Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 29
Ég heí aldrei.. Framhald af bls. 15. Hans hækkaði í tign. Hann var duglegur og tók oft verkefnin með sér heim og lá yfir þeim fram á rauða nótt. Launin hækkuðu stöðugt. Hann talaði mikið um starf sitt og framtíð, og stöku sinnum sagði hann, að begar þau hefðu náð svo og svo langt, mundu þau taka dálitla hvíld, — þau yrðu líka að gefa sér tíma til að njóta lífsins. Þá varð Lisa óttaslegin, -— því að hvað var það annað en njóta lífsins að ganga vel og eign- ast falleg börn, byggja hús og leggja peninga ,á banka? En að þessum þönkum undanskildum var Hans aákvæmlega eins og hún hafði hugsað sér hann verða um kvöldið fyrir mörgum árum, þegar hann hafði talað um, hve indæit það hlyti að vera að eignast konu til að ráða fram úr vandamálunum. Hún hafði litið á hann og séð möguleika hans fyrir sér eins og opna bók. Hún þekkti hann svo vel, að hún hafði aldrei veitt því athygli, hve vel hann leit út. Ef hann var vel greiddur og vel klæddur og hafði nokkurn hemil á drengjalegum hreyfing- um sinum, væri gaman að sjá Róbert fara í sporin hans, hugsaði hún með sjálfri sér. Ef hann fengi hina réttu aðstoð og uppörvun, mundi hann verða eitthvað. Og hún ætlaði að muna að fara ekki þannig með hann, að hann yrði eftirlætisbarn sem legðist á hnén fyrir framan auðan stól og segði fallega hluti, en þyrði ekki að fá sér fri- kvöld. Jú, Hans hafði áreiðanlega hina réttu hæfileika, — talsverða metorðagirnd, greind og tilfinningu fyrir, hvernig allt skyldi vera. Þannig leið iangur tími. Kjólar Lísu urðu ögn dýrari, börnin uxu stöðugt, og Hans varð for- stjóri. Lísa sat oft í stilhreinum stólunum sínum, horfði yfir stílhreina stofuna og hugsaði um, hve allt væri gott. Stundum sagði hún það við Hans, og þá leit hann upp frá vinnu sinni og svaraði: „Já, vina min,'1 — en vissi tæplega, hvað hann var að segja. Lísa brosti biíðlega og bjóst ekki við frekara svari. Stundum leit hann líka upp og sagði: „En hve við höfum það gott." En hann sagði það á annan hátt, það var nokkur óró í röddinni. og virtist helzt sem hann segði þetta af bvi, að hann þyrði ekki að segja annað og ósk- aði þess. að Lísa andmælti. Þá svaraði hún: ,.Já, vinur minn“ — og lét sem hún væri niðursokkin i bókina, en hafði auga með honum og sá hann andvarpa ofurlítið. stara út í bláinn, en snúa sér síðan aftur að vinnunni. Skyldi hann hafa ofrevnt sig? spurði hún sjálfa sig og hafði auga með honum næstu mínúturnar. En hann vann án afláts. Hans starfaði skynsam- lega og var ekki af því sauðahúsi, að ofreynsla kæmi til greina. Þegar þau höfðu verið gift í fimmtán ár, dð móðir Lísu Þau tóku sér ferð á hendur til að vera viðstödd iarðarförina, og Lísa varð eftir til að sjá um það, sem gera þurfti í því sambandi, ásamt systrum sinum tveimur. Hún var fiarver- andi í tíu daga og var dauðþreytt. þegar hún kom heim aftur. Fyrsta daginn hafði henni fundizt þetta vera fyrsta frístundin hennar í mörg ár, en tilefnið var síður en svo uppörvandi, og smám saman lagðist ferðin á hana eins og mara, og hún þráði að komast aftur heim til Hans, barn- anna og allra fallegu hlutanna, sem hún átti á heimilinu sínu. Það var enginn heima, þegar hún kom. Hún gekk fram og aftur í stofunni, vegna þess að hún var óróleg og einnig af því að allir smáhlutirnir höfðu verið færðir úr stað um þann sentímetra, sem gerði að verkum, að