær-
ingarkrcm, hreinsikrém og eitthvert „make-
up", — en nú koma vandræðin. Ég kann nefni-
lega ekki að nota nei.t af þessu, hef satt að
segja aldrei gert það, og er þó orðin 25 ára.
Geturðu nú ekki gefið mér góð ráð'? Á ég til
dæmis að púðra mig mikið eða Iítið yfir meik-
ið o. s. frv.
Svo sendi ég beztu þakkir fyrirfram og vona
að ég fái svar sem fyrst. Blessuð æviniega.
Stclla.
Heyrðu, Stella — þetta er nú ekki öldungis
eins einfait og þú virðist haida. Fyrst og
fremst þyrfti ég að sjá framan í þig, svo
þyrfti ég að sjá allar krukkurnar, svo þyrfti
ég að sjá framan í þig aftur — hugsa mig
um og setja upp spekingssvip, landslag and-
litsins, nýjustu tækni og tízku í andlits-
snyrtingu, sennilega annaðhvort orð á ensku
og svo eitt og eitt á latínu. Að því búnu
mundi ég svo koma með niðurstöðuna af
öllu saman — ef þú á annað borð notar
fegurðarlyf, þá gerðu það á þann hátt, að
engum detti fyrst og fremst í hug þegar hann
lítur þig, að þú sért undir áhrifum þeirra.
Sem sagt, Stella, ef ég væri kominn norður
— nema ég segði sem svo: Heyrðu, Stella,
þurrkaðu allt þetta böivað ekki sen meik
framan úr þér á stundinni, eða ég skal ...
CHRISTINE KAUFMAN ...
Kæri jjóstur.
Þú hei'ur oft gefið mir góð ráð, og enn skrifa
cg þér; Geturðu sagt mér hcimilisfang hinnar
ungu leikkonu, Cliristine Kaufman, eða hvernig
ég get náð sambandi við hana. Hún hefur leik-
ið í mörgum kvikmyndum, l. d. „Sumar i Napoli“
og mörgum öðrum.
Með fyrirfram þökk.
Roy.
Nú hefur einn lesenda Vikunnar — eða
öllu heldur tveir — komið henni til aðstoðar
með upplýsingar um Elvis Presley og John
Saxon. Hver vcit nema einhver geti líka
hiaupið undir bagga með þetta.
Kæra Vika.
Heimilisfang Elvis Prcsley: 30 th. Ccntury
Fox — Beverley Hills, Hollywood — California,
U.S.A. ... John Saxon. — Universal Studios —
Universal City Cal.
Útgefandi: VIKAN H.F.
RITSTJÓRI:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Ásbjörn Magnúason
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Hiimar A. Kristjánsson
Verð í iausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr.
21(5.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholt 33.
Simar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017
Prentun: Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
—........... .1 ...........I
FORSÍÐAN
Við helgum forsíðuna
Símoni Dalaskáldi í til-
efni af því að „Hrímn-
ir“ hefur sett saman
merkilega ritsmíð um
flakkarana íslenzku,
sem reikuðu bæ frá bæ
og áttu hvergi heimili.
Siðari hluti greinarinn-
ar birtist i næsta blaði.
Myndin er teiknuð af
Halldóri Péturssyni.
Brauðostur 45%
Brauðostur 30%
Schweizerostur 45%
Goudaostur 45%
Kúmenostur 45%
Gráðaostur
Mysingur
Rjómamysuostur
Góðostur
Smurostur
Rækjuostur
Tómatostur
Hangikjötsostur
Ostnr
er bollnr
er óiýr jæðo
Húsmæður, úr ostum gerið þér vínsælustu
ábætis og smáréttina þegar þér hafið gesti