Vikan


Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 8

Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 8
giftingardaginn sinn vaknaði Petter Thore- sén við, að hann datt fram úr rúminu. Hann hafði dreymt, að hann væri kominn aftur í notalega, hvita húsið á Holmenkollen- hæðinni, — í stóra hornherbergið á ann- arri hæð, bar sem hann hafði dvalizt í tuttugu ár af þeim tuttugu og sex, sem hann hafði lifað. 1 draumnum var hann bess fullviss, að þetta væri vistlegasta her- bergi í heimi, — herbergi, sem hver einasti ungur maður mundi una vel við að búa í alla ævl. Alla ævi? Á þessu stigi draumsins færðist kjánalegt bros yfir andlit hans, og hann bylti sér í rúminu. Þá hringdi vekjaraklukkan með svo miklum hávaða, að það líktist mest brunakvaðningu, eða það fannst Petter að minnsta kosti, og hann vakn- aði við það, að hann lá kylliflatur á gólfinu I hótelherberginu. — Ert þú eitthvað órólegur? sagði Jan Gárder brosandi. — Það kemur mér reyndar ekki á óvart. Hann stökk fram úr rúminu og gekk út að glugg- anum og dró rimlatjöldin frá, svo að sólin skein inn í herbergið. — Það er brúðkaupsdagurinn þinn i dag, — ég er viðbúinn hverju, sem vera skal. Jan gekk um gólf og neri saman höndunum, um leið og hann litaðist um í herberginu. — Látum okkur nú sjá, það er búið að ganga frá farangr- inum. Hann sló á splunkunýja ferðatösku, sem lá efst i bunkanum við fataskápinn. Hann leit á armbandsúrið. — Hvað er klukkan? Tvær minútur gengin i tólf. Þá verðum við að flýta okkur. — Klukkan tólf verða örlög þin ráðin. Ég ætla að fá mér steypibað og raka mig á undan þér. — Flýta okkur? sagði Petter, sem lá á gólfinu og nuddaði fótinn, þar sem hann hafði meitt sig, þegar hann datt. — Sem svaramaður er það skylda mín að sjá um, að þú komir til kirkjunnar í tæka tíð. — Jan hneppti frá sér náttjakkanum og gekk að baðherbergisdyrunum. — Þú imyndar þér þó ekki, að þú getir setið hérna allan daginn? — Nei, nei, það get ég vist ekki. Petter stóð upp með erfiðismunum og fór út að glugganum. — Það er auðvitað nóg að gera, — á slikum degi, á ég við. Hvers vegna horfirðu svona á mig? — Þú ert alltaf að nudda á þér fótinn, sagði Jan. Finnurðu eitthvað til? — Nei, alls ekki, sagði Petter. — Þetta er allt I lagi. Flýttu þér bara i steypibað. Petter starði út i bláinn og var hugs- andi á svip. Hvita húsið, drengjaherbergið á ann- arri hæð með öllum bókahillunum, yndislegi, stóri garðurinn ... Allt hafði verið svo fullkomið. Og hvað var hann nú að gera? spurði hann sjálfan sig. Hann afsalaði sér þessu öllu til þess að kvæn- ast. Hann strauk sér um fótlegginn. Hafði hann ekki annars einhvern sting i hnénu? Hann horfði út á sjóinn, sem glitraðl I morgunsóllnni. Bílarnir þutu eftir strandveginum, fullir af kátu, áhyggju- lausu fólki, sem var sjálfsagt á leiðinni suður á bóginn til þess að njóta sólar og sumars. Petter hristi höfuðið með samúðarsvip. — Vesalings kjánarnir, hugsaði hann. Höfðu þau ekki séð þessar hræðilegu skýrslur um umferðarslys? En hans framtíð yrði nú dálitið öðruvisi. Eftir tæpa tvo tima átti hann að standa við altarið og finna hina eftirvæntingarfullu þögn, sem ríkti i kirkj- unni. Allt í einu fékk hann hjartslátt. Hann gekk frá glugganum. Kvalaverkurlnn, sem hann hafði I fætinum rétt áðan, — var hann ekki horfinn? Hann tók um hnéð með báðum höndum og haltr- aði um í herberginu til þess að athuga þetta betur. — Hvers vegna í ósköpunum skjögrarðu svona um gólfið? spurði Jan. Þú ættir bara að sjá sjálf- an þig. Ertu kannski fótbrotinn eða hvað? — Þetta er bara sinadráttur, sagði Petter, ekkert alvarlegt. Nú fer ég í steypibað. Hvað gengur eiginlega að mér? spurði hann sjálfan sig. Hvers vegna hagaði hann sér svona einkennilega? Hann hugsaði um stúlkuna, sem átti að verða konan hans eftir tæpan hálftíma. Aumingja Sonja, hún var áreiðanlega mjög tauga- óstyrk núna. Þarna kom það. Petter brosti vor- kunnlátur. Hann hafði aðeins haft áhyggjur vegna Sonju. Petter stóð fyrir framan baðherbergis- spegilinn