þetta var ekki lengur smekkleg stofa, heldur herbergi troðfullt af hús- gögnum. Það róaði hana nokkuð að kippa þessu í lag. En hvar var keramikskálin, sem átti að standa á arinhillunni og fór einmitt svo vel þar? Hún háfði gefið Hans hana, þegar hann varð fertugur, og honum hafði þótt svo vænt um hana. Hún settist og starði á auða arinhilluna. Hún starði á auða stólana I auðri stofunni. Og það, sem hún sá, var ofurlitli óróleikinn í augnatilliti manns hennar. Hún veitti því líka athygli núna fyrst, að undanfarið hálft ár hafði hann oft þurft að vera á stjórnarfundum fram á nótt og að hann hafði verið óvenjulega skeytingarlaus gagnvart heimilinu á þeim tíma. Hann kom ekki, fyrr en hún hafði setið þarna í hálfa klukkustund. Hún hafði hjartslátt, en stillti sig. Hún var öskuvond út í hann og sjálfa sig reyndar líka. Ég vil ekki hanga & honum, þannig að hann þori ekki að hreyfa sig, hugsaði hún. — Komdu sæl, Lísa, sagði Hans, fékk sér sæti og tók upp kvöldblaðið. — Ef ég hefði vitað, að þú varst að koma, hefðum við verið heima til að taka á móti þér. Lisa þagði og starði á auða staðinn á arinhill- unni. Hún vildi ekki gera það, en gat ekki að sér gert. Loks tók hann eftir þvi. — Skálin brotn- aði, sagði hann. — Mér leiðist það. Þetta var svo falleg skál. — Nú, sagði Lísa þurrlega, — þú getur líklega fengið aðra skál. — Það er dálítið, sem ég þarf að segja þér, Lísa, sagði hann. — Ég hef notað þessa tíu daga til umhugsunar. Lísa leit upp. — Ég veit, að ég er vanur um að láta þig um ákvarðanirnar. En þetta mál var svo persónulegt, að nú kom til minna kasta. — Einmitt, sagði Lisa og hugsaði um skálina og hvernig hún skyldi hafa brotnað. — Það er erfitt að skvra það út, sagði hann. — En ég vil gjarna skilia við þig. Mér hefur orðið það ljóst, að okkur hefur liðið ágætlega, en þetta hefur samt aldrei verið raunverulegt hjóna- band. Þú mátt ómögulega skilja þetta svo, að ég ásaki þig á nokkurn hátt. Mig hefur ekki skort neitt þessi ár. En nú hef ég náð öllu því, sem ég vildi — eða þú vildir, og nú ætla ég mér að njóta lífsins. — Og það getur þú sem sagt ekki gert með mér, sagði hún og gat ekki hamið beizkjuna í röddinni. — Nei, sagði hann, — vegna þess að ég held ekki, að þú getir notið þess. Þú hefur notið hins, — baráttunnar við að komast áfram. Ég er hrædd- ur um, að þú getir ekki notið hins. Hún varð að bita á vörina til að stilla sig. Hún vildi ekki segja, að þetta væri tillitslaust, — hún hafði sparað og þrælað og beðið, og nú átti að fara að setja hana á einhver sultarlaun. — Auðvitað skilst mér, hvað þú hefur gert fyrir mig, og fjárhagslega skalt þú ekki missa neitt. Þú getur haft húsið og lifað lífinu eins og þú ert vön. — Og hvað um þig? spurði hún. — Ég hef komizt að þvi, að hlutir og peningar hafa ekkert gildi, þegar öllu er á botninn hvolft. Maður hefur aðra skoðun á þessu, þegar maður á peningana ekki til. En þegar þeir eru komnir upp í hendurnar, breytist skoðunin. — Og börnin? sagði hún og hefði getað gefið sjálfri sér kinnhest fyrir að segja það. — Börnin, endurtók hann og brosti. -■ Ég skal segja þér, að fyrstu fimm dagana, sem þú varst í burtu, gerði ég allt, sem ég gat. til að fá þau til að gera skammarstrik. Loks hótuðu þau mér að segja þér frá því! Auðvitað hefur þú börnin, og auðvitað fá þau að heimsækja mig, — og eftir þær heimsóknir getur þú skemmt þér við að venja þau af