Vikan


Vikan - 30.06.1960, Side 34

Vikan - 30.06.1960, Side 34
S ii iii a r«t ii I ka Framhald af bls. 6. fótspor systur þinnar og taka þátt í Vatnsmýrarkeppni. — Við skulum ekkert tala um það — ekki i bili. — Þú tókst þátt í tízkusýningu í Lido i haust. Var það kannski í fyrsta sinn, sem þú komst fram op- inberlega? — Já, það var það. — Og þú hefur auðvitað verið óstyrk? — Alveg óskaplega. Ég gat alis ekki brosað. Ég man, þegar hún Elin Ingvarsdóttir sagði mér að gefa nú fólkinu eitt lítið bros. Ég bara gat það ekki. Mér finnst ómögulegt að brosa, þegar manni er sagt að gera það. — Nei, það er satt — bros verður auðvitað að koma af sjálfu sér. En verða ekki sýningarstúlkur að læra þetta stöðuga bros, hvenær sem vera skal? — Jú, en mig langar ekki til þess að verða sýningarstúlka. — Þú sýndir þó aftur í sambandi við fegurðarsamkeppnina i vor. — Já, en ég ætla ekki að leggja það neitt fyrir mig. — Hvernig litist þér á að verða Ijósmyndafyrirsæta. — Mér lízt enn þá verr á það. Mig langar helzt til þess að læra and- litssnyrtingu eða eitthvað í sam- bandi við snyrtingu. — Hefurðu ekki von um að það megi takast? — Ég veit það nú ekki — ein- hvern tíma seinna kannski. Hins vegar er ég ákveðin i að fara á hús- mæðraskóla í Danmörku eftir svo sem ár. — Eru betri grautarskólar þar en hér? — Nei, það held ég ekki. Þeir eru öðruvísi. Mér finnst bara gaman að fara út og læra málið. — Gengur þú ekki með neinar leiklistargrillur? — Ónei. — Þú vilt kannski ekki einu sinni verða dægurlagasöngk'ona. — Ekki einu sinni það — enda hef ég enga hæfileika til þess. — Hvaða atvinnu stundar þú, Ágústa? , — Ég er bara atvinnulaus í bili. Ég hef verið að leita mér að ein- liverri atvinnu, en ég er ekki í neinni kliku og fæ líklega ekkert að gera. — Bíddu þangað til þessar línur komast á þrykk. Það verður áreiðan- lega biðröð af forstjórum, sem vilja fá þig fyrir einkaritara. — Heldurðu það? — Forstjórana vantar alltaf fal- lega einkaritara í eftirvinnu. — Nei, ekkert svoleiðis hér. — Jæja, það er rétt hjá þér. Hvað gerirðu annars í tómstundunum? — Það er nú svo margt. Ætli það sé ekki mest gaman að fara á böll. — Og hvert helzt? — Ég hef haldið mig við Sjálf- stæðishúsið. — Þú ferð síður á gömlu dans- ana? — Ég hef aldrei stigið spor í þeim. — Hvernig er það, þegar þú ferð á böll, — saknarðu þess, að kvenfólk skuli ekki hafa tryggt sér þau rétt- indi að geta boðið upp herrunum, þegar því sýnist, eins og herrarnir hafa rétt til að bjóða upp döm- unum? — Nei, það yrði áreiðanlega það síðasta, sem ég gerði, að bjóða upp, jafnvel þótt aðrar gerðu það. — Þú ert þá ekki kvenréttinda- kona? — Ja, ég vil ekki að karlmenn ráði öllu. — Pinulítil kvenréttindakona þá. — Ég vil ekki kalla það því nafni. — Þér er kannski sama, þótt eng- in kona eigi sæti á alþingi? — Mér finnst, að kvenfólk hafi ekkert þangað að gera. — Þú segist sækja talsvert dans- skemmtanir. Finnst þér ungir menn vera nægilega kurteisir? Þær segja það sumar, að ungir menn séu ruddar, sem ekki kunni mannasiði, hvað þá að umgangast konur af riddaramennsku. — Þeir, sem ég hef kynnzt eru að minnsta kosti nógu