Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 4
HANS BAUR ÉG FLAUG P MEÐ VALDAMENN HEIMSINS ÐALPERSÓNA þessarar frásagnar, Hans Baur kapteinn, er flugmaö- ur aö atvinnu. Hann geröist sjálfboöaliði í fyrra stríöi, þá nítján ára gamall, síöan póstflugmaöur og þá flugstjóri á Alpafjalla-leiÖ- inni ( hann var einn hinna fyrstu flugmanna til aö fljúga hundraö sinnum yfir Alpafjöll). Hitler kallaöi hann fyrir sig áriö 1932 og réö hann einlca- flugmann sinn. AÖ dómi Hans Baur var „der Fúhrer“ hvorki afburöa- maöur né brjálœöingur, þjóöamálaskörungur né glæpamaöur, —- hann var einfaldlega vinnuveitandi, maöur, sem fyrst og fremst fól honum aö fljúga mikiö og hann reyndist trúr allt til hinna mikiu endaloka. Frá þessu og ýmsu ööru, sem fyrir hann bar á flugmannsferli hans, þegar hann flaug meö marga af þeim mönnuyn, sem licezt bar á þessum tíma, segir Hans Baur í bók, sem tiann skrfiaöi, eftir aö hann var látinn laus úr rússnesk- um fangabúöum, þar sem liann haföi setiö í tíu ár. Bólcin heitir: Ég flaug meö valdamenn heimsins. Þegar fyrri heimsstyrjöld hafði geisað nokkra mánuði, — ég var þá seytján ára gam’all, — skrifaði ég keisaranum bréf og bað hann leyfis um að fá að ganga i flugherinn. En það var ekki fyrr en tveimur árum siðar, sem þessi ósk mín rættist. Eftir að þjálfuninni var lokið, gerðist ég könnunarflugmaður á AE’G-flugvél, sem var afbragðsgóð vél og síðasta meistaraverk tækninnar. Hún gat komizt í 1100 metra hæð og náð 140 kilómetra hraða. Þessari vél og öðrum slíkum „kössum” flaug ég allt til stríðsloka, og var það mér hin bezta þjálfun. Að stríði loknu, þegar reglu- iegt póstflug var í fyrsta skipti hafið (1919), var ég ásamt fimm öðrum flugmönnum valinn úr hundrað manna hópi til Þess að fljúga einni af áætlunarvélunum. Þegar Versalasamningurinn kom til framkvæmda, fékk Þýzkaland i sinn hlut átta flugvélar til almennra afnota. Vegna reynslu minnar sem ílugmanns var ég ráðinn ásamt tveimur öðrum flugmönnum til Bayerisches Luftlioyd, en þaö félag hafði á að skipa fjórum flugvélum: einni tveggja sæta og þremur þriggja sæta, sem samanlagt gátu flutt sjö farþega. 1 vígslufluginu, sem flogið var án farþega, eyðilagðist ein flugvélin, svo að þá voru eftir aðeins þrjár. Hin minnsta þeirra, — það var Albatros-vél, sem náði 120 kílómetra hraða, — var jafnvel fjóra eða fimm tíma að komast þessa tvö hundruð kilómetra leið, ef mótvindur var. En farþeginn, sem sat milli flugmannsins og skrúfunnar, ýmist gubbaði iifur og lung- um eða nötraði og skalf af tilhugsuninni um farangur sinn, sem hnýttur var með ólum utan á skrokk vélarinnar, annaðhvort undir eða til hlið- anna, þar sem ekki var um annað rúm að ræða. Oft kom fyrir, að vélin lak oliu, sem vindurinn þeytti auðvitað beint framan í farþegann og flug- manninn. — Það var hreint ekki auðvelt að halda viðskiptavinunum. Eftir tveggja ára hetjulega baráttu fyrir tilveru sinni var Luftlloyd innlimað í Junkers, sem síðar meir tók í notkun fyrstu farþegaflugvélina, er um getur i veraldarsögunni. Það var F 13. Hún gat tekið — auk flugmannsins — fimm farþega og var lokuð, svo að ekki var lengur hætta á, að olíulekinn lenti í andlitum manna. Fyrsti „valdamaður heimsins”, sem flaug með mér, var EUGENIO PACELLI, sem síðar varð Píus páfi XII. Árið 1923, þegar helgileikarnir í Oberammergau stóðu yfir, var mér falið að fljúga með hann þangað frá Miinchen. Hann hafði mjög mikinn áhuga á öllu, sem varðaði flug, en hafði aldrei áður stigið upp í flugvél. Að kvöld þess sama dags, þegar ég flaug með hann til baka, fór ég í stórum sveig yfir Alpafjöll til að sýna honum sólarlagið þar (eins og mér hafði verið skipað) og hreifst hann mjög af þeirri sýn. Hann sagði mér, að þessi dagur mundi verða sér ógleymanlegur. Hans Baur ásamt aldinni móður sinni, þegar hann kom úr fanga búðum í Rússlandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.