Vikan


Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 10.03.1960, Blaðsíða 3
árangur en fjölmargir aÖrir útvapsþœttir. Hann hefur leitt i ijós merkilegt fyrirbæri i þjóðlífi voru hér á hvers manns vörum, og að sjálfsögðu inn eða ekki, sem sé — að unga fólkið er, hvað alþýðlega músikmenningu snertir, algerlega slit- ið úr tengslum við fortiðina, kannast ekki einu sinni við þau sönglög, sem fyrir nokkrum árum voru hér á hvers manns vörum og að sjálfsögðu þaðan af siður við textana, sem margir hverjir voru og eru listrænar perlur, að minnsta kosti samanborið við dæguriagatexta á okkar timum. Nu vildi ég skjóta því að háttvirtum for- ráðamönnum ríkisútvarpsins, hvort elcki mundi tfmabært að efna til þáttar í svipuðu formi og þessu, en á mun víðara sviði. Ég á við þátt, þar sem könnuð yrði almenn þekking fólks í ýms- um aldursflokkum — alls ekki með erfiðri próf- un, eins og verið hefur í spurningaþáttum Sveins Ásgeirssonar, enda yrði ekki keppt til hárra verðlauna, þótt þátttakendur fengju ef til vill eitthvað fyrir ómak sitt, heldur yrðu leiddir hópar fólks fram fyrir hljóðnemann, iikt og í þætti Svavars, og reynt að komast að þvi með auðveidum, einföldum spurningum hvaða breyt- ing hefur orðið á þekkingu fóiks og hugðarefn- um, hverju hefur verið varpað fyrir borð, hvað nýtt hefur verið innbyrt og hvert stefnir. Ég geri ráð fyrir að slíkur þáttur gæti ekki aðeins orðið skemmtilegur, heldur og bæði fróðlegur og gagnlegur, ef hann væri vel undirbúinn og vei með farinn. Vil ég gera það að tillögu minni, að jjrem mönnum yrði falin umsjá hans, en sið- an veldu þeir menn sér til aðstoðar, svo þar skapaðist líka nokkur fjölbreytni, því að það getur orðið þreytandi að sami maðurinn spyrji til lengdar. Við skulum taka til dæmis, að hópur manna yrði látinn skrifa sömu málsgreinina, og þannig yrði reynd kunnátta þedrra i kommusetningu. Eða að hópur húsmæðra væri spurður um slát- urgerð og prjónles; háskólaprófessorar og börn úr efsta bekk barnaskóla látin sýna þekkingu sína í umferðarreglum, og svo framvegis. Með beztu kveðjum. Halldór. Mér lízt prýðilega á þessa tillögu, og mér er það ánægja að koma henni á framfæri. Nú er aðallega eftir að vita, hvernig þeim lízt á hana, sem hafa töglin og hagldirnar í þess- urn málum ... OG AÐ LOKUM — LÍTIÐ ÁSTARÆVINTÝRI Kæra Vika. Hvað á ég til bragðs að taka? Ég er átján ára, og hef verið með sama manni í rúmt ár, og hann er tuttugu og eins. Þetta er prýðilegur maður, og okkur fellur ákaflega vel saman; hann er bæði skenuntilegur og hugulsamur og vill í öllu gera mér til hæfis — en það er bara eitt, ég get aldrei fengið hann til að segja neitt ákveðið um samband okkar. Þegar ég spyr hann, fer hann undan i flæmingi, og svo þykir inér hann líka lielzt til hlédrægur að öðru leyti, það er eins og hann sé alltaf liræddur við að gera eða segja nokkuð bindandi. Mér þykir vænt um hann, og ég vil hafa þetta allt á hreinu, og ég held að honum þyki líka vænt um mig. Með fyrirfrain þökk. Erna. Ekki er það gott, Erna, og tvísýnt, hvort það mundi verða betra þótt þú færir að setja hon- um tvo kosti. Það er einmitt þarna, sem hin nafntogaða kænska kvenna og óbrigðult hug- boð reynist oftast bezt. Þér er þá illa í ætt skotið við Evu gömlu, ef þú kannt ekki ein- hvert ráð sem dugar. Reyndu fyrst að koniast eftir því hvað veldur hlédrægni hans og und- anfærslum — þar getur svo margt komið til greina — og þegar það er fengið, mun ég ekki þurfa þér ráð að kenna. Farðu samt að öllu með gát, hlédrægnir menn eig'a það til að vera tilfinninganæmir og stökkva út und- an sér . . . I’ENNAVINIK Elinborg Ingólfsdóttir og Ölöf Erla Árnadóttir vilja skrifast á við pilta 18—23 ára. Heimilisfang þeirra beggja er: Sygehjemmet í Tárnby, Englandsvej 333, p.r. Kastrup, Köbenhavn, Dan- mark. — Petra Erlendsdóttir, Pollý Ólafs, Vatlý Garðarsdóttir, allar á Húsmæðraskóla Suðurlands, Laugarvatni. Þær vilja bréf frá piltum 18—24 ára. — Iðunn Stefáns, Iða Hvanndal, Hulda Gunn- ars, Rún Krúger, Unnur Frímanns, Öla Kristjáns, allar á Húsmæðraskólanum Varmalandi, Borgar- firði, vilja allar skrifast á við pilta 18—22 ára. — Sigríður Einarsdóttir, Rósa Finnsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Sigþórsdóttir, allar að Reyk- holtsskóla, Borgarfjarðarsýslu, og vilja skrifast á við pilta 17—21 árs. — Steinþóra Vilhelmsdóttir, Háveg 5, Siglufirði, Helga Þórisdóttir, Gránugötu 25, Siglufirði, báðar við pilta og stúlkur 16--19 ára. — Elías Magnússon, Veiðileysu, Djúpavík, Strandasýslu, Ólafur Magnússon, Veiðileysu, Djúpavík, Strandasýslu, óska báðir eftir bréía- samb. við stúlkur 18—24 ára. — Þórir Þorláks- son, við stúlkur 25—30 ára, Ármann Hallberts- son, við stúlkur 15—18 ára, báðir til heimilis að Veiðileysu, Djúpavík, Strandasýslu. — Ólöf Bárð- ardóttir og Sólveig Baldursdóttir, báðar á Hús- mæðraskólanum Varmalandi, Borgarfirði, og vilja skrifast á við pilta eða stúlkur 19—22 ára. — Haraldur Sigmarsson og Sæmundur Ágústsson, báðir á Hólagótu 20, Vestmannaeyjum, vilja skrif- ast á við stúlkur 16—18 ára. — Gert Ullentoft, Lyshof, Skals, Jylland, Danmark, við stúlkur 17—24 ára. VIKAN Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRI: Gfsli Sigurðsson (ábm.) AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásbjörn Magnússon FRAMIÍVÆMDASTJÓRI: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót li.f. borgai BORGARýON' 10 stk. af vinnufatnaði þvegin fyrir lOO.oo kr. sendið vinnufatnaððnn _ SlfAAR »n6° HÖS® 17161 - VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.