Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 15
tvisvar gegndi hún hlutverki í sama harmleiknum - en hlutverkið var bara ekki hið sama i bæði skiptin, og mót- leikarinn ekki heldur. — Já, en góBa min, sagði hann og var allt i einu orðinn hlægilegur, liggjandi á hnjánum fyrir framan auðan stól ... — þú veizt þó ... Hún tók fram í fyrir honum: — Nú hefur þetta staðið i iieilt ár, sagði hún. Við vitum, að við elskum hvort annað. Þetta er ekki skyndi- ævintýr, sem rýkur sporlaust frá manni aftur, eins og við vonuðumst til í fyrstu Ég elska þig. En maður getur ekki lifað af tilfinningunum ein- um saman. Hann brosti dreymandi og varð kjánalegur á svipinn. Hann hélt áreiðanlega, að hægt væri að lifa á tilfinningunum. — Það þarf meira en þær einar til hinnar raunveruiegu ástar, sagði hún, — 1 það minnsta fyrir mig. Ég get ekki haldið áfram að etska þig, ef ég fæ ekki að vera með þér. Ég veit vel, hvað þú munt segja um fjárhagshlið'na, um skyld- ur þinar, bæði siðferðilegar og þjóðfélagslegar, um hve dýrt það er og af hve litlu við verðum að lifa. Ég hef heyrt það allt áður. En ég hef ekkert á móti því að þvo upp og sauma fötin mín sjálf. Ég er vön sparseml, og ég kýs mér ekkert fremur en stoppa í sokkana þina og sjá um matinn ... Nú var það hann, sem sló hana út af laginu. Hann stóð á fætur einbeittur á svip og virtist ekki hlusta á það sem hún sagði. — Róbert, sagði hún örvæntingarfull, þvi að þetta var alvarlegt, mjög álvarlegt. — Róbert! — Ég held, að börnin séu vöknuð, sagði hann. — Ég neyðist víst til ... Þú veizt, ég er aleinn heima, og hugsaðu þér, ef þau kæmu hingað. Ég kem aftur eftir andartak, elskan mín. Hann stóð upp, gekk út og lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. Hún horfði undrandi á hann, þvi að hún átti ekki börnin. sem hann hafði talað um. Svo snerist hún á hæli, þreif keramik- skál af arinhillunni, kastaði henni af öllu afli í gólfið, svo hún fór i þúsund mola, og tveimur minútum síð- ar hafði hún yfirgefið húsið. Hún gekk úr eln- býlishúsahverfinu heim í litla leiguher- bergið sitt í húsinu við þröngu götuna. Þegar hún kom að húsdyrunum, var henni runnin reiðin, — nú leidd- ist henni, að þetta skyldi hafa gerzt. Hún var lika svo þreytt, að henni fannst ferðin upp á fjórðu hæð lengri en gangan gegnum borgina. Þessi kona, hugsaði hún milli annarrar og þriðju hæðar, hlýtur að vera hamingjusamasta kona i heimi Róbert var maðurinn hennar, börnin hans voru hennar börn, og húsið hans hennar hús. Hún hafði allt, sem hægt var að hugsa sér. Og það launaði hún með því að hanga þannig á honum, að hann vildi heldur deyja en eiga i einhverjum útistöðum við hana, heldur fórna öllu en eiga það á hættu, að hún hlypist á brott með helm- inginn af húsinu, húsgögnunum, börnunum, fyrir- tækinu, peningunum. Á þessu andartaki gleymdi hún samt ástinni til hennar sjálfrar, sem hún á öðrum tímum hafði talið sér trú um, að hefði mesta þýðinguna. Þvi að það var staðreynd, að hin konan hafði allt hitt, sem hún óskaði sér, og ekki einu sinni ástin, sem allt sigrar, gat tekið það frá henni. Húsmóðirín be:ð eftir henni og skýrði frá þvi, að karlmaður b'ði hennar. Andartak barðist hjart- að í brjósti hennar eins og það