Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 25
 Leikarapartý áá Það er mikið gert af því í Holljnvood að halda ýmsar samkomur í góðgerðarskyni. Koma þá iðulega fram frægir leikarar, sem annaðhvort skemmta eða bara lieiðra samkomuna með návist sinni. Yfirleitt eru þessar samkom- ur mjög fjölsóttar, enda þótt aðgangseyrir sé liár, — og þannig var einnig um kvöld- verðarveizlu, sem Dean Martin stóð fyrir ekki alls fyrir löngu. Aðgangur kost- aði hvorki meira né minna en sem svarar 2500 krónum fyrir hvern mann, en þang- að komu lika margir frægir leikarar, sem mönnum þótti matur i að vera í návist við. Judy Garland var í sólskinsskapi og hafði margt að segja Dean Martin. Kann- ski hafa þau rætt um músík, en bæði hafa gert góðar hljómplöt- ur upp á síðkastið. Gestgjafi kvöldsins, Dean Martin, fær hér hlýjar kveðjur frá Janet Leigh (t. v.) og eiginkonu sinni, Jeanne, en Keely Smith, ein launahæsta söngkona Bandaríkjanna, bíð- ur eftir, að hún fái líka tækifæri til að bera fram sínar kveðjur. Dean Martin mun annars hafa starfað manna mest að góðgerðarstarfsemi í Hollywood, og hagnaðurinn af veizlu þeirri, sem hér um ræðir, rann í hjálparsjóð leikara. Þarna hittust tveir heimsfrægir dægur- lagasöngvarar, Frank Sinatra og Ðinah Shore. Bob Hope sagði gamansögur af við- skiptum við hinn gamla félaga sinn á sviðinu, Bing Crosby, en June Allyson og Debbie Reynolds hlustuðu með at- hygli. Nýja stjarnan, Tony Perkins, brosti sínu breiðasta brosi til einnar hinna yngstu kvikmyndaleikkvenna, Valeriu Allen. „Stórkostlegar P A U L A N K A . ‘1-k AÐ yerður varla sagt, að p' þeir bandarískir dægur- lagasöngvarar, sem eru í mest- um metum í heimalandinu, njóti .mikilla vinsælda í Frakk- landi. Þó er ein undantekning: Paul Anka. Hvert sinn, sem hann kemur til Parísar, fær hann aldeilis stórkostlegar við- tökur. Stórkostlegar, — en ekki alltaf að sama skapi þægilegar. Til dæmis bar það einu sinni við, þegar hann heimsótti að- dáendaklúbb sinn í Versailles, að hann var umlcringdur mörg- um hundruðum unglinga, áður en hann komst inn í ldúbbinn. Paul og Mylene Demongeot. móttökur" Það lá við, að Paul yrði fyrir meiðslum i gauraganginum. Hann komst upp á vörubíl og reyndi að flýja á honum, en Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.