Vikan - 30.06.1960, Side 29
gefizt upp né misst trúna á sjálfan
sig.
„Og þér eruð frábær kona,“ sagði
Suzy. — Af hverju kom ástin fólki
til að lifa i heimi ímyndunar og
draumóra og fær það lil að gleyma,
að til sé annað fólk og önnur vanda-
mál? Og hvað er ástin í raun og
veru? Nærvera Pauls, — snerting
hans, hrifningin, sem jókst með
degi hverjum? — eða kjarkurinn,
að gefast ekki upp, þegar hamingjan
var ekki á næstu grösum og sum-
ar gleðinnar hafði orðið að víkja
fyrir hinum óumflýjanlega vetri?
„Nei, ég er hrædd um, að það sé
ekki rétt,“ sagði frú Lewis, en það
gladdi hana, að Suzy skyldi segja
þetta. Stúlkan við hliðina á henni
og maðurinn, sem sat andspænis
henni, höfðu augsýnilega bitið á
agnið, sem hún hafði lagt fyrir þau.
„Það er nefnilega þannig,“ sagði
Tyman og liellti því, sem eftir var
í flöskunni, i glasið, án þess að
dropi færi til spillis, af því að nú
var hann ekkert að hugsa um, hvort
hönd hans titraði. „Ég er feginn að
vera ekki einsamall á þessu ferða-
lagi, ef ferðalag skyldi kalla ...“
Og með sjálfuin sér bætti hann við:
Og í æðri skilningi ferðast ég ekki
heldur einsamall. Það hafði verið
ósanngjarnt af honum að halda
jiessu leyndu fyrir Margaret. Hann
hafði reynt að telja sjálfum sér trú
um, að hann hefði gert það til að
hlífa henni, en í rauninni var hann
hræddur um að missa hana. Það
gat annars komið fyrir enn þá, en
ekki án baráttu. Hann yrði sjálfsagt
að hætta við andaveiðarnar og ýmis-
legt fleira með tímanum. En ef hann
hætti að liugsa um, hvað fólk segði
um hann og hvort það vorkenndi
honum, gæti hann orðið að mann-
eskju aftur, en ekki eins og eitthvert
rekald ...
Suzy gáði í veskið sitt. Guði sé
lof, hún hafði geymt símanúmerið,
sem Paul hafði fengið henni. Rödd
hans mundi verða í órafjarlægð og
kannski meira að segja gremjuleg,
hvað sem hún kynni að segja. En
hún gæti sagt honum, að hún treysti
sér til að bíða. Paul vantaði eigin-
konu, ekki nýtt vandamál ...
Ellinor tók rögg á sig og lokaði
töskunni, sem hún hafði látið
prjónadótið í. Hugsunin um dauða
manns hennar vakti stöðugt með
henni skelfingu. En í fyrsta skipti
i langan tíma gladdist hún yfir lif-
inu ...
Nú fór gólfið i vagninum að titra
örlítið. Eitthvert hljóð, sem var eins
og mal í ketti, heyrðist um alla lest-
ina. Vagnvörðurinn opnaði klefa-
dyrnar. „Heyrið þið þetta, herrar
mínir og frúr? Það merkir, að lest-
in er að komast af stað aftur.“
Þau þrjú, sem sátu I ganginum,
brostu hvert til annars. Þetta bros
var hvorki fjarrænt né kuldalegt.
Þau höfðu gert með sér samning án
orða um að kynna sig ekki hvert
fyrir öðru, og þau mundu ekki segja
neitt, sem máli skipti. Tyman hafði
tekið skjalamöppu upp úr bréfa-
tösku sinni. Suzy hallaði sér aftur a
bak til að fá sér svolítinn blund.
Frú Lewis fór i huganum að semja
bréf til nefndarmannanna I Was-
hington til þess að þakka fyrir heið-
ursmerkið og bjóða þeim sams kon-
ar þjónustu og maðurinn hennar
hafði innt af hendi. Lestin hreyfðist
örugglega. Það var alls ekki vist,
að liún kæmist áfram hindrunar-
laust. En hinn langi biðtími var á
enda. A
HfSBV(,GJE\DlR
HtSEIGENDlIR
upplýsingar og sýnishorn
af byggingarvörum frá
47 AF HELZTU FYRIRTMJUM LANDSIMS
@
opið alla virka daga kl. 1— 6 e.h.
nema laugardaga kl. 10—12 f.h.
einnig piiðvikud.kvöld kl. 8—10 e.h.
öllum heimill ókeypis aðgangur.
BYGGIMGARÞJÓMUSTA A. í.
