Vikan


Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 13
„Er hún eklri „sexý“ þessi?" hvíslaði John eins og hann vœri hræddur um, að myndin mundi hverfa, ef hann hefði ekki hljótt um sig. Þeir höfðu ekki augun af stúlkunni. Hún gekk hægt og eggjandi meðfram borðunum og settist síðan við autt borð úti í horni. Hún lyfti hægri fæti í kross yfir hinn vinstri, og nærskorinn kjóll- inn kipptist ofurlítið upp, svo að enn meir bar á fagursköpuðum fótleggjum hennar. Hárið var svart og lá í mjúkum bylgjum niður með dökkum vanganum. Hálsmál kjólsins var nógu flegið til þess, að þeir gátu séð barm hennar lyftast og hníga. „Hún er blátt áfram töfrandi," sagði Hreinn mjóróma. Hjartað barðist ákaft í brjósti honum, og höndin titraði lítið eitt, er hann greip um glasið og drakk síðasta sopann í botn. Síðan gekk hann ákveðnum skrefum til stúlkunnar í horninu. „Mætti mér veitast sú ánægja að dansa við yður, ungfrú?" sagði hann á góðri ensku. Hún stóð Uþp og brosti, svo að skein i snjó- hvitar tennurnar, og græn augun tindruðu. Þau svifu út á dansgólfið i hægum tangó, og honum fannst hún dansa í fullu samræmi við fegurð sína. „Þér dansið vel,“ sagði hann. „Þakka yður fyrir." Hún brosti aftur þessu yndislega brosi, sem gat fengið hann til að kikna i hnjáliðunum og hjarta hans til að slá örar. Dansinn var gtuttur, allt of stuttur, að honum fannst. Honum þótti það bölvað að þurfa að fylgja henni svo fljótt til sætis. En þegar hún alveg óvænt bauð honum að koma með sér út á svalirnar, varð hann bæði glaður og undrandi. „Mér er sönn ánægja að því — — ungfrú?" ... „Helen Pickford," kynnti hún. „Helen, — það er fallegt nafn,“ sagði hann, um leið og hann lét hana ganga á undan sér í gegnum stóru dyrnar með vængjahurðunum og út á svalirnar. „Þér sláið mér gullhamra." „Nei, alls ekki. Nafnið er fallegt, og það á vel við yður. Hann virti hana fyrir sér, þar sem hún stóð, böðuð i daufri birtu tunglskinsins. Hún hall- aði höfðinu upp að vafningsviðarblöðunum, sem huldu vegginn. „Hún er ímynd allrar kvenlegrar fegurðar," hugsaði hann og gekk nokkur skref nær henni. Hann hafði ákafa löngun til að taka hana i fang- ið. Hann gat ekki afborið að horfa lengur á hana án þess að snerta, — og þessi augu, þessi dásam- legu, en þó tælandi augu. Það var líkt þvi sem hún læsi hugsanir hans. „Af hverju hikið þér?“ spurði hún háðslega. „Eruð þér hræddur?" Hræddur,----já, það var einmitt það, sem hann var, en hann skyldi sýna henni annað. Hann tók hana í fangið og leitaði vara hennar, sem biðu hans, rauðar og freistandi. Hreinn vaknaði morguninn eftir við einhvern hræðilegan skarkala, sem honum fannst koma úr órafjarlægð, en færast alltaf nær og nær og verða hærri og hærri. Hver þremillinn er þetta? Hann þaut upp úr rúminu, en íann um leið til svíðandi höfuðverkjar. „Úff, — vekjaraklukkan," muldraði hann. Hann gekk að handlauginni og fékk sér vatn að drekka úr krananum. „Höfuðverkur og þorsti á sérstaklega illa saman," hugsaði Hreinn, um leið og hann hvolfdi í sig úr þriðja glasinu. „Helen," hann flautaði lágt, er hann fór að rifja upp íyrir sér kvöldið áður. Helen, kossar hennar og .atlot, hún öll, hún var dásamleg. Þetta var ástin. •—- þetta, sem barðist innra með hon- um þegar hann hugsaði um hana. Hann hafði aldrei kynnzt raunverulegri ást fyrr. Og hann var svo himinlifandi, að hann gleymdi bæði höf- uðverk og þorsta á svipstundu. Já, það er skrítið, hvernig nokkur augnablik í lífi mannsins geta kollvarpað þvi. Daginn áður hafði Hreinn verið ákveðinn í þeim ásetningi að reynast tryggur og sannur unnusti stúlkunnar, sem beið hans heima á fslandi, — Salóme, sem hann hafði þráð allan þann tíma, sem hann hafði dvalizt í London. Og hann hafði talið dagana, þar til hann fengi að sjá hana aftur. E’n alveg óvænt höfðu örlögin gripið í taumana, og í huga hans var ekki lengur rúm fyrir litla, saklausa andlitið hennar Salóme. 