Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 16
AÐ FITJA UPP. Þegar prjónaðar eru flíkur, svo sem peysur osf hosur, er nauðsyn- legt að fitja pannig upp, að fitin .gefi vel eftir, Bezta ráðið til þess er að fitja upp á 2 prjóna saman, draga sfðan annan prjóninn úr og teygja á fitinni; verður hún þá jöfn og laus. AÐ PRJÓNA. Nauðsynlegt er að velja réttan prjónagrófleika fyrir garnið, til þess að flikin verði hvorki of fast né laust prjónuð. Venja er að prjóna brugðningar fastar en slétt — og mynzturprjón. Algengt er fyrir þráðagarn að prjóna brugðninga á prj. nr, 2.% og slétt — og mynztur- ■ prjón á prj. nr. 3. AÐ AUKA ÚT LYKKJU. : Tekið er upp band milli lykkna, það síðan látið á vinstrihandar- prjón og prjónað þannig, að það snúist. Það er gert, til þess að ekki komi gat eftir útauknu lykkjuna. Einnig má nota aðra ágæta aðferð, en hún er þannig, að prj. er ofan í lykkju frá seinustu umferð. AÐ SAUMA SAMAN PRJÓN. Bezt er að sauma prjónaflikur á börn saman i höndum. Dragið allt- af 1 þátt úr garninu, sem saumað er með. Það er gert til þess, að þráðurinn verði snúðlinari og mýkri. Einnig verður saumurinn þá þynnri. Venjuleg aðferð við að sauma saman brugðninga er að lykkja eða varpa brúnirnar saman frá röngu. Garðaprjón er bezt að lykkja sam- an frá réttu. Sléttprjón má einnig lykkja saman, séu brúnirnar sér- staklega jafnar. Ágæt aðferð er að sauma prjón saman með aftursting, og má þá gjarnan pressa út sauma lauslega frá röngu. , AÐ TAKA UPP LYKKJUR. Sjálfsast er nð taka unn Ivkkiur It. d. fyrir hálsmáli) m»ð hvi að drasa hráðinn af hnvkh'nnm nnn með prjóni os mynda þannis Ivkkj- ur. en ekki taka upp laus bönd á prióninn. Þesar teknar eru unn Ivkkiur á sléttu prióni, er bezt að fara i ekta lykkiu eða bosa unn. Ef við athns- um priónið nákvæmlesa, sjáum við, að bogarnir liggja ýmist upp eða niður. AD PELLA AF. Venjuleg affelling er gerð þann- ig. að priónaðar eru tvær lykkiur yfir á hæsrihandarprjón os siðan innri lykkjunni steynt yfir bá ytri og þannig koll af kolli. Sjálfsagt er að prjóna lykkjurnar eins og ]>ær liggja fyrir — eða slétt það, sem slétt er, og brugðið það, sem brugð- ið er. Nauðsynlegt er, að affelling sé frekar laus, þar sem oft reynir nokkuð á hana. Þegar um úrtekningu er að ræða, eru 2 I. prjónaðar saman, visar þá lykkjan til hægri. Einnig er hægt að taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna þá næstu og steypa siðan óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu; vísar lykkjan þá til vinstri. Þessi úrtaka er sjálfsögð, þar sem 2 I. eru tcknar úr hlið við hlið; vísa þá lykkjurnar hvor á móti annarri. AÐ PRESSA PRJÓN. Pressið alltaf laust frá röngu, og látið rakann frá stykkinu þorna sjálfkrafa. Framhald á bls. 21. pP niifa o gr trelill Þessi hlýlega húfa er prjónuð úr „mohair“-garni. Einnig trefillinn. Mynztur: 1. um. * 1 1. sl. og 1 I. br. * endurtakið frá * til * um- ferðina á enda. 2. umf., prjónuð eins. Endurtakið síðan þessar 2 umferðir. Prjónið á prjóna nr. 4. 16 1. lykkjur prjónaðar með mynzturprjóni, mæla 18 sm. TREFILL. Fitjið upp 44 1., og prjónið mynztur (1 1. sl. og 1 1. br.) 105 sm. Fellið af. HÚFA. Fitjið upp 1., og prjónið mynztur (1 sl. og 1 1. br.) 22 sm. Fellið þá af 1 1. hvorum megin í 4. hverri umferð 8—10 sinnum. Fellið af. Prjónið annað stykki eins. Saumið stykkin saman, og dragið saman kollinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.