og smurði andlitið með rakkremi. Aum- ingja Sonja, hugsaði hann, nú var hún víst alveg að bugast. Hann skoðaði sig gaumgæfilega í spegl- inum og hugleiddi þær dásamlegu stundir, sem þau höfðu átt saman, hann og Sonja. öll sam- kvæmin, gönguferðirnar, — litlu kökubúðirnar, þar sem þau höfðu setið klukkustundum saman, drukkið kaffi og rætt heimsvandamálin, — sum- arleyfið, þegar hann hafði heimsótt foreldra Sonju í litla sumarbústaðnum við sjóinn. Það hafði verið undursamlegt tímabil, áhyggjulaust og án framtíðaráætlana. En hvað skeður? Eftir tæpa klukkustund yrðu þau að krjúpa við altarið — að vinum og ættingjum ásjáandi — og taka þátt í öllum þessum hræðilegu helgisiðum, sem fylgdu hjónavígslunni. Hvers vegna hafði enginn kjark til þess að mótmæla? hugsaði Petter. Einhver ætti að vinna á móti þessu og banna allar gift- ingar. — Ertu búinn að raka þig? Jan Gárder rak höfuðið I dyragættina og brosti uppörvandi. — Þetta er ágætt, þú hefur ekki skorið þig nema á einum stað. Jan, sem var búinn að hafa fataskipti, var glæsilegur að vanda. Hann ýtti Petter vin- gjarnlega inn I svefnherbergið. — Ef ég get að- stoðað þig ... ? Petter stóð ráðalaus og horfði á fötin, sem hann átti að fara I .— Reyndu að herða unp hugann, drengur. Þú lítur út eins og Petter klæddi sig eins og í leiðslu. Hann leit I kennarinn hefði staðið þig að því að svíkjast um. spegilinn. Hann var náfölur, og hárið var úfið. — Látum okkur nú siá. tautaði Jan fyrir munni sér. — Blóm í hnappagötin, hattar, hringar. Allt í lagi. Jæja kunningi, eigum við þá ekki að leggja af stað? — Leggja af stað? Hvert? Petter var skjálf- raddaður. — Heyrðu, Jan, ég hef verið að hugsa um hjónavigslur og því um líkt. Þetta er siðleysi, fáránleg helgisiðalög, það er allt og sumt. Jan brosti frá sér numinn. — Petter, kæri vin- ur. bíllinn bíður eftir okkur. Bíllinn lítur þá svona út, hugsaði Petter, um leið og bíllinn, sem var langur, svartur og gljá- andi, jók hraðann. Hann hafði ekki ekið i svona bíl, síðan afi hans var jarðsettur. Þessir atburðir líktust æ meir hvor öðrum. Vertu rólegur, áminnti hann sjálfan sig. Það verður auðvitað að aflýsa brúðkaupinu, ef brúðguminn mætir ekki. Bifreið- in nam staðar. — Komdu, ég skal hjélpa þér út, sagði Jan og rétti honum höndina. Á sama augnabliki varð hann blindaður af ljósglampa Þeir stóðu ringl- aðir á gangstéttinni. -—• Aðstoðið hann, sagði myndasmiðurinn við Jan. — Komið honum til að brosa. Fyrstu gestirnir voru komnir til kirkjunn- ar. Honum fannst allt vera á ringulreið. Hvað í ósköpunum átti hann að gera? Neita að fara inn? Fela sig? Petter, Petter, var kallað til hans frá tröppun- um. Það var Fríða frænka. Hún brosti og veifaði til hans kniplingavasaklútnum sínum. Hann mundi greinilega, hve oft hann hafði hlaupið upp I fang- ið á henni til þess að láta hugga sig, þegar hann var drengur; nú langaði hann að gera það einu sinni enn. Án þess að honum væri ijóst, hvernig það gerðist, sat hann uppi við altarið við hliðina á Jan. Orgeltónarnir fylltu kirkjuna, og allt í einu rann upp fyrir honum ljós: Hann hafði enga löngun til þess að gifta sig. Þetta var allt byggt á misskilningi. Hann varð að ráða bót á þessu sem skjótast. — Heyrðu, Jan ... stamaði hann. — Nú fer þetta að byrja, Petter, stattu á fætur. Hann horfði fram eftir kirkjunni, sem var þéttsetin. I sama mund birtist lítil, hvítklædd vera, sem kom hægt í áttina til hans og studdist við arm föður síns. Þetta er einhver misskilningur, hugsaði Petter örvilnaður. En þá kom litla veran og settist beint á móti honum. Veizlugestirnir mösuðu og hlógu. Alls staðar voru bleikar nellíkur. Petter varð skelfdur á svip. Það var eins og hann fengi krampadrætti í hönd- ina, þegar hann lyfti kampavínsglasinu. Gestir! Brúðkaup! Það var búið að skála fyrir þeim og óska þeim til hamingju. Hinn hræðilegi misskiln- ingur hafði ekki verið leiðréttur. Hann hafði ver- ið kvæntur í tæpar Þrjár klukkustundir. — Er þetta ekki dásamlegt, ástin min? heyrði hann