Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 7
stúlkur sýndu honum blíðuhót. Það hafði ekki komið fyrir, síðan Svana ... Baldur fékk sting í hjartað, og tárin komu fram í augu honum. Stúlkan hopaði eitt skref aftur á bak, skellti saman lófunum og sagði: — Og orðinn svona stór og myndarlegur! Þú varst nú ekki stór, elsk- an, þegar ég sá Þig síðast. — Baldri -svelgdist á munnvatni sinu. — E- e- en hver ert Þú? — stundi hann upp alveg ruglaður. — Ég! Nú auðvitað hún móðir þín, drengur. Hver hélztu annars, að ég væri? — En, — en Þú ert svo ung, hlýtur að vera yngri en ég. — — Nú, hefur hann afi Þinn ekki sagt Þér frá því? Hérna megin eldist maður ekkert. Eg er jafngömul og þegar ég flutti. Þá var ég tuttugu og fimm ára. Líttu á hann afa þinn. Hann var tæplega sjötugur, þegar hann fór. Síðan eru þrjá- tíu ár. Sá væri nú orðinn roskinn, ef hann hefði elzt allan tímann! ömmu þinni finnst hann víst nógu gamall. Nú kom hin unga stúlkan út úr dyrunum. Hún kyssti Baldur mjúklega á vangann. — Ég er amma þin, drengur minn. Ég var um þrítugt, þegar ég flutti. Oft hef ég óskað þess, að afi þinn væri ögn yngri, en það tjáir ekki að deila við dómarann. — Baldur var alveg orðlaus. Hann fékk sig ekki til þess að segja mamma og amma við Þessar ungu konur. Hann var feginn, þegar kveðjunum var lokið og þau öll setzt inni í stofu yfir rjúk- andi kaffibollum. Að kaffidrykkju lokinni gengu þau út i kvöld- blíðuna. Innan við þorpið var vöxtulegt skógar- kjarr eins og í firðinum heima. Þaðan hljómuðu angurværir harmoníkutónar. Ungur maður sat á Þúfu og fitlaði við nótnaborðið á harmoníkunni. Ung stúlka hallaði sér upp að öxl hans. Hún stökk á fætur, þegar hún sá, að fólk var að koma. Amma sagði lágt, næstum í hálfum hljóðum, eins og afsakandi: — Ástin er bönnuð hérna, og það er reynt að útrýma henni. Hugsaðu þér, hvi- líkt ástand skapaðist, ef maður flytti að handan, sem hefði verið tvi- eða þrígiftur, og svo biðu allar konurnar eftir honum hérna! Það væri þokkalegt, ef um hjónaást væri að ræða. En þið lifir lengi í gömlum glæðum. Ástin er erfið- asta vandamálið, sem yfirvöldin hér eiga við að stríða. Hún hlítir hvorki boði né banni, en fylgir eigin lögmálum út yfir gröf og dauða. Sjáðu til dæmls unga parið þarna í skóginum. Hann er rösklega tvítugur, hún tæplega. Hann er ný- fluttur, en hún flutti fyrir nálega hundrað ár- um. öll þessi ár hafa ekki nægt til þess að eyða ástarþránni úr hjarta hennar. Ástin er sterkasta aflið í heiminum, jafnvel sterkari en dauðinn. — Fallega brosið hennar ömmu varð viðkvæmt og sársaukafullt. Hún þagnaði og gekk áfram í þungum þönkum. Þau gengu Þögul langa stund. Baldur var að hugsa um Svönu, sem var hinum megin við móð- una miklu. Loks rauf hann þögnina: — Er þá engin leið að fara til baka? Ég meina: — bara í bili. Maður á svo margt ógert.