Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 6
SMÁSAGA HANN var að deyja. Grá haustskiman flæddi inn um gluggana á sjúkrastofunni. Hvitt tjald umlukti rúmið, svo aO hann fengi friO til aö skilja við. Hvílíkt miskunnarleysi! Baldur frá Bjarmalandi stundi lágt og teygöi bláföla, beinabera höndina í tjaldfaldinn og reyndi aö draga tjaldið frá. Nei, hann náði ekki nógu langt. Hann skalf af geðshræringu, en þó glitruöu svitadropar á enni honum. Hann vissi fyrir löngu, að sjúkrahúsið yrði síðasti dvalarstaöur hans hérna megin grafar, en hvíta tjaldiö, sem hjúkr- unarkonurnar höfðu fest upp í kringum rúmiö um morguninn, var þögull vottur þess, að um- skiptin voru í nánd. Þær héldu víst, aö hann væri svo aðfram kominn, að hann veitti þessu enga athygli. En hugsun Baldurs var óhugnanlega skýr, þótt hann væri svo máttfarinn, að hann gætí varla lyft hendinni. Hann hafði oft séð tjaldið notað áður. Og alltaf geröist sama sagan. Líflaus likami meö hvitan dúk yfir andlitinu var fluttur út úr stofunni. I hvert skipti, sem dauðanum skaut upp í hug- skoti Baldurs, nisti skelfingin hjarta hans eins og ísköld krumla. Hver taug likamans þandist í ofboði örvæntingarinnar. Hann leiö ægilegar sálarkvalir. Aö deyja, deyja, þurrkast út eins og rykkorn úr tilverunni, liggja í þröngri koldimmri kistu I djúpri gröf, rotna, leysast sundur, veröa kannski að viðbjóðslegri maðkaveitu, — nei, NEI, slíkt var óbærileg tilhugsun. Séra Árni, bless- aöur öðlingurinn, sem stundum kom á stofugang, var að reyna að hughreysta hann með þvi aö klifa í sífellu á ódauðleika sálarinnar, gæzku guös og eilífri sælu útvaldra. En efasemdirnar viku ekki eitt andartak úr hugskoti Baldurs frá Bjarmalandi. Honum var ómögulegt að hugsa sér sálina nema í sambandi við líkamann, og rotnaði líkaminn I dimmri gröf, þá hlaut sálin að fara sömu leið. Oft hafði séra Árni þulið yfir honum þessi orö séra Hallgríms: Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí. Þetta var sannleikur, það vissi hann allt of vel. Honum var það lika ijóst, að kallið var að koma. Þvi læt ég nótt, sem nemur, neitt skal ei kvíða því. Átti nú aö láta hann deyja einan og yflrgefinn? Hann gat ekki búizt við ættingjum né vinum aö dánarbeöinum. Móðir hans dó, þegar hann var smábarn, föður sinn hafði hann aldrei séð né haft fregnir af honum, venzlafólk hans bjó á ööru landshorni, og Svana, unnusta hans, sem hafði heimsótt hann, fyrst eftir aö hann lagðist, var nú alveg hætt að koma til hans, þótt hún ætti heima í nágrenninu. Hún skrifaði honum stöku sinnum, en bréfin voru utan garna og augsýnilega skrifuð af skyldutilfinningu. Baldur frá Bjarmalandi þjáðist ekki líkamlega. Læknarnir sáu um það. Fyrst dauðinn varð ekki umflúinn, — hví gátu þeir þá ekki lofað honum að deyja strax? — Nei, ekki að deyja, ekki að deyja! — æpti sál hans viðþolslaus af kvölum. Tárin runnu niður þrútna hvarma hans, og hend- urnar skulfu eins og lauf í vindi. Þarna lokjins! Hjúkrunarkona dró tjaldið til hliðar, gekk að rúminu og laut yfir hinn deyjandi mann. Hún strauk honum blíðlega um höndina og vangann og gat varla tára bundizt, er hún sá, hve viðskiln- aðurinn ætlaði að verða erfiður. Hún hvislaði: — Ég kem aftur — og skundaði frá rúminu. Andartaki síðar kom hún aftur í fylgd með lækni, sem hélt á sprautu í hendinni. ískaldur grunur læddist um hugskot Baldurs. Á nú að -----? En þetta skipti engum togum. Læknirinn rak sprautuna í handlegg honum, og friður streymdi inn í sál hins dauðvona manns. Með- vitundin fjaraði út. Fyrsta skynjun hans var einhver lykt, — óþægi- legur, ísætur þráafnykur. Hann reyndi að vakna. Hvar var hann staddur? Nú þekkti hann lyktina. Það var nálykt. Hann var i lítilli, hráslagalegri kompu. Hann stóð úti í horni. Hvað var þetta? Lá hann ekki í sjúkrahúsi? Undir glugganum, sem daufa skímu lagði inn um, var borð, og á því eitthvert hvitt hrúgald. Það var ekki um að villast. Það var lík. Hann gekk að borðinu og lyfti sveitadúknum ofan af andliti líksins, en hörfaði jafnskjótt frá, er hann sá eigin ásjónu sína stirðnaða og af- myndaða. Hann furðaði sig á, að hann skyldi ekki bæði verða hissa og skelfdur við þessa sjón. En hann var of sljór til þess að verða undrandi. Hann hugsaði aðeins: — Jæja, ég er þá dauður, — en svo var eins og honum kæmi þetta ekki við. Þá skynjaði hann, að einhver stóð að baki hon- gamaldags sniði. Þeir stóðu i lyngvaxinni brekku við lygnan fjörð. Inn með firðinum var