ætlaði að bresta. Hafði hann farið út i bílinn sinn og ekið hingað á undan henni? Hafði honum skyndilega skilizt, að ekkert í heiminum hefði nokkra þýðingu nema ástin til hennar? Lét hann loksins skynsemina ráða? En svo var ekki. Það var Hans, sem beið hennar, — bernskuvinur, sem hún fór með i bíó einu sinni cða tvisvar á ári, þegar hún hafði ekkert annað að gera, aðallega vegna þess, að bæði for- eldrar hans og hennar glöddust svo mjög, þegar þeir heyrðu, að þau Hans hittust enn reglulega. — Það var gott, að þú komst, sagði hann og leit út eins og hann hefði orðið fyrir slysi. — Það er dálitið, sem ég verð að ræða um við þig. Ég veit hvorki upp né niður og hef ekki vitað mitt rjúkandi ráð í allan heila dag, og nú varð ég að tala við einhvern um þetta, og þá datt mér þú i hug. VIKAN S M Á S A G A hef aldrei elskað svona fyrr, sagði hann. £ Hún leit á hann úr hinum enda stofunnar, pirðl augun ofurlítið saman, og það vottaðí fyrir brosi á vörum hennar. — Ég trúði ekki á það, sagði hann. — Ég hélt, að slíkt ætti sér aðeins stað í skáldsögum eða kæ.ni aðeins fyrir öðruvisi fólk en við erum, —- fólk, sem hefur ekkert annað að gera. Mig hetur ekki órað fyrir, áð ég gæti elskað eins og ég elska þig. Hún dró andann djúpt og svaraði ekki. Hjartað barðist í brjóstinu, og hún fann, að varirnar skulfu Hún var tvitug og hafði alltaf vitað, að einmitt svona — bg aðeins svona — gæti hún elskað, — eldheitt og ástríðuþrungið. — Og hugsa sér, Lísa, að þú skulir vera hérna heima í stofunni minni. Lisa kinkaði kolli og leit i kringum sig. Hún hafði alltaf ímyndað sér stofuna hans einmitt Bvona, — rúmgóða með þægilegum húsgögnum, þykkum gólfteppum, málverk i viðamiklum römmum og þykkar bækur i skinnbandi. Allt benti til góðs og trausts smekks. en ekki sérstakrar hugmyndaauðgi, líka til góðrar fjárhagsafkomu og löngunar til að láta þá staðreynd koma í ljós. — Ástin mín, sagði hann, og augu hennar hvörfluðu frá húsgögnunum á hann sjálfan. Hún horfði í alvarleg augu hans, tók eftir höndum hans, sem snertu við henni, eins og þær óttuðust, að hún mundi hverfa, sá munninn, sem brosti, meðan hann sagði þessi alvarlegu orð. Og attur tók hjarta hennar kipp, og aftur elskaði hún hann svo heitt, að allt annað virtist hverfa i skugga. Þannig var það alltaf. Þannig hafði það verið S næstum heilt ár í hvert sinn, sem hann horfði svona á hana, brosti þannig til hennar og sagði þessi orð, — einnig þótt þau rifust, og það gerðu þau oft, þvi að þatf elskuðust svo heitt, að það virtist eðlilegt eins ,og náttúrulögmálið, að þau yrðu ósammála um kvikmynd, veitlngastað eða kjól, sem hún hafði- keypt fyrir skrifstofulaunin, sem hún þrælaði fyrir með súrum sveita. En eitt bar á milli: Þau elskuðu ekki á sama hátt, hvort fyrir sig. Hann var hreykinn eins og skólastrákur yfir þessum siungu tilfinningum, sem hann bar i brjósti, — hún fór fram á meira. Hún vildi, að tilfinningarnar yrðu að áþreifanlegum hlutum, sem hún gætl tekið á og fundið. Hún hafði reynt að skýra það fyrir honum eitt sinn. Og þegar hann kom vikuna eftir og færði henni að gjöf hálsmen, sem var að verðmæti svipað og árslaun hennar, varð hún öskuvond og henti því í höfuð honum, — svo að á eftir varð hún að setja plástur á enni hans, þar sem menið særði hann, og reyna svo að skýra þetta aftur. — Hugsa sér, ef ég gæti haft þlg hérna alltaf, Lísa, sagði hann. — Hugsa sér, ef við gætum elsk- azt svona á hverjum degi, ... alltaf. Það hlyti að vera hreinasta paradís. Aftur pirði hún augun, leit á hann og taldi kjark i veikt hjartað, reyndi að bægja burt öllum tilfinningum og hinni miklu ást. Hann hafði djúpa bassarödd, sem gat sagt þessa hluti svo, að hvert stúlkubarn bráðnaði undan orðunum. Hann hafði dökk og bliðleg augu, sem voru svo hreinskilnis- leg, að enginn vafi var á, að honum var það al- vara, sem hann sagði. Þar að auki lá hann á hnjánum fyrir framan hana. Þetta var allt mjög rómantískt. En ... Hún stóð á fætur, leit í kringum sig og valdl sér fitæðl fyrir framan arininn, eins og hún hafði séð kvenhetjurnar i leikritunum gera við svipað- ar aðstæður. •— Það er mjög auðvelt að koma þvi i kring, Róbert. Það verða engir erfiðleikar með það. AÖeins ef þú segir eitt orð, kem ég hingafl. 14 — Misskildu mig ekki, sagði hann. — Ég ásaka þig ekki fyrir neitt. Þetta var allt öðruvísi áður ... gera hlutl á eigin spýtur og tll að hagnast á þeim. Hann hefur tækifæri til að vera sjálfs sin herra. ef hann hefur til að bera það afl, sem til þarí. Hans stóð kyrr á miðju gólfi með opinn munn- inn. — En hve Þú ert gáfuð, sagði hann. — Humm, sagði Lísa aftur, þvl að i þetta sinn vissi hún varla, hvað hún sjálf hafði sagt. Styrk- ur. Ha-ha. Róbert, sem var skithræddur við kon- una sina. — En mér gremst það lika að hafa eytt hellum fjórum árum í námið án Þess að græða nokkuð á þvi. — Eytt? spurði Lísa. — Já, ef ég hætti núna, sagði Hans. — Þú ert ekki með öllum mjaíla, sagði LLsa. Menn hlaupa ekki frá námi, þegar aðeins eitt ár er til prófs. Ekki nema eitthvert slys verði. — Ekki þegar mönnum er boðin góð staða og há laun? — TIl þess að þeir, sem bjóða stöðuna, geti fund'ð, að menn hlaupi upp til handa og fóta, bara ef þeir lyfta litlafingri, sagði Lisa — Nei, drengur minn. Ég hélt, að þú værir skynsamari en þetta. Þú skalt sjá til, að launin verða hækk- uð um helming, ef þú hefur próf. Hans lokaði munninum, strauk yfir hár sér og dró andann léttar. — Þakka þér fyrir. Ég gat ekki tekið ákvörðun sjálfur. Lisa þagði, en hann gekk um gólf, og ræddí íramtíðaráform sin og fjárhagslega möguleika — fremur við sjálfan sig en hana Bara, að þetta gangi nú vel, hugsaði hún, því að annars kemur hann og skammar mig, vegna þess að ég réð honum til þessa. — Ég skal segja þér, sagði hann og nam staðar fyrir framan hana: — Maður verður að hafa konu til að leysa úr öllum hinum erfiðu vanda- málum með sér. Allt skýrist, þegar maður ræðir um það við annan. Finnst þér ekki? Og svo gæti verði gaman að eiga konu Hún mundi vera þátt- takandi i vandamálum manns — á allt annan hátt en foreldrar eða vinir. — Þér veitir víst ekki af einhverju til að hressa þig á, sagði Lisa. — Viltu tebolla? — Ertu líka húsmóðurleg? spurðí hann. Hún tók þetta mjög alvarlega. Auðvitað vantaði hina miklu ást, en hún komst að þvi, að 24 tímar sólarhringsins eru svo hlaðnir órómantiskum at- burðum, að það hefði tæplega verið mikill tími aflögu. Og það var líka hægt að taka þetta al* varlega án ástarinnar. Það var ekki eftir neinu aö biða. Þau höfðu þekkzt árum saman. Foreldrarnir urðu hreyknir, og brúðkaup var haldið, áður en Róbert hafði fundið nægjanlega afsökun fyrir brotnu keramik- skálinni. Lisa og Hans fluttust inn í eins og hálfs her- bergis íbúð með þau húsgögn, sem þau höfðu áður haft hvort í sínu herbergi. Hann fékk heila herbergið, því að hann var alltaf heima að lesa, — hún hið hálfa, þvi að þegar hún Var heima, var hún hvort sem var oftast i eldhúsinu. Hann Lisa íór úr yfirhöfninnl og hlustaði aðeins á hann með öðru eyranu. En Hans tók ekkert eftir þvi. Orðin streymdu eins og stórfljót af vörum hans. Nú var hann bráðum orðinn tuttugu og fimm ára, og hvað var hann? Fyrst hafði hann gengið í skóla og vaxið upp úr öllum fötunum sinum Svo hafði hann gengið I herinn Síðan herþjónustunnl lauk, hafði hann stundað nám og orðið að vinna með því, vegna þess að faðir hans haíði ekki ráð á ... Guð má vita, hvað hann hefur sagt, þegar hann kom niður og sá, að ég var farin, hugsaði Lísa. — Og nú verður þú að gefa mér ráðieggingar, sagði Hans. — Humm, sagði Lisa, sem ekki hafði he.vrt síðustu orð hans. — Öll framtíð min er i veði, hélt Hans áfram. — Með svona mikla peninga í höndunum get ég farið að klæðast sæmilega, haft ráð á að fara út að skemmta mér og meira að segja kvænzt. En á hinn bóginn: Er rétt að hlaupa frá náminu, Þegar ég get tekið prófið eftir eitt ár eða svo og eftir það fengið stöðu, sem er enn betri en Þessi. — Segðu mér þetta einu sinni enn, en talaðu hægt. svo að ég geti fengið tima til að hugsa um það. — Já, sagði Hans En það stoðaði ekkert. Hugsanir hennar snerust til keramikskálarinnar á gólfinu og Róberts á hnjánum fyrir framan auðan stólinn. Hún brosti, en var svo nærri farin að skæla og gerði sér upp hósta til að leyna því. — Á þessum tímum getur maður ekki leyft sér að láta tilfinningarnar hlaupa með sig i gön- ur. Maður verður að komast út í sviðskiptalífið, ef maður á að standa sig. Og ég veit ekki, hvort ég fæ svona tækifæri aftur ... — Auðvitað færðu það, sagði Lisa, þvi að það hafði Róbert líka sagt einu sinni. — Þtfð hlýtur að vera óþolandi að vera launaþræll og embættis- maður. Kaupsýslumaður hefur möguleika til að tók prófið, en hún vann úti Hún kvaðst geta hætt að vinna, þegar prófið væri fengið, en það gerði hún reyndar ekki, því að á eftir keyptu þau húsgögn i þriggja herbergja ibúð, og elnnig þurftl Hans á sínu af hverju að halda til þess að verða ekki til skammar fyrirtækinu, sem sá í honum gott efni i næsta aðstoðarforstjóra. En i fyllingu timans, þegar allar aðrar ósklr vortf uppfylltar, hætti hún að vinna og snerl sér þeSs i stað að því að eiga tvö börn, sem henni tókst á tæpum tveim árum. Það voru drengur og stúlka. Þegar börnin voru orðin það stór, að þau þurftu að fá sérherbergi, hafði Hans svo góð laun, að þau gátu keypt hús, og Lisa byrjaði aftur að velja sér húsgögn. Hún hafði ákveðinn smekk og valdi allt eftir honum. Hreinar linur og litir, en ekkert ýkt. Nútimamálverk án ramma, létt teppi á gólfum. Allt bentl til góðra efna og algers til- litsleysis til þess, sem öðrum fannst. Lisa var mjög ánægð. Framhald á bls. 29. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.