kurteisir. -— Jæja, það er gott. Ertu kannski trúlofuð? — Nei. — Ertu á móti því, að fólk bindi sig innan við tvitugt? — Mér finnst flest hjónabönd hafa farið út um þúfur, sem ég þekki til, þar sem hjónin hafa verið mjög ung, þegar þau giftust. — Svo þú ætlar að bíða með að gifta þig þar til þú ert þrítug? — Nei, ég vil helzt ekki pipra. — Nú, þú kallar það að pipra. Annars þarf nú tvo til að ákveða svona lagað. — Ég var ekki heldur að fullyrða neitt ... ég sagðist bara helzt ekki vilja pipra, þegar þar að kemur. Ég er alteg áhyggjulaus ennþá. En maður verður að njóta þessara ára, og það gera þeir ekki, sem þurfa að hafa áhyggjur af barnauppeldi og heimilishaldi. Þeir njóta þeírra að minnsta kosti ekki á þann hátt, sem mér finnst eðlilegra. Læknlrimi segir Framhald af bls. 16. Allt bendir til þess, að læknar dragi það a. m. k. eins lengi og sjúklingar þeirra og stundum leng- ur, að byrja á nauðsynlegum lækn- isaðgerðum. Þrátt fyrir Iækniskunnáttu sína og reynslu, litur út fyrir að læknar sýni sömu vanrækslu og hafi sama viðhorf til sjúkdóma og sjúklingar þeirra. Hinn venjulegi læknir er yfirleitt heilsuhraustastur, þegar hann hefur læknisferil sinn, en smám saman gleymir hann sínum eigin ráðum og heilsu hans hrakar. Að endingu: Þegar þér farið næst til læknis í hina árlegu skoðun yð- ar, þá spyrjið lækninn um hve langt sé síðan að hann fór sjálfur i ná- kvæma læknisskoðun. §iimaríízkaKi Framhald af bls. 17. með földum fellingum. Kjólapils- in eru aftur á móti með mjög við- um pilsum. Bryddingar eru mik- ið notaðar sem fyrr, og allt, sem heitir yfirdrifið, er bannfært. Guy la Roche er aðallega með föt fyrir yngstu dömurnar, sem einkennast af stuttum jökkum og stuttum pilsum. ★ I»aa ogr Risirnið |iitt Framhald af bls. 15. hefur löngum verið breitt. Hinir sérstæðu örð- ugleikar nútimans eru miklu fremur fólgnir í því, að jafnframt því sem ódæma áherzla er lögð ,á uppeldi æskunnar og siðgæðisþróun he-nnar gagnrýnd, flæðir hin löghelgaða spilling yfir alla bakka. Uppalandinn — og með honum eldri kynslóðin öll — stendur því frammi fyrir því vandamáli að innræta æskunni siðgæði, sem er alvörulaust í raun. Auðvitað er maðurinn í eðli sínu breyzkur og tvíhverfur. Menn hafa á öllum tímum gerzt brotlegir við siðgæðið, þótt þeir játuðu það af einlægum hug. Þá var viðfangsefni uppaland- ans framar öllu fólgið i því að skýra breyzk- leika mannlegrar verndunar fyrir æskunni og stæla hana til baráttu gegn honum. Gildi sið- gæðisins i sjálfu sér dró enginn i efa. Nú er viðhorfið breytt. Æskan játast í orði kveðnu undir siðgæði, sem hún trúir e-kki, að hafi neitt gildi, ber enga lotningu fyrir og finnur, að eldri kynslóðin lætur þoka fyrir hentistefnu líðandi stundar. í SKUGGA VETNISSPRENGJUNNAR. Siðgæðisþróun uppvaxandi kynslóða — og um leið alls mannkyns — er að staðna í köldum skugga vetnissprengjunnar. Sú ætlan er bein- linis fjarstæðukennd, að næm siðgæðisvitund og fórnarlund verði vakin með æskunni, meðan fá- einir valdhafar, sem kalla sig leiðtoga mann- kyns, ógna henni með sífellt ægilegri gereyð- ingarvopnum. Hversu meinlaus verknaður sýn- ist það ekki að myrða skólabróður