Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 13
Sveinn Kjarval segir álit sitt á nokkrum atriðum í híbýlamenningu samtímans. HIBYLI og reyndist ekki vek Hitler klippti svo á þann þráS, og upp úr þvi varð alger kyrr- staða i þýzkum húsgagnaiSnaði þar til eftir stríð. Á Norðurlöndum byrjuðu menn að aðhyllast þessa stefnu um 1930. — Hefur þá tekizt að samræma list- rænt útlit og notagildishugmyndina? — Það finnst okkur núna. í fyrstu voru menn með allan hugann við það eitt, að hluturinn þjónaði einungis hinum nyt- samlega tilgangi. Ég tel, að notagildi þess, sem framleitt er nú, sé jafngott, en útlitið aftur á móti mun betra. — Og nú hafa Norðurlandamenn tekið forystuna? — Danir eru stórveldi á þessu sviði, svipað og Frakkar voru í eina tíð. For- vígismaður með Dönum var prófessor Kaare Klint. Hann er nýlega látinn. Ann- ars má segja, að Norðurlandamenn séu yfir- leitt mjög framarlega. Það eru ftalir raunar líka, en þeim hættir til þess að leggja svo mikla álierzlu á formið, að notagildi hlutar- ins bíður tjón af. Þjóðverjar eru að nokkru leyti á annarri linu. Þeirra húsgögn bera keim af fúnkishúsgögnunum siðan fyrir stríð. Það er eins og þeir hafi byrjað að nýju, þar sem Iiitler rauf þróunina. Austan járntjalds er ekki unnt að tala um neina þróun. í Rússlandi var einu sinni til eins konar almúgastíll, en nú er hann tæplega til lengur, heldur er helzt um að ræða fremur leiðinlegan samruna af rokokó- og renaissance'-stil. — Finnst þér viðhorf almennings hafa breytzt til muna, síðan þú komst heim frá námi? — Alveg ótrúlega mikið — og breytzt i rétta átt, mundi ég segja. Það viðhorf gæti þó verið enn betra, ef húsgagnasmiðir slcildu hlutverk sitt. — Hvað vantar á, að þeir skilji? — Þeir þyrftu að hafa nánari samvinnu við húsgagnaarkitekta. Það efldi velgengni Dana fyrst og fremst. — Því verður ekki neitað, að menn gera ýmiss konar glappaskot, þegar þeir ei'u að prófa sig áfram með nýjiíngar án stuðnings fagmanna. Við liöfum séð íbúðir, málaðar með litum, sem skáru í augu, og annað eftir þvi. Hverju finnst þér mest áfátt um frá- gang og innréttingu á nýjum íbúðum lijá okkur? — Fólk virðist miða meira við gestina, sem kunna að koma á heimilið, en sjálft lieimilisfólkið. Menn vilja liégða sér eins ,og enskir aðalsmenn, en ekki sem réttir ög sléttir íslendingar. Fyrir hragðið verður ekki pláss fyrir börnin á heimilunum, og þau verða að halda til á sjoppum. Danir kalla það „herskabslejlighed“ að hafa þrjár stofur samliggjandi. Sú tilhneiging liéfur verið sterk hér, en ég held, að þetta sé að Framhald á bís. 26. ■ >„• 5i».

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.