prakkaraskapnum aftur. Lísa beit á vörina. Það var vottur af brosi í augum hans. Hver hafði kennt honum þetta létt- lyndi? — Auðvitað, sagði hún þurrlega. — Þú ert ung- ur enn og eignast fleiri börn. Um það vil ég segja þér, sagði hann, — að ég hef hitt unga stúlku, sem ég er farinn að elska. Allt það, sem ég hef sagt um þig og mig, hefur fram að því verið sannleikanum samkvæmt, en þegar ég fann hana, skildist mér, að það var ekki annað en slúður. Við höfum þekkzt i um það bil hálft ár, og við giftumst svo fljótt sem unnt er. Hún beit aftur á vörina, og hann leit undr- andi á hana. — Ég segi þér eins og er, sagði hann. — Ég geri ekki ráð fyrir, að þú verðir særð. Við höfum alltaf getað talað saman um hlutina. — Já, sagði hún. . Hann brosti dreymandi. — Ég hef aldrei íyrr elskað eins og ég elska hana. Ég hefði aldrei trúað, að ástin gæti verið þannig, — nema þá I skáldsögum. Lísa stóð á fætur og gekk stefnulaust um stof- una Svo hafnaði hún við arininn af þörf til að styðja sig. — Misskildu mig ekki. Ég saka þig ekki um neitt, sagði hann. — Eltt sinn höfðum við svo mikið að gera, að það vannst ekki tími til hinna meiri tilfinninga. Nú er það breytt. Að vísu verðum við álíka fátæk og þú og ég vorum í byrjun. En það gerir ekkert til. Aðalatriðið er að vera hamingjusamur. Lisa dró djúpt andann og hugsaði um það, að ef til vill hafði kona Róberts verið skynsamari frá byrjun, þegar alls var gætt. Þannig hefði Róbert aldrei komið fram, þótt hann hefði átt lífið að leysa. En Hans gerði það eins og ekkert hefði í skorizt. — Það er hið sanna hjónaband, sagði Hans, — sem fyrst og fremst er byggt á ást. Fyrirgefðu, að ég nefni þetta, Lísa, því að sennilega hljómar það hjákátlega í þínum eyrum. Þú skilur senni- lega ekkert i slíkum tilfinningum. Nú vissi Lísa, að kona Róberts hafði verið skyn- samari. En það var of seint. Hún gat ekki sagt: „Nei, Hans, þetta eru ekkert annað <m draum- órar, sem eiga ekkert skylt við matarreikninga, stórbvotta og bleyjur til þerris á e:na ofninum í stofunni Okkar hjónaband er hið rétta hjóna- band, en þú skilur það bara ekki, — ekki enn þá.“ Það var of seint. Hún hafði gert eina skyssu. Og Hans varð að vinna bug á bernskusjúkdómi sínum sjálfur, — vesalingurinn. sem aldrei hafði gert nokkurn skapaðan hlut í lífinu, nema hún ákvæði það. — þótt hann hefði reyndar ekki hug- mynd um það. BEIKON-BUFF. 800 gr nautakjöt, hveiti, salt og pipar, 16 sneiðar beikon, 50 gr smjörl., 8 sneiðar mjólkurostur, 4 dl. súpa eða kartöfluvatn, hveiti- jafningur og sósulitur. Kjötið er tvíhakkað og búnar til ávalar boilur, sem velt er upp úr hveiti, salti og pipar. Beikonsneiðarnar eru lagðar ofan á og bollurnar settar i vel smurða skúffu og smjörlíkisflisar settar með hverri bollu. Skúffan er sett i heitan ofn og látin vera þar i 15 mín. Þá eru ostasneiðarnar settar ofan á bollurnar og siðan steikt í 10 min. i viðbót. Kjötsoðinu eða kartöflu- vatni cr hellt yfir, jafnað með hveiti og kryddi bætt i. S- Ö G3 B Ö a s T3 73 1 cd u r—--------------------------------------------------------------- MARNA- DIESEL Þessi vinsæla vél norska smábátaflotans er nú fáanleg með stuttum fyrirvara. Stærðir: frá 8 hestöflum til 36 hestafla. 4-gengis, 1—3 strokka. Allar upplýsingar gefur. Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f. Sími 15753. — Reykjavík. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.