einhvern segja við hlið sér. Ég er svo ham- ingjusöm. — Hann fékk ofbirtu í augun, þegar hann sá hana standa þarna geislandi af hamingju. Farðu nú varlega, sagði hann við sjálfan sig. Hann varð að viðurkenna, að brúðarkjóllinn fór Sonju sérstaklega vel. Það var eins og bjarma slægi á andlit hennar, og augun ljómuðu. — Þetta er alveg fullkomið, sagði Sonja. Finnst þér það ekki líka? — Hún þrýsti hönd hans og svipaðist um glöð i bragði. — Jú, það lítur út fyrir, að gestirnir uni sér hið bezta. svaraði Petter. — Þú hefðir átt að siá sjálfan þig, þegar þú stóðst uppi við altarið, sagði Sonia. — Ég hef aldrei á ævinni séð neinn svo óttasleginn. Það snart mig djúpt, hve hönd þin titraði, Þegar þú lézt á mig hringinn. og mér varð enn betur Ijóst, hve heitt ég elskaði þig. — Ég er hræddur um, að þér skjátlist Sonja. Það varst þú, sem varst taugaóstyrk, ekki ég. — Jæja, sagði Sonja og færði sig nær honum, >— það gildir einu, hvort okkar bað var. Ég elska þig af öllu hjarta. — Hún týllti sér á tá og kyssti hann varlega á hálsinn Hitabylgja fór um hann. Hún ætlaði að beita öllum brögðum. Nei, hann vildi fá að lifa i friði, -— hann kærði sig ekki um neitt hjónaband. Ætli það væri ekki bezt að lýsa yfir þessu strax, meðan allir voru við- staddir? — Frú Thoresen, frú Thoresen. Myndasmiður- inn var kominn aftur. — Ég verð að taka fleiri myndir af yður og brúðarmeyjunum, sagði hann við Sonju. ■— Ef það er ekki of mikil fyrirhöfn, frú Thoresen! — Frú Thoresen, greip Petter fram í — Eruð þér að leita að móður minni? Hún situr þarna hjá ... Sonja leit upp og hló glaðlega. — Ástin mín, nú er ekki aðeins um eina frú Thoresen að ræða. Hún rétti fram höndina, alvarleg á svip. — Má ég kynna mig: Frú Thoresen yngri. Hún sneri sér brosandi að myndasmiðnum, og þau fóru að leita að brúðarmeyjunum. — Petter, því i ósköpunum situr þú hérna al- einn og utan við þig? Ertu að hugsa um ókomna tímann, drengur minn. Fríða frænka hlammaði sér niður í stól, hallaði sér aftur á bak og veifaði að sér svala með kniplingavasaklútnum. —• Petter, þú hlustar ekki einu sinni á mig. Um hvað ertu eiginlega að hugsa? Petter leit í kringum sig. — Það er ekki neitt sérstakt, Fríða frænka. Honum varð litið upp á hljómsveitarpallinn. Það væri vel við eigandi að tilkynna þetta frá pallinum, ákvað hann. Hann gæti stokkið þangað upp og stöðvað tónlistina með bendingu ... Veizluhöldunum er lokið, hjónaband mitt er nú þegar farið út um þúfur. Augu hans hvörfluðu að borði i námunda við pallinn. Þar sat sterklegur, gildvaxinn mað- ur, hálfhulinn tóbaksreyk að venju. Þetta var Frederik Hovden, faðir brúðarinnar. — En ég tók ekki mark á þessum heimskulegu viðvörunum hans, sagði Fríða frænka brosandi og klappaði Petter á handlegginn. — Kolstad læknir sagði, að ég mætti ekki takast þessa ferð á hendur, en ég gat ómögulega misst af brúð- kaupinu þínu, Petter. Þegar þið komið heim úr brúðkaupsferðinni, skal ég gera allt, sem í mínu valdi stendur, fyrir ykkur Sonju. Petter þrýsti hendur hennar ástúðlega. — Þú hefur nú þegar veitt mér mikla aðstoð, Fríða frænka, bara með því að koma. Þetta er alveg satt, þú hefur svo róandi áhrif á mig. Var þetta satt? Var það taugaóstyrkur. sem olli öllum þess- um trylltu og ótrúlegu heilabrotum, sem hann hafði verið að berjast við, siðan hann vaknaði? Nei, hann vildi bara alls ekki kvænast. Þetta byggðist allt á fjarstæðukenndum, hræðiiegum mis ... Og þegar þið eignizt lítil, yndisleg börn, hélt Fríða áfram í hrifningu, — kem ég og verð barn- fóstra hjá ykkur. Börn? Börn! — Petter, hvert ætlarðu? Fríða frænka leit ringluð á hann og hristi höfuðið. Petter var þeg- ar kominn áleiðis að pallinum. Hann nam staðar, Þegar hann kom auga á Fredrik Hovden, gild- vaxinn og hulinn reykjarmekki. — Hovden, sagði hann. Honum svelgdist á, og hann kreppti hnef- ana. — Hovden, mig langar til að ræða viö þig um Sonju. Fredrik Hovden sneri sér við í stólnum og leit BRÚBKAUPSDA 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.