stórt fiskiþorp. Bátar, smáir og stórir, lágu þar á legu, en stórt skip var við bryggju. Baldur var enn þá of sljór til þess að verða hissa. Þó spurði hann að lokum: — Hvar er- um við? — Karlinn hneggjaði við. — Við erum í Skála- firði, drengur minn, — sagði hann og klappaði Baldri á herðarnar. Nú loks varð Baldur hissa. Hann var sjálfur úr Skálafirði og þekkti þar að kalla mátti hverja brekku og hverja laut, en þennan stað hafði hann aldrei séð. Karlinn þagði um stund. Svo bætti hann við: — Víst er þetta Skálafjörður, heitinn eftir gamla firðinum okkar, og vel veiðist hér, og góð er beitin. — — En þó er einhvern veginn eins og mann langi alltaf heim, — þangað leitar víst klárinn, sem hann er kvaldastur. Annars búa þeir flestir hérna, gömlu mennirnir að heiman. Ég. drengur minn, ég er hann Sveinn, afi þinn, ég fékk leyfi til þess að sækja þig, þegar það frétt- ist, að þú værir að flytja. — Hugsun Baldurs var að smáskýrast. — Býr hún mamma hérna líka? — — Öjá, drengur minn, við búum nú þrjú á Bjarmalandi, amma þín, mamma og ég. Já, það er nú svo. — — Bjarmalandi. Það er þá alveg eins og heima? — Onei, drengur minn, skorturinn varð eftir heima í gamla staðnum, og maður flytur bara með sér minningarnar, Ijúfar og sárar. Það er oft erfitt að geta ekki gleymt. — Gamli maður- inn þurrkaði sér um augun. — Þú þjáist þá alltaf af heimþrá. Hve langt er síðan þú, — eh, síðan þú-------? — Síðan ég hrökk upp af, meinarðu? Það eru nú rösk þrjátíu ár. Það var tæpum fjórum árum áður en þú komst í heiminn, drengur minn. Heim- þrá, segirðu? Ja, það má víst kalla það það. En það er ekki vert að hafa hátt um slíkt. Það er ekki verulega vel séð hjá þeim stóru. Onei, drengur minn. Verst er að geta ekki gleymt. Ojá og jamm. En nú skulum við koma heim og fá okkur kaffisopa. Þær bíða eftir okkur, mæðgur, með heitt á könnunni. — Þeir Sveinn og Baldur frá Bjarmalandi flýttu sér niður brekkurnar og heim í þorpið. Baldur var léttur á sér og kenndi sér einskis meins. Honum flaug sem snöggvast i hug likið Bara, að hann gæti tekið undir þessi orð. Baldur frá Bjarmalandi óttaðist ekki refsivist fordæmdra. Hann trúði hvorki á himnaríki né helvíti. En hann skalf af angist, er hann hug- leiddi líf i gröfinni. E'n að deyja algerum, meðvitundarlausum dauða, slokkna eins og kertaljós og hverfa út úr tilverunni var jafnvel enn ægilegra. Þrátt fyrir langvinn veikindi og þjáningar mátti Bald- ur frá Bjarmalandi ekki hugsa til þess að hætta að vera til. Alger dauði, — hvað táknaði það? Hann gæti aldrei þjáðst né notið, hryggzt né glaðzt, grátið né hlegið. Allt væri búið, og eftir nokkur ár yrði hann gleymdur eins og óteljandi kynslóðir liðinna tíma. Gleymt leiði — og kannski veðraður steinn — bæri vott um hverfulleik lifsins. Það var tekið að skyggja. Baldur teygði sig eftir bjölluhnappnum, en náði ekki í hann. Hann reyndi að tala, en kom bara upp hásri stunu. eftir Davíð Áskelsson um, og hann heyrði sagt lágum rómi: — Ertu þá reiðubúinn að yfirgefa þennan heim? — Og Baldur svaraði: Já. Nú var honum sama um allt. Honum var varla ljóst, hvort þetta var hann sjálfur eða einhver annar. Sá, sem hafði ávarpað hann, lagði nú kalda hönd á höfuð honum, og samstundis hvarf honum lík og líkhús og umhverfi allt. Hann var í eins konar leiðsluástandi. Hið eina, sem hann gat hugsað, var: — Er þetta ég, eða er ég líkið? — En nú sagði röddin: — Líttu nú í kringum þig. — Hann leit upp. Fyrir framan hann stóð aldr- aður gráskeggur, klæddur vaðmálsfötum með á bekknum, sem nádauninn lagði af. Sem betur fór, fengi það að rotna einsamalt í gröfinni, án þess að hann kæmi sjálfur þar nærri. 1 þorpinu var allt furðulikt því, sem verið hafði heima, nema allt var hér nýtízkulegra og bar vitni um betri efnahag. Þeir mættu nokkrum mönnum á leið sinni, sem kinkuðu kolli. Loks var komið heim að Bjarmalandi. Húsið var miklu reisulegra en gamli kumbaldinn heima, allt ný- málað og snurfusað. 1 stofuglugganum voru tvær ungar stúlkur, sjálfsagt gestir. Afi hafði sagt, að ekki byggju aðrir i húsinu en hann og mæðgurnar. Nú komu þær út í dyr. Honum fannst hann kann- ast við þennan svip. Sú yngri þaut á móti hon- um og fleygði sér um hálsinn á honum. — Komdu sæll og blessaður, elsku drengurinn minn, og vertu velkominn. — Hún þakti andlit hans kossum. Baldur fór allur hjá sér og svaraði ekki þessum bliðuatlotum. Hann var því alls óvanur, að ungar 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.