Vikan


Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 5
Á ferð með Vikunni til framandi landa og fjarlægra borga. Síðan Eiríkur rauði nam land í Bröttuhlíð skammt frá Narsarssuak hefur flest tekið minni breytingum á Grænlandi en víða annars staðar. Eldri menn hérlendir mundu þar kannast við margt sem svipar til gamla tímans á íslandi. En ókrýndur konungur Grænlands, hinn árvakri landfógeti Eske Bruun, var alls staðar nálægur. Það var sama, hve Þjóðverjar földu sig vel, — þeir fundust og voru yfirunnir. I sambandi við flugstöðina var reist stórt ný- tízku-sjúkrahús, sem á stríðsárunum átti að geta tekið 15 til 20 þúsund sjúklinga. Rétt fyrir inn- rásina í Frakkland var allt undir það búið að geta flogið með þá, sem í henni særðust, allt norður til Grænlands. Var það gert til þess að veikja ekki viðnámsþróttinn heima fyrir, ef manntjónið yrði óskaplegt. Sem betur fór, þurfti aldrei að nota sjúkrahúsið til fulls. E’ins og nú standa sakir, er það sparlega notað. Er það einvörðungu ætlað starfsmönnum stöðvar- innar, en Bendaríkjamenn eru hjálpsamir. Þegar þörf krefur, fljúga þeir hiklaust til fjarlægustu dala Grænlands eftir sjúklingi. Spítalar lar.ds- manna sjálfra eiga vitaskuld engar sjúkraflug- vélar. Bluie West er lokað og afgirt landssvæði, en eftirlit með þvi er þó ekki látið fara út í öfgar. Ef hægt er að gefa upp trúlegt erindi i heimsókn þangað, er mönnum leyft að ganga um stöðina óáreittir. Það er ekki leitað á neinum, enginn þarf að ættfæra sig, ekki einu sinni segja til nafns síns. Ljósmyndun er ekki leyfð, en þó skiptir enginn sér af því, þótt ferðamaðurinn taki mynd af fall- egu landslagi eða hópi hermanna í knattspyrnu. Ljósmyndarinn ræður því sjálfur, hvað hann leyf- ir sér að taka með á myndina, og fyrir þær sakir hefur vísast engum hernaðarleyndarmálum verið Framhald á bls. 31. Sauðféð á Grænlandi er af íslenzkum stofni ein- göngu. Það hefur verið flutt þangað þrisvar síð- an 1933.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.