Laugaveg 18a — Sími 24344.
barnagaman
( 2
Brosandi asninn
sparkaði réttara sagt, fótunum stöð-
ugt i nára hans og lamdi hann áfram
með keyri. Enginn skyldi trúa þvi,
að þetta væri sami maðurinn sem
'strauk um hálsinn á Angelo, er hann
fæddist. Bóndanum fannst hann
vera svikinn hvað Angelo snerti.
Angelo átti að vera eins og aðrir
asnar, þungur og þrjózkufullur á
svip. Þetta bros lians hlaut að stafa
af göldrum og fjölkynngi. Það braut
í bága við öll lögmál náttúrunnar.
Og svo barði hann Angelo áfram!
En Angelo hafði fæðzt brosandi, og
því var ómögulegt að breyta, því
að það kom frá hjartanu.
Þolinmóður brokkaði Angelo hina
löngu leið til kaupstaðarins. Það
kom örsjaldan fyrir, að hann fengi
að hvíla sig á leiðinni. Þó gat það
skeð, að þeir mættu öðrum bónda
og þá var stanzað til að hlusta á
slúðursögur og aðrar fréttir. Á með-
an naut Angelo þess, að standa und-
ir skugga einhvers trés i nágrenn-
inu, hugsaði um eitthvað, sem var
fallegt og gott, og svipaðist i allar
áttir. Hann hafði svo gaman af að
virða fyrir sér kindurnar. Honum
fannst þær að vísu dálítið heimsku-
legar, þar sem þær kollsteyptust
niður brekkurnar, jarmandi og
dauðhræddar við smalann og gelt-
andi hundinn, sem gættu þeirra. Þær
voru nú samt ekki lengi að jafna
sig, þegar þær fengu grænt gras
að bíta. Tilvera þeirra snerist eín-
göngu um að seðja maga sinn.
Angelo fannst að lifið snerist nefni-
lega um margt fleira en fæðuna.
Vesalings Angelo, sem fékk litið
annað en stympingar, spörk og
háðsglósur. En þarna flaug svo
ósköp indæll fugl. Hann var næstum
eins fallegur og sparisjal bóndafrú-
arinnar og jafn litskrúðugur. Hvern-
ig var hægt annað en brosa og dáðst
að fluginu, þar sem hann sveif svo
léttilega yfir trjánum og var svo
dásamlega áhyggjulaus. Hátt fyrir
ofan i bláma himinsins flaug örn-
inn og Angelo fannst eitthvað há-
tignarlegt við hann. Hann óskaði
þess, að hann hefði einnig vængi
og gæti flogið út um víðan geim. En
Angelo var það viti borinn, að hann
vissi, að óhollt var að girnast það,
sem ómögulegt var að eignast, svo
að hann beindi huga sínum að öðru.
Hann leyfði sér að brágða aðeins á
hinum nýútsprungnu blómum, sem
voru svo mjúk i munni og gómsæt.
En um leið fékk hann sektartil-
finningu, og fannst hann hafa hagað
sér litlu betur en hver önnur ó-
merkileg lcind ... jafnvel þótt
kindur séu allra beztu skepnur.
Samvizka hans sagði honum, að það
væri rangt að telja einn kynflokk
betri en hinn. Það var þess vegna
seigju allt kvalræðið, er bóndinn
lagði honum á herðar. Þannig var
nú einu sinni mannskepnan, hugs-
aði hann, þetta var einkenni henn-
ar kynstofns. Angelo skemmti sér
við að horfa á fijúgandi skýjabólstr-
ana, sem líktust kvikfénaði á hlaup-
um. Hann virti fyrir sér froskpöddu
við vegarbrúnina, sem gleypti flugu
honum til heiðurs. Jæja, þá mundi
sú fluga ekki angra hann. En ihi
kom bóndinn og stuggaði allóþyrmi-
lega við Angelo. Hann var laminn
áfram á nýjan leik í hinu steikjandi
sólskini, og draumarnir hurfu allir
á svipstundu. Angelo fékk skyndi-
lega löngun til að vera horfinn heim
til gamla, hrörlega hesthússins, þar
sem móðir hans beið, hlý og ástúð-
leg.
Kvöldin og næturnar i hesthúsinu
voru dásamlegar. Þar lá asnamamma
vinstra megin við hann og asna-
pabbi hægra megin. Ilurinn frá
líkömum þeirra var svo notalegur.
Angelo brosti til þeirra. En þau
svöruðu ekki brosi hans, því þau
voru þung á brá eins og asna er
háttur. Þau litu hrygg niður til
Angelos, þar sem hann lá og hvíld-
ist og voru áhyggjufull.
— Það er illa farið með drenginn
okkar, sagði asnapabbi.
— Það er satt, Gráni pabbi, svar-
aði asnamamma. — Bak hans ber
glögglega merki högga bóndans.
En Angelo heyrði ekki til þeirra.
Framhald í næsta blaði.
VIK A N
29