Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 23
„Ég vona að það sé ekkert alvarlegt.*1 Klukkan ellefu. Jeanine reyndi árangurslaust að fá mig til að borða. Ég gat það ekki. Ég drakk tvö eða þrjú glös af líkjör, ég taldi þau ekki. Ég þorði ekki að hringja til lögreglunnar, af ótta við að hún setti allt í uppnám yfir því sem kannski vœri svo til ekki neltt „Hún hefir aldrei sagt þér heimilisfang hans?" „Mazettis? Nei. Ég veit bara að það er ein- hversstaðar nálægt Quai de Javel.“ „Ekki heldur nafn á gistihúsi hans?“ „Nei.“ Það hvarflaði að mér að reyna að hafa uppi á gistihúsi Mazettis, en mér var ljóst að það yrði erfitt. Ég kannast við þetta hverfi og þó ég gengi milli hinna ódýrari gististaða og spyrði allsstaðár sömu spurningar, mundu þeir ekki einu sinni svara mér. Klukkan tiu mínútur yfir tólf hringdi Viviane einu sinni enn, og mér gramdist að hún skyldi vekja mér falsvonir í hvert sinn. „Engar fréttir?" „Nei.“ „Það var að fara." Ég lagði á og greip í skyndi hatt minn og yfir- höfn. „Hvert ætlarðu að fara?" „Fullvissa mig um að ekkert hafi komið fyrir hana." Það var allt annað en að hringja til lögregl- unnar. Ég gekk yfir Parvis Notre Dame og inn í garð lögreglustöðvarinnar að húsabaki. Þar var ekki ljós nema í fáeinum gluggum. Ég var kunn- ugur í þessum göngum, sem fótatak mitt berg- málaði í. Tveir menn sneru sér við þegar ég gekk framhjá. Ég opnaðl dyrnar að herbergi hjálpar- sveitarinnar og góðlátleg rödd heilsaði mér: „Jæja! Maitre Gob'llot kominn á okkar fund. Þá er ég viss um að einhver er búinn að játa á sig glæp, eða því um líkt.“ Þetta var Griset umsjónarmaður, við höfum þekkzt lengi Hann stóð upp og v:ð tókumst í hendur. Þeir eru hér þrír í stórum sal og á skipti- borðinu eru holur í hundraðatali. Annað veif'ð kviknar ljós á stóru korti af París, sem komið er fvrir á veggnum. ; Þá er stungið takka i einhverja holuna. „Sa:nt Victor hverfið? Er þetta þú. Colombani? Varðbíll þinn var rétt að fara Nokkuð alvarlegt? Ekki ? Götuóeirðir? Allt í lagi.“ Fréttum af öllu sem gerist á götum Parísar, er stefnt hingað. Hér reykja varðmennirnir pípu ?ína eða vindling og einn þeirra hitar kaffi á gas- vél. Það minnir mig á að Yvette var að tala um að kaupa sér gasvél, einn morgunn fyrir lifandi löngu. Ég var að klæða mig, sljór af þreytu. „Má bjóða þér bolla, Maitre?" Þeir vita ekki hverra erinda ég hef getað komið, þó þetta sé ekki í fyrsta skipti sem ég heim- sæki þá. „Má ég nota simann ykkar?" „Taktu Þennan. Það er bein lína út.“ Ég valdi mér númerið á Qual d‘ Orleans. „Það er ég. Nokkuð nýtt?“ Auðvitað ekki. Ég gekk til Griset, hann hefir burstaskegg á efri vör og í það hafa vindlinga- reykingar myndað dökkan hring. „Hefir þú fengið fréttir um slys eða því um líkt, sem hent hafi unga stúlku?" „Ekki siðan ég kom á vörð Bíddu." Hann leitaði i dagbók með dökkum spjöldum. „Hvað er nafnið?" „Yvette Maudet.“ „Nei. Ég sé að einhver Berta Costermans hefir veikzt á götunni og verði flutt á sjúkrahús. en hún er belgisk og Þrjátíu og niu ára gömul.