Vikan


Vikan - 30.06.1960, Side 9

Vikan - 30.06.1960, Side 9
Hann hafði enga löngun til að gifta sig, þetta var allt byggt á misskilningi og á eftir ætlaði hann að losna við hana með lagi — ■ iUR UNGA MANNSINS píreygöur á hinn nýja tengdason sinn. — Nú, ert það þú? sagði hann. — Fáðu þér sæti, Petter. Jæja, hvað liggur þér á hjarta? Láttu það bara koma. Petter leit á hann, vansæll á svip. Það er dálítið, sem mig langar til að segja þér, sagði hann. Orð- in hrutu af vörum hans, eins og óafvitandi. — Ég er hrifinn af Sonju. Ég ætla að reynast henni vel og verða góður eiginmaður. Þú hefur kannski aldrei haft mikið álit á mér, en ... Hvað var hann eiginlega að segja? Hann, sem hafði ákveðið, — já. hvað hafði hann eiginlega ætlað að segja? — Hvaða þrugl er þetta, sagði hinn nýorðni tengdafaðir hvellum rómi og sló á öxlina á Petter. — Þú ert bezti strákur, það hefur mér alltaf fundizt. Þú verður Sonju áreiðanlega góður eig- inmaður. Peter leit upp og sá stórkostlegan hatt koma í áttina til sín meðal hinna gestanna. Undir hatt- inum birtist frú Hovden, þreytuleg á svip. — Petter minn, sagði hún, — ég ætlaði bara að láta þig vita, að Sonja er farin að hafa fataskipti. Það er framorðið og kominn tími til, að þið leggið af stað, — að þið hefjið brúðkaupsferðina. Það var mikil umferð, eins og vant var á laug- ardögum, og þau urðu að aka á eftir langri lest bila eftir Drafnarveginum. Petter leit út um bíl- rúðuna og horfði á bxlamergðina og bifhjólin. Nú var hann orðinn alveg rólegur. Hann fann ein- hverja hreyfingu við hlið sér i aftursætinu, og fyrir vit hans lagði daufa ilmvatnslykt. Hann lét ekki á neinu bera. Þessi nýja frú Thoresen, eins og hún nefndi sig, gat ekki komið honum úr jafnvægi. Það gat enginn. J, — Jæja, þá er þetta búið, sagði Sonja. — Hjónavígslan og allt, sem henni fylglr, á ég við. Nú erum við lögð af stað í brúðkaupsferöina, er það ekki, elskan mín? — Jú, það er víst, sagði Petter og varð litlð á splunkunýju ferðatöskurnar þeirra. Nafn flug- félagsins stóð á öllum merkisspjöldunum. Hann leit út um gluggann. Hann var öruggur og róleg- ur, því að nú hafði hann tekið ákvörðun. Hann ætlaði að fara í brúðkaupsferðina. Þvi ekki það, hugsaði hann með stillingu. Hjónavígslan og veizluhöldin voru um garð gengin, því ekki að stíga feti fremar? Þar að auki varð hann að taka tillit til Sonju. Auminginn litli, hún mundi taka þetta mjög nærri sér. Þegar þau komu á flug- völlinn, hafði Petter ákveðið að setjast að á Rivierunni fyrir fullt og allt og einsamall. Þegar þau kæmu þangað, ætlaði hann að útskýra þetta fyrir Sonju. — Sagðirðu nokkuð? spurði Sonja. — En hvað þú ert rólegur núna, þú varst ekki svona í dag. — Finnst Þér það? sagði Petter. Um kvöldið, þegar þau fóru frá flugvellinum í Nizza og óku eftir ströndinni áleiðls til Monte Carlo, hafði Petter fullt vald á sjálfum sér. Hann vissi nákvæmlega, hvernig hann ætti að haga sér. Þegar Þau væru komin inn í hótelherbergið, ætlaði hann að kveikja sér í sígarettu og biðja Sonju að fá sér sæti. Síðan ætlaði hann að lýsa yfir því, að hann hefði ákveðið að eyða brúð- kaupsdögunum með henni, en svo væri öllu lok- ið. Þetta hefði allt saman verið hörmulegur mis- skilningur. Fyrr en varði, stóö hann í hótelher- berginu og sá þjónustusveininn koma með far- angurinn. — Já, — það er rétt, sagði Petter og rétti honum nokkra skildinga. — Mercl, — merci. Nú varð hann að hafa hraðan á, ef hann ætlaði aö verða frjáls og komast aftur í notalega húsið á Holmenkollenhæðinni. Ef hann léti ekki til skarar skriða, væri sá kafli ævi hans liðinn fyrir fullt og allt. Og hvaö mundi þá taka við? Það var bezt að byrja á því að fá sér eina sígarettu. Petter leitaði I vösunum.' — Það eru sigarettur í töskunni minni á snyrti- borðinu, sagði Sonja. Petter flýttl sér að opna veskið, fann pakkann og stakk sígarettunni upp í sig. Hann titraði. Þetta yrði honum ofraun. En sá óhappadagur. — Sonja, sagöi hann með hárri, óstyrkri rödd. Hlust- aðu á mig. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, og ég — ég ... — Já, Petter, hvað ertu að reyna að segja? Hann sneri sér að henni, og því, sem nú gerðist, mundi hann aldrei gleyma. Sonja var svo lítil og grönn, þar sem hún stóð hinum megin í her- berginu. Hún var föl og óróleg, augun stór og flöktandi. Hún vöðlaði vasaklútnum milli hand- anna. Sér til mikillar undrunar varð Petter Ijóst, að henni leið alveg eins illa og honum sjálfum. Hún var óstyrk, hrædd og ringluð, og það hafði hún verið allan daginn. Hann flýtti sér til hennar og faðmaði hana að sér. Nú skildi hann, að þetta var dásamlegasti dagur lifs hans. Misskilningur? Hafði hann í rauninni ímyndað sér það? Það var þá að minnsta kosti dásamlegasti misskilningur í heimi. — Ó, Sonja, sagði hann, — Sonja. Frá sér numinn af hamingju hugsaði hann: Þú ert kvæntur! Hún er konan þín, Petter Thoresen. Hún er eiginkona þln! VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.