1 staðinn var komið fagurt og tælandi andlit Helenar Pickford. Það var barið á dyrnar. j,Já, hver er þar?“ kallaði Hreinn þurrlega. ,,Það er bréf til yðar," kallaði kona húsvarð- arins fyrir utan. Hún hafði svo oft brosað að barnslegri kæti hans, þegar hann tók við póst- inum. En aldrei þessu vant þurfti hún að bíða eftir honum, og loks þegar andlit hans birtist í dyrunum, var hann alvarlegur, og það var líkt þvi, að hann væri vonsvikinn. „Þakka yður fyrir," sagði hann dræmt og rétti fram höndina. „Ég vona, að þér séuð ekkert veikur,“ sagði hún, um leið og hún rétti honum bréfið. „Nei, alls ekki, ég er alveg við fulla heilsu. Hann þvingaði bros fram á varir sér. „Þakka yður fyrir hugulsemina." Hann lokaði dyrunum, og með augsýnilegri geðshræringu reif hann upp bréfið og las. Elsku vinur. Enn eru þrír mánuðir, þar til ég fæ að sjá þig aftur. En Hreinn, ástin mín, þótt ég þrái þig mjög mikið, þá bíð ég þolinmóð eftir þér, þvi að ég veit, hversu mikils virði það er mér, sem ég bíð eftir, — eftir þér, sem kem- ur með hamingjuna inn í sál mina og svalar þrá hjarta míns. Bréfið hafði einhver einkennileg áhrif á hann. Hann langaði mest til að hætta lestrinum og leggja bréfið frá sér. Honum fannst eins og hann fyndi návist hennar. „Guð minn góður," muldraði hann. Hann fleygði bréfinu frá sér og faldi and- litið í höndum sér. „Ég hlýt að vera orðinn vit- laus.“ Honum hafði fundizt hann sjá andlit henn- ar á blaðinu, og augu hennar festu sig á hann, sem starði á hana eins og afturgöngu, er komin væri-til að heimta af honum syndagjöldin. Hann fleygði sér endilöngum í, rúmið og grúfði andlitið i koddann. Hann hlaut að hafa drukkði of mikið kvöldið áður, hann var óvanur sterku víni. Eða var hann orðinn ímyndunarveikur? Gat hann ekki lengur hugsað rökrétt? Hugsað? Hvað hafði hann hugsað þennan tíma, sem hann hafði dvalizt. í London? Um hana, aðeins um hana, sem honum fannst nú standa fyrir hamingju sinni og fram- tíð? En hvað um það, hann varð að horfast í augu við staðreyndirnar .Hann gat ekki svikið Salóme. Hann elskaði hana ekki lengur, ef hann hafði þá nokkurn tíma elskað hana raunverulega. Hann elskaði Helen, og það, sem hann hafði séð í augum hennar kvöldið áður, hlaut að vera ást. Það gat ekki verið blekking. En Salóme, hún eisk- aði hann lika. „Þetta er hróplegt ranglæti," hugsaði hann upp- hátt. Já, vissulega var þetta ranglæti, það rang- læti, sem hann hafði skapað sér sjálfur. Nú, en það voru þrír mánuðir, þar til hann þyrfti að fara til Islands aftur, og þá skyldi hann svo sannarlega notfæra sér. Fjórum árum síðar mátti sjá ungan mann aka bifreið sinni upp að smekklegu litlu húsi í Lon- don. Hann sté letilega út úr bifreiðinni, hratt kæruleysislega upp hliðinu og blístraði samheng- islaust lag, þegar hann gekk upp stéttina heim að húsinu. Hann stakk lykli i skrána á hurðinni, opnaði hana, en gleymdi auðsjáanlega að loka henni aftur á eftir sér. „Emma, hvar ertu?" hrópaði hann. „Hérna inni i bókaherberginu." Hann kveikti sér í vindlingi með þessu sama kæruleysislega látbragði og gekk inn i bókaher- bergið. Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.