Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 31
Ég flaug með .. Framhald af bls. 5. öllum þessum feröum. Aðeins einu sinni lentum við i heljarmiklu hagl- éli, og vélin lét svo illa, að um leið og við vorum lentir, þorði ég ekki annað en ganga úr skugga um, að farþegunum hefði ekki orðið meint við. En allt hafði gengið vandræða- laust, og Hitler var hinn ánægðasti eftir ferðina. 1 öðru kosningaferðalaginu, frá 15. til 30. júní 1932, var hraðinn, sem Hitler heimtaði af mér, enn djöful- óðari en fyrr. Oftar en einu sinni flutti Hitler þrjár ræður sama kvöld- ið á þremur mismunandi stöðum og hina síðustu jafnvel klukkan tvö um nótt. Þótt. mér fyndist fátt um skoð- anir hans, gat ég ekki annað en dáðst að þessum óþreytandi dugnaði. Til þess að geta talað til fjöldans lét hann mig jafnvel setjast á kornakr- ana. 1 þriðja kosningaleiðangrinum (i nóvember 1932) lét Lufthansa Hitler fá nýja flugvél, Junkers 52, sem gerði mér kleift að flytja auk hins tilvon- andi „Fuhrers" fimmtán manna fylgdarlið hans. Hitler var svo hrif- inn af vélinni, að hann vildi kaupa hana og bað mig að verða milligöngu- maður þar um. Lufthansa vildi fá 275.000 mörk. Hitler hugsaði sig um andartak og sagði síðan: „Það er of dýrt. Og auk þess, áður en langt um líður, verð ég orðinn foringi þriðja ríkisins, og þá á ég yfir að ráða heilli ríkis-flugsveit. Þér verðið yfir- maður hennar." Raunin varð sú, að eftir þetta flaug ég aðeins þrjá mán- uði fyrir Lufthansa. Þá réð Hitler mig i þjónustu sína, og hjá honum var ég til 1945. Meðal ýmissa sam- verkamanna foringjans, sem ég kynntist á þessum árum, var aðeins einn, sem ég kunni að meta: Rúdolf Hess. Hann var fæddur flugmaður, hafði óskaplegt dálæti á flugi. Ég flaug með honum margar ferðir að nóttu til, vegna þess að hann vildi æfa sig í blindflugi. Hinir nazistafor- ingjarnir voru óþolandi oflátungar og ofstækismenn. Hess skildi ég, — hann var sömu gerðar og ég. Síðar meir, þegar stríðið hafði staðið marga mán- uði, birtist Hess oft úþi á flugvelli og fór með mér í reynsluflug. „Sjáið þér, Baur,“ sagði hann, „maður eins og ég ætti að vera á vígstöðvunum og stjórna flugsveit, en ekki i Berlín sem vara-Fuhrer“. Þegar Mess- erschmidt byrjaði að gera tilraunir með Me 210, reyndi Hess flugvélina hvað eftir annað og lét gera á henni ýmsar breytingar. Forráðamenn fé- lagsins höfðu af þessu áhyggjur, en þorðu ekkert að segja. Dag nokkurn heima hjá Hitler tók Hess mig afsíðis og sagði við mig, að þar sem hann ætlaði sér að fljúga á Me 210 til Amsterdam, þyrfti hann á að halda „korti yfir varnarvirkin“. þ. e. a. s. að vita, hvernig loftvarna- kerfinu væri fyrir komið og hvernig ætti að varast það. Mér fannst þessi beiðni hans undarleg, en sagði, að þar sem þetta flug væri auðvitað leyft af aðalstöðvum hersins, væri engin ástæða til þess, að hann gæti ekki fengið slíkt kort hjá hlutaðeigandi skrifstofu. „Þetta flug hefur ekki ver- ið leyft, Baur. Ég hef tekið það upp hjá sjálfum mér. Þér verðið að hjálpa mér.“ Ég lofaði aðstoð minni og fór til Milch hershöfðingja, sem var hinn rétti aðili. Einnig honum fannst beiðni þessi undarleg, en sagði svo: „Tortryggnin hefur lika sín takmörk. Hess er útnefndur arftaki foringjans. Hérna er kortið." Hann afhenti mér það, og ég fór með það til Hess. Tveimur dögum síðar, þegar ég dvald- ist í stuttu leyfi með fjölskyldu minni, var ég kallaður i Kanslaiahöllina. Ég flýtti mér þangað, en ringulreið- inni, sem varð þar fyrir mér, get ég ekki Íýst. Hitier og Göring vlrtust báðir brjálaðir, og það tók mig heila klukkustund að komast að sannleik- anum: Hess var flúinn til Englands. Við Milch sluppum með ofboðsiegar skammir. AÐEINS EINU SINNI VARÐ ANNAR TIL AÐ GEGNA STARFI MÍNU. 1 apríl 1933 var mér falið að flytja Göring til Rómar, en hann fór þang- að i opinbera heimsókn til Balbos. „Stóri Hermann" sat við hliðina á mér í stjórnklefanum og staðfesti það orð, sem fór af honum sem flug- manni. En mest þótti mér um þá ó- seðjandi matarlyst, sem hann hafði. Á hálftíma fresti, — ég ýki jafnvel ekki um eina mínútu, — kom einka- Vilton þjónn hans fram i með kaffi, brauð, bollur, appelsínur, bjór, pylsur. Gör- ing borðaði í hvert eitt skipti eins og hungraður maður. Einnig í Róm, i veizlunum, sem Balbo og aðrir fyrir- menn héldu honum, sýndi hann yfir- burði sína með gaffalinn. Mér fannst mikið til um Róm, en því miður barst allt i einu skeyti frá foringjanum, sem kallaði mig til Berlínar. Hann þurfti að fljúga til Munchen og ætlaði sér ekki að leggja af stað án mín. Sannleikurinn er sá, að aðeins einu sinni var flugvél Hitl- ers flogið af öðrum en mér. Það var, þegar ég fór með Ribbentrop til Moskvu til þess að skrifa undir griða- samninginn og Hitler vildi fyrir hvern mun komast frá Berchtesgaden til Berlinar til þess að taka þar á móti ráðherra sínum. dregilinn... 100% ulL Árið eftir að Hitler komst til valda, var samkomulagið með honum og SA (,,storm“-sveitunum) orðið svo slæmt, að til stórvandræða horfði. Röhm og helztu fylgismenn hans hugðust steypa stjórninni. Eitt kvöld skipaði Hitler mér að vera viðbúnum með vélina að fara til Múnchen. Ég fór upp í D-2600, sem var einkaflug- vél foringjans, og setti í gang mótor- ana. Sá hægra megin gekk ekki vel. Ég athugaði hann með vélamönnun- um, líkaði hann ekki, svo að skipta þurfti um. Við ákváðum að fara á annarri flugvél. Þetta atvik bjargaði lífi Hitlers og sennilega mínu líka. Við lentum klukkan 4 að morgni á flugvellinum í Múnchen í flugvél- inni, sem hafði verið gripið til á síð- ustu stundu. En er foringinn var að Framhald á bls. 33. ★ Litur og mynstur valið af fagmönn- um. ★ Leggjum áherzlu á fljóta og góða afgreiðslu. Aðalstræti 9. Sími 14190. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.