Vikan


Vikan - 07.07.1960, Síða 21

Vikan - 07.07.1960, Síða 21
1 hellinum stóO mannvera næstum nakin. Nú var hann kominn til Þess að freista gæfunnar í lítt numdu landi og hafði drekkhlaðinn knörr af nauðsynjum öllum, búsamala, húskörlum og þrælum. Fróða leizt landið fagurt og fýsilegt til land- náms. Enginn var hann blótmaður, en trúði á mátt sinn og megin. Hirti hann því ekki um að varpa öndvegissúlum fyrir borð og láta goðin ráða landnámi. Hann sigldi í tvo daga meðfram strönd- inni, sem var mjög sendin, áður en hann fyndi heppilegan lendingarstað. Fróði var maður kvæntur og átti fjögur börn með konu sinni, sem öll voru í æsku, er þessir atburðir gerðust. Hann hélt og hjákonu, svo sem titt var meðal þeirar ölda, er verið höfðu í vik- ing. Var hún ambátt og hafði Fróði getið með henni tvö börn, dreng og stúlku, sem einnig voru á barnsaldri. Alls voru þrælar Fróða tólf og þorði hann ekkf að taka fleiri með sér til Islands, því að hann. hafði aðeins níu vopnfæra húskarla og fimm konur frjálsar, auk konu sinnar. Þó að þrælarnir virtust friðsamir var ekki gott að ætla á hvað þeim dytti í hug, þegar þeir væru komnir i J meirihluta. | Nú sáu skipverjar vík eina litla inn í ströndina, sem virtist vera ákjósanlegur lendingarstaður. Fróði lagði knerrinum í vikina og tókst lending- in ágætlega. Gekk hann á land ásamt tveim hús- körlum og leizt þeim vel á landkosti alla. Gengu þeir upp á allhátt fell og skyggndust um, en sáu hvergi reyk. né önnur merki mannabyggða. Ákvað Fróði þvi að slá eign sinni á nærliggjandi héruð milli fjalls og fjöru. Daginn eftir gekk Fróði aftur á land með- nokkrum manna sinna og skyldi nú athuga bæj- arstæði. Komu þeir þá í hvamm einn, fagran og vel gróinn. Var þar fegursta bæjarstæði. Benti þá einn húskarlinn á þústu eina, lága, þar í hvamminum, sem við nánari athugun virtist gerð af manna höndum. Voru dyr, lágar á þústunni og breidd torfþaka yfir. Tóku þeir hana frá og komu þá inn í óvistlegan kofa, sem ekki var manngeng- ur. Var þar enginn maður, en óþriflegt mjög. 1 hrúgu úti i horni var skeljarusl, eggjaskurn, fugls- hámir o. fl. Einnig voru þar nokkrir gærubleðlar og stór hrúga af þurrum mosa á miðju gólfi. í leirflagi skammt frá fundu þeir fótspor eftir ber- fættan mann. Taldi Fróði, að þarna mundi vera aðsetur Papa og kom þeim saman um, að haía auga með honum, ef hann dveldist enn í nágrenn- inu og bæta honum í Þrælahópinn. Daginn eftir fluttu skipverjar farminn í land og upp í hvamminn. Síðan var knörrinn settur, en svo tóku allir til starfa við bæjarbyggingu. Fróði hafði húsavið af skornum skammti, og varð þvi að notast við torf og grjót að verulegu leyti. Jafnframt bæjarsmíðinni voru þrælarnir látnir erja akur og sá byggi. Dag einn gekk Fróði bóndi einn út í skóg til að vitja netja, sem hann hafði lagt í ársprænu, sem þar rann. Hann hafði ekki annað vopna, en sverð eitt mikið. Sá hann þá ný spor eftir ber- fættan mann í moldarflagi á bakkanum. Hann rakti sporin upp með ánni. Væri hér Papi á ferð skyldi hann hafa hendur í hári hans. Sporin hurfu brátt í kletta nokkra. Eftir dálitla leit kom hann að hellismunna og er hann leit inn í hellinn, sá hann, að inni i hálfmyrkrinu stóð mannvera, næst um nakin, gyrt skinni um lendar. Um andlitið var dökkt hár og skegg í einni flókabendu, og mannvera þessi virtist lítið annað en skinn og bein. Hellisbúi hafði tygilknif í hendi og mund- aði hann gegn komumanni og urraði eins og hundur. Fróði horíði um stund með viðbjóði á þessa ómennsku veru, en svo kom vikingurinn upp i honum. