Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 8
MORÐUR Ólafur Ketilisoii er langardagur og mikil ös r* utan við Bifreiðastöð íslands. Langferðabílar standa ferðbnnir og farþegar troðast hver um annan þveran með pjönkur sínar. — Er þetta ekki billinn að Laugarvatni? segir fín frá, sem þarf að koma pakka austur, en fær ekki svar; bifreiðarstjórinn liggur á bakinu undir bílnum og sterklegir fœlur hans standa út í mannþvöguna. — Er þetta ekki bíllinn að Laugar- vatni? Ég er hérna með pakka, seg- ir frúin enn. — Ég geri ekki nema eitt í einu, heyrist undan bílnum og heldur stuttaralega, en eftir and- artak hefur maðurinn handlangað sig upp á bilinn og þrífur nú far- angurinn sem fis vœri og reyrir böndum á bílþakið. —o— / þrjá áratugi hefur Ólafur Iíet- ilsson haldið uppi samgöngum milli höfuðstaðarins og uppsveita Árnessýslu. Það er að vísu fjölfar- in leið og starfið leiðir óhjákvæmi- lega til persónulegra kynna við fjölda manns. Engu að síður mundi það ekki nœgja til þess að gera einn mann að víðfrœgri þjóðsagna- persónu, ef ekki kæmu til sérstakir eiginleikar. Enginn neitar því, að Ólafur Ket- ilsson hefur hlotið í vöggugjöf mjög sérstæða eiginleika — og þroskað þá með sér á sérstakan hátt. Nálega hvert mannsbarn á suðvesturhorni landsins og fjöldi manns í öðrum landshlutum, kannast við þetta hrjúfa náttúrubarn. Vafasamt er þó að segja, að það vœri fyrir fágaða framgöngu eðá auðmjúklega þjón- ustustund við farþega, að Ölafur er þekktur, og svo mikið er víst, að kokkteilskenkjandi bílfreyjur ganga ekki um í farkostum hans til ynd- isauka farandsfólki á ferðalögum. Ólafur Ketilsson stendur utan við þann fjölda, sem kennt hefur verið að loka sjálfið bak við skel yfir- borðs háttvisi. Innhverfa finnst þar trauðla; báður hliðarnar snúa út. Hann á tæplega samleið með þeim sem hafa þjónustuhlutverk í þjóð- félaginu og hafa tamið sér silki- mjúka áferð og orð, sem œvinlega henta og kitla hégómaskap viðmæl- anda. Ilann er kjarnakvislur úr kargþýfðum, íslenzkum jarðvegi, þrautseigur eins og hrislan í rofa- barðinu á Þórsmörkinni og öll þessi svokallaða menning hefur ekki megnað að slipa hrufur og agnúa af yfirborðinu. Þeir sem telja sig þekkja gerla, hvað undir því yfirborði býr, munu þó sam- mála um, að hjartalag hafi maður- inn gott, og þeir eru ófáir, sem hafa reynt hann að mikilli tryggð og hjálpsemi. Ókunnugum manni, sem bregður sér niður á Bifreiðastöð tslands til þess að biðja fyrir pakka, kann að virðast Ólafur heldur óþjáll við- mæhtndi og stirfinn, en það má hann eiga, að hann gerir sér ekki mannamun og ber ekki teljandi virðingn fyrir hálstaui eða öðrum ytri finheitum. Hann þrasar og pexar við farþegann i framsœtinu, hvort sem það er ráðherra eða kot- bóndi, og elskulegir jábræður, sam- mála síðasta rœðumanni, finna litla samúð hjá honum. Ólafur Ketilsson gengur allra manna hlýlegast til fara og gerir ekki mismun á sumri og vetri í þeim efnum. Klæðnaður er í hans augum óhjákvœmileg nauðsyn og hann vílar ekki fyrir sér að draga af sér duggarapeysuna og girða sig framan við afgreiðsluborð í opin- berri stofnun, ef honum býður svo við að horfa. Og vöxturirui er i einu orði sagt stórkostlegur. Það er sama hvort eru fingurnir, nefið eða allur likaminn. Þar ríkir full- komið samræmi, samanrekið og sterklegt, enda er sagt að þung stykki séu létt í höndum Ólafs og á hlaðinu við Laugarvatnsskólann stendur enn ,,Grettistak“, sem Ólaf- ur á að liafa höndlað heldur létti- lega. BRJÓSTVIT OG ORÐHEPPNl /^jlafur Ketilsson hefur ekki eytt mörgum árum á skólabekkjum fremur en fjölmargir ágætismenn af þeirri kynslóð, sem fæddist upp úr aldamótunum. Hinsvegar hlaut hann í vöggugjöf brjóstvit gott og magnaða orðheppni, sem hvað bezt hefur dugað til þess að draga kall- inn í bjarma sviðsljóssins. Er þar VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.