Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 2
Öndvegis borðstofusett úr teak ÖNDVEGI H.F. LAUGAVEGI 132 - SÍMAR 14707 - 24277 % 1 1 1 AÐ SALTA ARNARHÓL . . . Kæra Vika. Gætir þú ekki komið því á framfæri, að Arnarhóllinn yrði saltaður, svo að maður þyrfti ekki að taka stóran królc á. sig til að komast upp í Arnarhvál þegar hált er . . . Sendill. Sjálfsagt að koma þessu á framfæri. Ég geri ráð fyrir, að þeir sem stræta og gatna- söltun ráða, lesi Vikuna eins og aðrir. Ann- að mál er svo það, hvort þeir hinir sömu aðilar leggja þessa hógværu umleitan þína ekki í salt. . . MASKfNUÞÝÐING OG RITFÖLSUN. Reykjavík, 8. febrúar 1960. Hinn 4. febrúar siðastliðinn tókst Vikunni að birta stærðar forsíðugrein um „tíf á öðrum hnöttum“ án þess að minnast einu orði á kenn- ingar dr. Helga Pjeturss um þau efni. Hann er einn mesti og merkasti vísindamaður sem þjóð- in hefur átt og setti fram kenningar um drauma og líf á öðrum hnöttum löngu á undan öllum öðrum, að bezt er vitað. Auðvitað eru þær um- dcildar, en er ekki svo um margt, m. a. kenning- ar þeirra, sem þið sjáið þó fremur ástæðu lil að segja frá í umræddri grein. J'að er afrek lit af fyrir sig að geta hirt grein í íslenzku blaði um líf á öðrum hnöttiun án þess að nefna kenn- ingar dr. Helga Pjeturss! Fyrr má nú (masldnu-) þýða úr útlendum blöðum, hræður góðir og syst- ur! S. G. Bréfritari virðist annaðhvort ekki vita skyldur þýðenda eða ekki vilja vita þær. Ekki virðist hann heldur gera greinarmun á vísindakenningum og því, sem á erlendu máli er oft kallað „popular science“. Þýðendum er skylt að þýða greinar og annað svipað efni eins nákvæmlega og þeim er unnt, en leggi þeir eitthvað til frá sjálfum sér, er þar um ritfölsun að ræða og á höfundur greinar- innar heimtingu á háum skaðabótum, sam- kvæmt alþjóðlegum samþykktum. Auk þess eiga almennar bollaleggingar og framtíðar- spár, þótt byggðar séu á vísindalegum stað- reyndum, lítt skylt við vísindalegar kenning- ar, enda fyrst og fremst ætlaðar mönnum til skemmtunar, þar eð þær skírskota fyrst og fremst til ímyndunaraflsins, en síður tit vís- indalegrar rökhyggju. Bæri þeirn, sem mest þykjast bera minningu hins merkilega vís- indamanns, dr. Helga Péturss, fyrir brjósti, að ætla henni meiri sóma en þann að setja hann á bekk með þeim höfundum — þótt góðir séu á sínu sviði — er rita slíkar grein- ar, og eins hitt, að ekki mundi það líklegt til sigurs vísindakenningum hans að farið væri að blanda þeim sanian við „popular science" eða jafnvel „science fiction". Og síð- ast, en ekki sízt: — Dr. Ilelgi Péturs unni sannleikanum og mundi hafa gerzt allra manna síðastur til að æskja þess að gripið yrði til ritfölsunar í einu formi eða öðruni vísindalegum kenningum hans sjálfs eða ann- arra til framdráttar. ÞVÍ EIÍKI ÞAÐ, ÚTVARPSFORRÁÐA- MENN? Kæra Vika. Ég er alls ekki á sama máli og þeir, sem telja útvarpsþátt Svavars Gests ómerkilegan, — að minnsta kosti liefur hann horið merkilegri I VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.