Vikan - 30.06.1960, Page 35
Þórskaffi
Framhald af bls. 7.
— Já það er nú ekki beint fyrir
mig, ég hef verið meira í klassískri
músík.
— En þig hefur langað til að
reyna þetta?
— Já, já.
Næst náum við i Tage Möller
pianóleikara, elzta mann hljóm-
sveitarinnar.
— Hvar byrjaðir þú að spila?
— 1933 í Gútto með Bernburg og
Jóhannesi, og svo var ég á stríðs-
árunum í Iðnó.
— Hvar hefur þér þótt skemmti-
legast að spila?
— Hér i Þórskaffi, — mjög gott
samstarfsfólk og gott hljóðfæri, —
stór flygill.
— Húsin hafa ekki átt flygla í
gamla daga?
— Nei, það voru oft slæm hljóð-
færi.
-—■ Þú ert auðvitað búinn að spila
i mörgum liúsum á svona löngum
tíma?
— Já, já, — öllum nema Fram-
sóknarhúsinu og Lidó.
— Finnst þér svipað að spila nú
og áður?
— Nei, það er allt frjálsara nú,
ekki eins þvingað og það var i
gamla daga.
Hljómsveitin er byrjuð að leika
og fólkið farið að dansa af miklu
fjöri, — skottis, ræl, polka og fleira,
— ég kann ekki nöfn á þessu öllu.
Við náum í Eðvald Malmquist, —
en hann sér um allt, sem að aug-
lýsingum lýtur fyrir lnisið, — og
spyrjum hann nokkurra spurninga.
— Hvað er þetta hús gamalt?
— Það er tveggja ára.
— Hvað tekur það marga gesti?
— 320.
— Þarf ekki mikið að auglýsa
svona staði?
— Ojú, — það er allt erfiðara en
þegar ekki voru nema 30.000 íbúar
og þetta fréttist mann frá manni.
Nú gellur við í mikrófóninn: —
Allir af stað i Vinarkrus, — herr-
arnir bjóða upp.
— Hver er þetta?
— Þetta er dansstjórinn, Baldur
Gunnarsson. Það hefur orðið reynd-
in, að fólk er fljótara að hafa sig
af stað, ef liafður er dansstjóri.
— Hringdans! Herrarnir innan í!
Fleiri á gólfið! Fljót nú.
Við förum upp á fjórðu hæð og
höfum tal af forstjóranum, Ragnari
Jónssyni.
— Hvernig hefur reksturinn
gengið?
— Hann hefur gengið ágætlega.
— Finnst |)ér ekki vera neitt erf-
iðara með svona mörg hús í ná-
grenninu?
— Nei, það virðist vera betra.
— Hafa þau ekki flest styttri
danstíma?
— Jú, hann er yfirleitt til hálf-
tólf í húsunum, sem hafa vínveit-
ingaleyfi.
— Hefur þú ekki verið að hugsa
um að fá þér vínveitingaleyfi?
— Nei, ekki enn þá. Það getur
verið, að málið breytist eitthvað, en
eins og er, þá er þetta ágætt.
— Ilefur borið mikið á því, að
menn kæmu með vín með sér inn?
— Það er mikið að minnka. Það
eru mest brögð að þvf, að menn
fari á staði, sem hafa vínveitinga-
leyfi, og komi svo á eftir og þá þétt-
ir. Það er dálítið erfitt að fást við
vínlöggjöfina. Annars á víst að end-
urskoða hana bráðlega.
Þegar við komum niður í dans-
salinn aftur, er þar mikið fjör, og
hafði það sitt að segja, að komnar
voru um 70 stúlkur á islenzkum
búningi.
Risu þær allar úr sætum sínum
og sungu Táp og fjör og frískir
menn. Gátu þá karlmennirnir ekki
verið þekktir fyrir annað en gjalda
í söniu mynt, stóðu allir upp og
sungu Fósturlandsins freyja, fagra
vanadís. — Var óvenjulegt að heyra
þetta á almennum dansleik, en þetta
sýnir svolítið, hve mikil stemmning
var með fólkinu.
Við lentum i kaffi með hljóm-
sveitinni í svokallaðri „pásu“. Þeg-
ar við komum inn í kaffistofuna,
heyrum við á samræður manna.
— Það er ekki með hangikjötinu,
sem hún var að sjóða í dag-
— Það var þetta fina ofan á
brauð.
— Það er ekki orðið kalt.
— Nei, auðvitað ekki. Það er líka
miklu betra kalt. En við fáum það
þá á laugardaginn. Það voru Jó-
hannes og Ole Östergaard, sem
ræddu saman.
— Heyrðu, Ole, ertu búinn að
spila lengi?
— Já, í svona 15 ár.
— Og alltaf á gítar?
— Já og lika á Havaígítar.
— Er það sama hljóðfærið?
— Nei.
— Er Havaigitar nokkuð notaður
í gömlu dönsunum?
— Já, já, hann er notaður í
tangóa og liæga valsa. Hann gefur
skemmtilega tilbreytingu. Menn
komast í rómantískt skap og láta
sig dreyma, að þeir séu komnir til
Suðurhafseyja. Svo er hann líka
stundum notaður í „móderne“
djass.
— Jóhannes, ert þú ekki húinn
að spila, frá því að þú manst eftir
þér?
— N'ei, en nokkuð lengi.
— Alltaf í dansmúsík?
— Já.
— Gömlu dönsunum, — aklrei
þeim nýju eða rokki?
— Nei, nei, — ég er nú líka nokk-
uð gamall til að byrja á ])ví núna.
— Hvað hefurðu lengi fengizt við
að semja?
— Já, það er nú orðið Iangt sið-
an, en það hcfur ekki komið mikið
út, því að ég hef ekki fest á pappír
nema sumt. Ég hélt, að það væri
ekki neins virði, og hugsaði ekkert
um það. Þegar svo danslagakeppni
fór að verða hér, sendi ég að gamni
mínu nokkur lög og fékk verðlaun.
Svo kemur dansstjórinn i kaffi
bullsveittur.
— Ertu búinn að atast lengi i
þessu?
— 12 ár og 0 daga.
— Finnst þessu? þér ekki gaman að
— Gaman! Nei, þetta er eins og
hver önnur atvinna.
— Nei, er það? Finnst þér ekki
gaman að stjórna svona fjörugu
fólki, þegar svona litið er um vín?
— Lítið um vin! Ekkert, alls ekk-
ert, — ég hef ekkert fengið.
Nú er dansað og sungið af miklu
Ijöri i eina klukkustund f viðbót, og
er þá ballið búið. Finnst víst flest-
um það of stutt og eru sammála
húsmæðraskólastúlkunum, þegar
þær hrópa ferfalt húrra fyrir hljóm-
sveitinni og fara heim í bólin —
einsamlar. ★
Nýtt útlit
Ný tækni
Málmgluggar fyrir
verzlanir og skrifstofu-
byggingar í ýmsum litum
og formum.
Málmgluggar fyrir
verksmiðjubyggingar,
gróðurhús, bílskúra
o. fl.
Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.