Vikan


Vikan - 30.06.1960, Page 16

Vikan - 30.06.1960, Page 16
Læknirinii segir Hinn venjulegi lasknir fer ekki eftir eigin ráðum Farið eftir þvi sem ég segi, en ekki eftir þvi hvernig ég breyti. Það ráð ættu margir læknar að gefa sjúklingum sínum. Það er þvi miður oft þannig, að mikill hluti lækna gætir ekki heilsu sinnar með sömu umhyggju og þeir ráðleggja sjúklingum sinum að gera. Bandariskt timarit, Pattern of Disease, lét nýlega fara fram ýtar- lega rannsókn meðal 9396 lækna, til þess að fá úr þvi skorið hvernig þeir gættu heilsu sinnar. Sú vitn- eskja, sem þar fékkst, var ekki glæsileg. Ekki helmingur þessara lækna hafði siðasta eitt og hálft ár farið i læknisskoðun og 20% þeirra játuðu að þeir hefðu ekki verið rannsakaðir siðustu fjögur árin. HÆTTU VIÐ BYRJAÐA MEÐFERÐ. Það sem verra er, hinn venjulegi læknir hefur tilhneigingu til þess að hætta við meðferð, sem honum hefur verið ráðlögð, f miðju kafi, nákvæmlega eins og svo mörg ykk- ar. Einn af hverjum 4 læknum, sem rannsakaðir voru og liðu af of há- um blóðþrýstingi, hættu við með- ferðina innan tveggja ára eða minna. Um 14% af þeim sem höfðu maga- sár, höfðu beðið i meira en 5 ár áður en þeir gerðu nokkrar ráðstaf- anir til lækningar. Eins og þið, sem hafið lesið greinar mínar regiulega, munið sjálfsagt, hef ég aftur og aftur und- anfarin ár, reynt að brýna fyrir ykkur hve árfðandi það sé að leita iæknis samstundis og þið verðið vör við eitthvert af hættumerkjun- um sjö um krabbamein. BEIÐ í ÞRJÁ MÁNUÐI. Hægt væri að ætlast til að læknar væru vel á varðbergi, þegar eitthvað kæmi i ljós, sem gæti bent á krabba- mein og vissu um hættuna við að biða með sjúkdómsákvörðun. Rann- sóknir timaritsins sýndu hins vegar, að hvorki meira né minna en 31% fóru ekki til læknis fyrr en eftir þrjá mánuði. Það er svipað hlutfall og er hjá almenningi, sem dregur rannsókn þetta lengi, þegar grunur leikur á krahbameini. Athuganir leiddu meira að segja i Ijós, að 7% af læknum drógu það i 5 ár eða meira að fara i einhverja meðferð. Framh. á bls. 34. Leyfið börnunum oð hjálpa Lotta er aðeins sjö ára, en samt er hún farin að bursta skó. Hún baslar við burstann og klút- ana, — öðru hverju hallar hún undir flatt og virðir árangurinn fyrir sér. Lotta burstar skó foreldra sinna ásamt sinum eigin, og það er enginn vafi, að henni þykir þetta skemmtileg- asta starf. Það er sérstakt atriði við skóburstun — eða yfirleitt alla fægingu, — sem er svo mikið atriði fyrir barnið: Það sér svo fljótt árangur vinnu sinnar. Auk þess eykur það barninu sjálfs- traust að fá að framkvæma þetta verk, sem fullorðna fólkið er vant að vinna. Það er ekki auðvelt að finna verk, sem börnin valda og hafa um leið gaman af að vinna, og sem hjálp er i. Af nógu er þó að taka á heimilum yfirleitt, en það þarf þolin- mæði við að kenna bðrnunum að vinna verkið vel og á réttan hátt. Og alltaf má við þvi búast, að töfin verði meiri en hjálpin, a. m. k. fvrsta kastið. Hiálpin nf starfi þeirra er auka- atriði á þessti stiai málsins, þótt það komi sér vel. þegnr frá líður. Aðalatriðið er hin npp- eldislega hlið málsins, — það að barninu finn- ist það vern ábyrgur nðiii að heimilishaldinu. Engin ástæða er til nð láta börnin alltaf gera sömu verkin, eins og t. d. nð leggja á borð og þurrkn hnffapörin. Það er sjálfsagt að skipta um og leyfa þeim að þurrka af fótunum á hús- gögnunum o. fl. Þriggja ára tclpur geta lagt hnifapörin á borðið alveg eins og fullorðnar manneskiur. Eins geta þær ryksogið einn og einn stól eða smáteppi. Sex ára, bæði telpur og drengir. geta heilmargt f eldhúsinu, eins og t. d. jivegið grænmeti, afhýtt möndlur, skorið niður epli, sigtað hveiti, pressað sítrónur og ótnimnrgt fleira, sem þau eru vissulega hreykin af að gera. En athugið bað, að þetta eiga aðeins að vera smáviðvik, þvi að þolinmæði þarna er Iftil og þau verða fliótt leið á þvf, sem þau eru að gera. Eins er skakkt að neyða þau fil þess að ljúka verki, sem þau eru orðin leið á, því að það getur valdið því að þau fái óbeit á þvi og langi ekki til að koma nálægt því framar. Þá er einnig rétt að athuga, að börn hafa mest gaman af að vinna verk i félagi við aðra. Það er t. d. svo gaman að búa um rúmið sitt, meðan mamma er að búa um hin rúmin, — en það er liræðilegt fyrir sex ára telpúhnokka að vera skilin eftir við uppvaskið i eldhúsinu, þegar allir hinir fara inn í stofu tií að hlusta á útvarpið. ★ Viö erum aö hjálpa henni mömmu! Ég er skilin ein eftir viö uppvaskiö í eldhúsinu, þegar hitt fólkiö sezt inn í stofu til aö hlusta á fréttirnar. Húsráð Ef kertin passa ekki í stjakann, þá skuluð þér ekki skafa af endanum eða bræða af honum með eldspýtu, — heldur skuluð þér gera eins og kon- an hér á myndinni: stinga kertinu niður í heitt vatn, — og síðan láta það í hvaða stjaka, sem vera vill. Fallegur rósavöndur á skilið að lifa eins lengi og unnt er. Gott er að merja aðeins endann á stilknum og halda honum síðan niðri I sjóðandi vatni í eina mínútu. Þetta lengir rósalífið. Auk þess er sjálfsagt að bleyta hverja rós á kvöldin og vefja síðan inn í votan dagblaðapappír og láta vöndinn i fötu, sem geymd er á köldum stað á nóttunni. Ef þér eruð í vandræðum með blómin, meðan þér farið í sumarleyfið, þá er hér ráð, sem dugar. Það er á þá leið að setja stórt vatnsfat í glugga- kistuna og koma blómunum fyrir á lágu borði fyrir neðan, ■— leggja svo baðmullarþræði ofan í vatnið og láta þá hanga niður yfir blómin. Þann- ig má framleiða gerviregn. 16 YIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.