“ Hann spurði mig einskis. Ég horfði á ljósln sem kviknuðu á Parisarkortinu. sérstaklega gaf ég gætur að Fimmtánda gæzlusvæði, það var Javel hverfið. Mér kom til hugar að hringja til Citroén verksmiðjanna, en nú voru allar skrif- stofur lokaðar og á verkstæðunum mundu engar upplýslngar vera gefnar. Jafnvel þótt þelr segðu mér að Mazetti væri við vinnu sína, var ég ekki viss um að mér yrði neitt rórra við það. Hvað hefði það að þýða. „Halló, Grandes Carriéres, hvað hefir komið fyrir þarna? Hvað? ... Já ... Ég skal senda þér sjúkrabíl ...“ Hann sneri sér til min. Það var ekki kona, heldur Norður-Afrikumaður, sem hafði verið stunginn. Ég sat á borðröndinni með hattinn aftur á hnakka, lét fæturna dingla og drakk kaffi úr bolla sem einhver hafði rétt mér. Svo var mér ómögulegt að sitja kyrr og fór að ganga um gólf „Hvernig er þessi stúlka?" spurði Griset hálf forvitinn. en allur af vilja gerður að hjálpa mér. Hvað átti ég að segja honum. Hvernig átti ég að lýsa Yvette? „Hún er tvitug en litur ekki út fyrir það. Lág- vaxin og grönn, hún er I kápu úr bifurskinni og hárið bundið upp 1 tagl.“ Ég hringi aftur til Jeanine. „Það er ég aftur." „E'kkert enn.“ „Ég er að koma." Ég kærði mig ekki um að halda sýningu á hugarástandi minu, og mér leið verr hérna, Þar seu ljósin blossuðu upp á fimm mínútna fresti, heldur en heima á Quai d' Orléans. Þeir skildu mig og Griset mælti: „Ef ég verð einhvers vísari, skal ég hóa til þin. Verðurðu heima?" „Nei.“ Ég skrifaði heimilisfangið á Quai d‘ Orleans ásamt símanúmerinu og fékk honum. Hvað er feng'ð við það að lýsa næstu nótt í smáatriðum? Jeanine opnaði fyrir mér. Hvorugt okkar háttað'. V:ð sátum sitt I hvorum hæginda- stóli i dagstofunni, horfðum á simatólið og stukk- um á fætur í hvert sinn er leigubifreið rann fram- hjá gluggunum. Hvernig sk'ldlst ég við Yvette um hádegið? Ég reyndi að rifja Það upp, en ég var búinn að glevma því. Mikið vildi ég geta náð aftur s’ðasta augna- tilliti hennar, þá gæti ég kannski fundið þráðinn að nýju. Loks sáum við b’rta af degi. en þá var Jeanine búin að detta út af, hvað eftir annað Ég hefi ef til vill gert það iíka, án þess að vita af þvi Þegar hún var að hita kaffið um áttaleytið. sá ég út um giuggann hvar drengur kom á reiðhjóli, með blaðaböggul undir hendinni. Mér datt í hug að kaupa eintak. Verið gat að ég fengi þar fréttir af Yvette. Jeanine leit á blaðið yfir öxl mér. „Ekkert." Bordenave hringdi til min. „Hefirðu gleymt að þú átt að mæta hjá at- vinnumálaráðherra klukkan tiu?“ „Ég get ekki komið þangað." „En aðrar ákvarðanir?“ „Sjá þú eitthvað fyrir þeim." Svo kynlega vildi til, að ég varð ekkl til Þess að gegna i símann þegar rétta kallið kom. Það var Jeanine. „Andartak. Já. hann er hér. Gerið svo vel.“ Ég leit til hennar spyrjandi augnaráði, og skildi þegar að hún vildi helzt ekkert segja mér. Ég hafði varla tekið heyrnartólið, er ég heyrði að hún brast i grát að baki mér. „Þetta er Gobillot." „Þetta er Tichauer umsjónarmaður, Maitre. Næturvörðurinn lagði fyrir mig að hafa samband við vður ef —“ „Já. Hvað hefir komlð fyrir?" „Þér sögðuð að hún héti Yvette Maudet, var það ekki? Aldur tuttugu ár, fædd í Lyon. Stúlkan sem síðastliðið ár —“ „Já ...