Vikan


Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 14

Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 14
Þorsteinn frá Hamri JON A GRÆNUM KJOL Við erum stödd í baðstofu austur í Hjaltastaðarþinghá, — höfum brugðið okkur um 267 ár aftur í tímann og staðnæmzt við banasæng austfirzkrar húsfreyju. Að líkindum eru húsakynni þessa bóndabýlis svipuð og við getum hugsað okkur bæi upp og ofan á þessum myrkra- tíðum. Enda verður okkur annað fyrir en að svipast gaumgæfilega um. Sveinbarn er fætt Ingimundi bónda, mikið og fritt. I svipinn heyrum við ekki sáran grát þessa nýja landnema: bóndi hefur virt fyrir sér soninn, þungbúinn á svip. —- Væri enn heiðni, sem fyrr var, þá skyldi ég ekki hugsa mig um: að bera þennan dreng út. Slíkur er prólógus alþýðusagnarinnar að einum af mörgum blóðugum þáttum úr íslenzku þjóðlífi; hér er um að ræða upphaf harmsögu sem við erum þó ekki fær að rekja eins glöggt og æskilegt væri, — en upphaflega virðist þó nærtækast að gefa Sigfúsi Sigfússyni sagnaþul orðið um hríð. MORÐIÐ I EIÐASKÓGI (Jön á grænum kjól). Árni hét bóndi. Hann bjó að Tjarnariandi i Hjaltarstaðarþinghá. Hann var af ætt séra Stefáns skálds og vel virtur maður. Hann átti þrjár dætur, efnilegar og forkunnarfríðar sýnum; hétu Þær Steinunn, Þuríður og Þorgerður. Eiríkur hét bónd- inn, sem þá bjó í Mýrnesi. Hann hafði verið garpur mikill, en var nú orðinn gamall. Hann átti son, sem Sigfús hét, á aldur við Tjarnarlandssystur. Hann var atvervismaður mikill og góður drengur, en ærið drykkfelldur. Hann þótti manna glímnastur og leiknastur við fleiri íþróttir. Ingimundur hét maður. Hann átti þrjú börn: Ingimund og Jón, og dóttur, sem eigi er nefnd hér. Svo er sagt, að þegar Jón fæddist og faðir hans virti sveininn fyrir sér, þá hafi hann sagt: „Væri enn heiðni, sem fyrr var, þá skyldi ég ekki hugsa mig um að bera þennan dreng út, því að hann vinnur eitthvert óhappið, þegar hann eldist.“ Þetta festu sumir í minni. Þau Sigfús Ingimundarsynir og Tjarnarlandssystur ólust nokkurn tíma upp samsveitis og iékust við. Var þeim vel á milli. Það er sögn manna, að Ingi- mundarsynir hafi báðir lært smíði og Ingimundur orðið „bíldhöggvari." Jón var nokkurn tima er- lendis og var lærður iðnaðarmaður. Þegar hann kom úr siglingunni, segja menn hann bærist mjög mikið á og gengi á grænum kjól, Því það væri útlendur siður þeirra, er líkan lærdóm höfðu. Hann hafði á sér slarkorð mikið. Systir þeirra sveina bjó í Hleinargarði. Réðst Jón þangað og var fyrir búi hennar; þótti nokkuð til hans koma, eins og allra þeirra, er siglt höfðu í þá daga. Hann þótti atgervismaður, en ærið blandinn og ólíkur föður sinum. — Eiríkur í Mýrnesi flutti búferlum að Snjóholti eða Tókastöðum, sem eru þar næstu bæir. Sigfús vann þá mest fyrir búi hans og af mesta dugnaði. Var hann vinsæll maður. Hann þótti og afbragðs annarra þar í sveit að atgervi og hreysti. Um þetta leyti fóru menn að kvisa það, að samdráttur væri milli Jóns í Hleinargarði og Steinunnar Árnadóttur. Sögðu menn, að hann gæfi henni margar dýrar gjafir. Ekki var Tjarnarlandshjónum gefið um þetta. Þótti þeim Jón éigi viturlega breyta. En þó sýndist