sinn á hcim- leið frá dansi á nýársnótt, — svo að nefnt sé mjög umtalað dæmi úr afbrotasögu Evrópu- æskunnar, — hjá því að varpa vetnissprengju á stórborg! Annars vegar eitt mannslíf, hrifið burt í stundar-afbrýðisemi, eftirköstin aðeins ofurlítill blóðpollur á götunni og nokkrir tár- votir hvarmar, hins vegar hundruð þúsunda eydd og örkumluð eftir nákvæmum, köldum út- reikningi, en jafnframt valdið ólýsanlegri kvöl, sem endist mörgum kynslóðum. Gagnvart þessari ógnun blossar upp lífsþorsti æskunnar og fyrirlitning á þeim siðaboðum, sem neita honum um svölun. Þegar heilbrigt líf finnur ógn dauðans vofa yfir sér, æsist þrá þess að lifa hratt og skefjalaust, að njóta alls þess, sem notið verður i dag, þvi að í nótt kann dauðinn að kveðja dyra. Þær þjóðir, sem á hverjum mannsaldri senda æsku sína út i opinn dauða styrjalda, eru næm- ari á þessi veðrabrigði en friðsamar smáþjóðir, sem ávallt eru þolendur heimssögulegra við- burða. Þar gætir líka fyrst áhrifanna á afstöðu uppvaxandi kynslóða til hins hefðbundna sið- gæðis. En þaðan breiðist hún út, myndar öfluga hrcyfingu og mótar tíðarandann. Gegn slíkum öflum má uppalandinn sín lítils. Nokkrum afburðasnillingum auðnaðist að varpa Ijósi siðgæðisins yfir vegferð mannkyns- ins. Einn skammsýnn ofstopamaður megnar að slökkva það. "k Draiimaráðniograr Framhald af bls. 22. Svar til Ólafar. Þér mun ganga sérlega vel við verkefní, sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Draum- urinn leiðir ekki í ljós, um hvers konar verk- efni er að ræða. Mig langar svo óskaplega til að fá ráðningu á draumnum, sem mig dreymdi í fyrrinótt. Mér er þetta sérstaklega áríðandi, því að ég held, að hann boði eitthvað sérstakt. Það byrjaði með því, að mér fannst, að búið væri að gera mig landræka og ég svifi i lausu iofti yfir landinu og sæi út yfir það allt. Mér fannst ég endilega þurfa að komast til Akur- eyrar, því að þar fannst mér vera maður, sem geymdi hlut, sem ég þyrfti að ná í. En mér fannst, að ef ég næði i hlutinn, mundi hann fá yfirráð yfir öllu landinu, og það vildi ég helzt ekki. Austfirzk húsmóðir. Svar til austfirzkrar húsmóður. Draumurinn er fyrir velgengni í ástamál- um, en hætt er við, að þú gangir of langt í þeim málum, þannig að þú ætlast til of mik- ils af hinum aðilanum. Hóf er bezt í því sem öðru. Herra draumráðningamaður. Fyrir nokkru dreymdi mig einkennilegan draum. Mér fannst ég vera stödd fyrir utan dyr á húsi nokkru. Sá ég þá tunglið, og fannst mér það vera rauðgullið eins og kvöldsól og þeytast fram og aftur um himingeiminn. Himinninn var alsvartur, og svo liurfu stjörnurnar allt í einu, og allt varð svart. Félck ég þá hugboð um, að heimsendir væri i nánd, og varð logandihrædd. En svo allt í einu birti á himinhvolfinu, og stórt, ljósblátt, fallegt blóm breiddi úr sér, unz það var orðið geysistórt. Ég horfði frá mér numin á alla þessa fegurð. Mig langar nú til að vita, hvað þessi skrítni draumur táknar. Solla. Svar til Sollu. Draumurinn er fyrir ástarævintýri, sem mun byrja nokkuð vel, en enda illa. Hins vegar verður ávöx*urinn allgóður. 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.