------- Afi þurrkaði augun, — snýtti sér. Röddin var dálitið rám, er hann tók til máls. — Allir eiga eitthvað ógert. Enginn er tilbúinn, þegar stundin kemur. Eh hvenær hefurðu séð nokkurn koma til baka? Við fáum að sækja vini og vandamenn að landamærunum — eins og ég i dag, en lengra komumst við ekki. Milli okkar og þeirra, sem dveljast hinum megin, er óbrúanlegt djúp. — Þau settust í skógarbrekkuna og horfðu út á spegilsléttan fjörðinn, sem glitraði eins og bráðið gull. Sólin maraði hálf i kafi við hafsbrún, sama sólin og heima, heima i gamla Skálafirði. Eða var það sama sólin? Hver vissi það? Baldur frá Bjarmalandi rumskaði. Morfínhöfg- anum létti smátt og smátt. Skyndilega glaðvakn- aði hann. Vökukonan sat við rúmið og dottaði yfir bók. örvæntingunni var sem sópað burt. Hann lá rólegur og kvíðalaus og starði á eitthvað langt handan við hvíta rúmtjaldið, — eitthvað, sem enginn gat séð nema hann. Sá hann kannski gullið sólsetrið í Skálafirði? Eða sá hann eitthvað ann- að? Við því fæst aldrei svar. Baldur frá Bjarmalandi fékk hægt andlát. Pennavinir Káre Havgen, 16 ára, ljóshærður, 174 sm. á hæð, Arnfinn Avne, 18 ára, ljóshærður, 178 sm. ó hæð, báðir á M/T Herdebred, O. H. Holta A/S, Skien, Norge. — Hansína Mr. Halldórs- dóttir, Lögbergi, Eskifirði, Hafdís Þr. Ragnars- dóttir, Hallgrimsdóttir, Eskifirði, Elin Kr. Hjaltadóttir, Bjarka 2, Eskifirði. Þessar þrjár óska eftir bréfum frá 13—15 ára piltum og stúlkum. — Dúfa Ólafsdóttir, Ragnheiður Jó- liannsdóttir og Svala Haralds, allar að Héraðs- skólanum Reykjum, Hrútafirði, og vilja auðvitað skrifast á við pilta 15—19 ára. — Ásta Þorstedns- dóttir, Anna Bjarnadóttir og Inga Kristjánsdótt- ir, vilja skrifast á við unga menn i Reykjavik, 19—23 ára, og þær eru allar í Bifröst, Borgar- firði. — Sverrir Ingibergsson, Guttormur Ey- mundsson, Þorbjörn Jóhannsson, allir að Sam- vinnuskólanum Bifröst, Borgarfirði. — Laufey Engilbertsdóttir, Valgerður Ölvisdóttir, báðar á Skógaskóla, A.-Eyjafjöllum, Rang. — Guðrún Engilbertsdóttir, Vallholti 7, Akranesi, Kristrún Guðmundsdóttir, Akursbraut 22, Akranesi, báð- ar við pilta og stúlkur 16—18 ára. — Ólöf Bessa- dóttir, Garðarsbraut 34, Húsavik, Hrefna Jóns- dóttir, Ásgarðsveg lk, sama stað, Agnes Árna- dóttir, Ásgarðsveg 16, sama stað, Rannveig A. Jónsdóttir, Túngötu 4, sama stað, allar vilja skrifast á við pilta 16—20 ára. Laugalandi, 12. febrúar 1960. Kæra Vika. Við sendum þér nöfnin okkar og heimilisfang um daginn og nöfnin komu í Vikunni, 6. tbl., 11. febr., en þið gleymduð að birta heimilis- fangið, og við urðum fyrir mjög miklum von- brigðum. Við biðjum þig að birta fyrir okkur nöfnin aftur eins fljótt og þið getið. Og heim- ilisfangið er Húsmæðrask. Laugalandi, Eyjafirði. Nína Jónsdóttir, við pilta 21—24, Gerður Guð- varðardóttir, við pilta 22—24, Birna Júlíusdóttir, við pilta 18—‘21, og Anna Gunnarsdóttir, víð pilta 19—22 ára. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.