draga saman með þeim. Þeir Árni og Eiríkur voru vinir miklir og ef til vill frændur. Þeir réðu það með sér að gifta Þau Sigfús og Steinunni. Samþykktu þau það strax, og skyldi hún fara til hans um vorið. Þegar Jón i Hleinargarði frétti þetta, fylltist hann dauðlegu hatri til Sigfúsar æskuvinar síns. Þegar kom fram á útmánuði, gerði berangur og gott fjallaleiði. Sendu þá bændur í Breiðuvíkurkaupstað í Reyðarfirði eftir ýmsum nauðþurftum. Jón i Hleinargarði fékk með þeim átta potta kút af brennivíni með launung. Næsta dag bjóst hann heim. „Hvert ætlar þú?“ spurði systir hans. „Ofan að Gröf“ (næsta bæ), svaraði Jón. Hann kom aftur heim í kvöldrökkrinu og var snjóugur mjög. Systir hans færði hann úr plöggunum, dæsir við og segir: „Hví er blóð á skónum þínum, Jón?“ Hann varð styggur: „Og þegi þú. Það blæddi úr sauð.“ Hún skaut þá plöggunum undan. En ein- hverir höfðu heyrt Þetta á heimilinu, og sló það menn illa, þótt leynt væri farið með það. En það fréttu menn, að Jón hafði komið að Gröf um daginn. Nú víkur héðan sögunni. Þann sama dag hafði Sigfús verið að viðarhöggi í Snjóholtsskógi — sumir segja kolagerð — Þar nærri. er síðan kallast Snjóholtstjörní ?) á Tókastaðaási, sem nú er nefndur. E'n það varð til tíðinda, að hann kom eigi heim um kvöldið eða nóttina. Daginn eftir leituðu menn hans um skóginn og á næstu bæjum. En hann fannst hvergi. Var þá enn safnað mönnum og hans leitað. Fundu menn þá loks átta potta kút tóman I beitarhúsunum frá Gröf. Og síðan fundu þeir Sigfús sjálfan myrtan I svo nefndum Fiskilækjarskógi norðvestan við Eiðavatnið. Hann var hulinn í skógarkjarri, og sáust á honum margir áverkar og stungur. Var likið heim flutt og sæmileg ger útför hans. Þetta þótti hafa orðið með ólíkindum, því enginn vissi óvild nokkurs manns til hans. Fáir þorðu og að benda á Jón, því hann átti þar nokk- urs ráðandi menn að, og þvöðruðu sumir menn honum í hag. En nokkr- ir grunuðu hann þó, þótt lágt færi. Þvi var þó loksins slegið föstu, að hinn látni hefði í ölæði eða annarri vitfirringu vegið sig sjálfur, og var hann því jarðaður utan garðs að Eiðum sem sjálfsmorðingi. Einhverra orsaka vegna vissi Eiríkur eigi fyllilega um sárafar hans, enda vóru þar einhver undanbrögð viðhöfð. E'n þeir skörungar, sem hér höfðu þá sýsluvöld, fengu eigi þegar að vita gang sögunnar. Þegar þetta skeði, bjó á Barðanesi eða í Hellisfirði í Norðfirði Brynj- úlfur (lögsagnari?) Gíslason, lögsagnara að Höskuldsstöðum. Brynj- úlfur var albróðir Gísla prests hins gamla að Dysjarmýri. Hann var kall- aður Brynjúlfur lærði. Hafði hann lært í Hólaskóla, en eigi tekið embættispróf, því hann rataði þar í það að eiga barn með Guðríði frá Sökku, er menn sögðu, að Jón Bergmann hefði viljað eiga; en hann fyrirfór sér út af þeim málum. Brynjúlfur þótti atkvæðamikill, eins og nokkrir frændur hans. Svo segja sumir, að hinn myrti væri frændi hans. Að minnsta kosti vóru þeir vinir. Sömu nótt sem Sigfús Eiríksson hvarf, dreymdi Brynjúlf, að hann kom alblóðugur á glugga yfir honum og segir: „Sjáðu, frændi, hvernig hann Jón vinur minn fór nú með mig.