“ Ég stóð eins og steingervlngur og hélt niðri 1 mér andanum. „Hún var lögð til bana I nótt, á Hótel de Vllna hjá Quai de Javel. Þegar morðinginn hafði flækzt um nágrennið i nokkrar klukkustundir, gaf hann sig sjálfur fram á lögreglustöðinni við Rue Lacordaire Varðbillinn fór á staðinn og fann hina myrtu i herbergi þvi, er hann hafði visað til. Maður þessi vinnur i verksmiðju. heitir Mazettl, og hefur játað verknaðinn afdráttarlaust." Mánudagur, 26. des. Seinna frétti ég nánar um þetta allt, og blöðin eru enn að ræða morð’ð Þau birta nafn mitt I sambandi við það, með stóru letri. Ég hefði getað komið I veg fyrir það ef ég hefði kært mig um. Luciani starfsbróðlr minn var skipaður verjandi Mazettis, og simaði til mín þegar eftir útnefn- inguna. Sjálfum er Mazetti sama hvað um hann verður, hann valdi fyrsta ítalska nafnið á lög- fræðingaskrái þeirri sem réttaryfirvöldin fengu honum. Luciani vildi fá að vita hvort hann ætti að reyna að halda minu nafni utan við málið Ég afþakkaði það. Yvette var nakin er þeir fundu lik hennar, hún lá i mjóu jár'nrúmi með sár á vinstra brjósti. Ég fór þangað. Sá hana áður en þeír fóru burt með hana Ég sá herbergið Sá gistihúsið, þar sem allir stigar voru fullir af fólki sem hún var hrædd við. Ég hitti Mazetti og v’ð horfðumst i augu. Það var ég sem varð fyrri til að líta undan. Ekki vott af iðrun að Sjá i svip hans. Hann staglað’st á því sama við lögregluna, við réttaryfirheýrsluna, við verjanda sinn: „Hún kom: Ég bað hana að vera kyrra, og þegar liún vildi fara, kyrrsetti ég hana.“ Svo hún hafði þá viljað hverfa aftur til Quai d'Orleans. Hún hafði ver’ð ákveðin i að fara til Javels fyrst, og í herberginu fannst þykk, norsk ullarpeysa, — karlmanns — alveg eins og hún átti sjálf. Það hlýtur að hafa átt að vera jólagjöf hennar. Pappa- kasslnn utan af henni, með nafni verzlunarinnar, var undir rúminu. V'ð Jeanine jörðuðum hana, þvi foreldrar hennar létu ekkert til sin heyra og var þeim þó tilkynnt lát hennar símleiðis. „Hvað á ég að gera vlð eigur hennar?" spurði Jeanine Ég kvaðst enga hugmynd hafa um það, hún mætti taka þær, ef hún kærði sig um. Ég átti tal við forseta dómsins og skýrði honum frá að þar sem ég gæti ekki tekið að mér vörn Mazettis, sem mig hefði þó langað til, mundi ég bera vitni í réttlnum. Hann furðaði á því. Fólk starir á mig, eins og það botni ekki i mér. Vitlaus líka. Þegar ég kom heim frá jarðarförinni, spurði hún mig án þess að vænta samþykkis: „Heldurðu að þú hafir ekki gott af þvi að fara burt úr Paris i nokkra daga?" Ég féilst á það. Hún varð steinhissa yfir svo auðunnum sigri. „Hvert villtu þá fara?“ hélt hún áfram. „Fékkstu þér ekki klæðnað til Cannesferðar?" „Hvenær hugsarðu þér að fara?" „Undir eins með næstu lestarferð sem fellur." „ 1 kvöld." „Allt i lagi." Ég hata hana ekki einu sinni. Mér stendur & sama hvort hún er hjá mér eða ekki, hvort hún talar eða þegir, hvort hún imyndar sér enn að hún haldi örlagaþráðum okkar i hendi sér. Fyrir mín- um sjónum er hún hætt að vera til. „Ef eitthvað kemur fyrir . . .“ skrifaði ég ein- hversstaðar. Ég ætla að senda Luciani starfsbróður mínum þessa þætti. Eí til vill finnur hann i þeim það sem hann kann að vanta til þess að fá Mazetti sýknað- an, eða að minnsta kosti bjarga honum frá mjög þungum dómi. Sjálfur ætla ég að halda áfram að verja úrhrök mannfélagsins. Golden Gate, CANNES. 19. HLUTI VIKAN SP

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.