“ Svo hvarf hann. Brynjúlfi varð svo hverft við, að hann vaknaði. Sagði hann draum þennan og kvað hann mundi greina frá nokkru, sem eigi væri þar enn orðið kunnugt um. Brá hann þegar við og reið uppyfir með tveimur fylgdar- sveinum. Kom hann um kvöld að Eiðum og var þar um nóttina og kaus sér að sofa einn úti í kirkju. Hann frétti ítarlega um sárafar hins látna og öll atvik. — Það er mál manna, að um nótt- ina hafi hann fengið aðra vitran; en hana sagði hann eigi. , Að morgni lét Brynjúlfur grafa upp hinn látna" og rannsakaði sárafar allt. Fann hann þá eina stungu aftanvert við herðablaðið og spurði, hvort menn álitu, að hann hefði getað sært sig því sári sjálfur. Það kváðu menn ólíklegt. Nefndi hann þá votta að benjum og kvað auðsynt, að hann hefði myrtur verið. S.ðan lét hann jarða hann innan garðs. Eftir það kvaddi hann saman alla bændur hreppsins á fund. Komu þeir allir saman, nema Jón í Hleinargarði og fátækur bóndi. Brynjúlfur leit yfir þá á hlaðinu og sagði: „Ekki eru allir hér, því ekki sé ég enn þann seka,“ og spurði hann, hverja vantaði. llonum var sagt það. Hann bað menn að sækja Þá, og var svo gert. Þegar Brynjúlfur gekk næst út og leit yfir hópinn, sá hann mann á grænum kjól yzt og segir: „Þarna er sá seki. Takið þið hann fastan í nafm réttvisinnar." Sagt er, að Eiríkur gengi þá að Jóni og gripi annarri hendi um handlegg hans svo fast, að hann hvítnaði í ásýnd og kveinkaði við. Eiríkur sagði: „Hefir þú drepið hann son minn, Jón? Ég veit þú hefir gert það, fanturinn þinn, þótt ég geti ekki sannað það á þig. Varaðu þig á refsidómi guðs.“ Sleppti hann þá Jóni og gekk brott skjálfandi af reiði, en aðrir tóku Jón. Síðan var Jón krafinn til sagna, og fór svo, að hann hlaut að meðganga glæpinn. Segja munnmæli, að hann segði frá honúm á þessa leið: Hann kvaðst hafa fengið dauðlegt hatur á Sigfúsi, þegar hann hafði náð Steinunni frá sér, sem hann hafði talið sér vísa og unnað hugástum. Kvaðst hann hafa fastráðið að hefna sín og ná aftur ást hennar. En með því að hann hefði eigi verið meira en annarrar handar maður Sigfúsar, þá hefði hann orðið að beita slægð. Því kvaðst hann hafa farið til hans í skóginn með kútinn og ginnt hann til að drekka úr honum undir vináttu yfirskini. Hafði það þó gengið tregt, því hann hefði tortryggt sig, en þó ekki getað stillt sig um að bragða á víninu og þá þegar orðið ógætnari. Kvaðst hann þá hafa fært heitorð hans í tal og óskað honum hamingju. Honum kom það á óvart. Kvaðst hann þá hafa svarið og sárt við lagt, að hann væri honum ekkert reiður og ynni honum að njóta Steinunnar. Siðan hafði hann gengið á leið með Jóni og smá drukkið úr kútnum. Minntist Jón á æskuleiki þeirra og bauð honum í glímu. Skipti þar fljótt um sem fyrr. Svo smá hrifsuðu þeir saman, þangað til Sigfús lét hann glíma við staur sinn. Kvaðst hann Þá hafa getað slysað hann niður. Svo héldu þeir áfram út hjá Eiðavatni, var Sigfús þá farinn að tortryggja Jón minna og orðinn alldrukkinn. „Nú skulum við reyna," segir Jón, Hann ginnti félaga sinn til þess að drekka með sér, en gætti þess að drekka ekki sjálfur. Svo þegar félaginn var orðinn drukkinn, réðist hann á hann og — — —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.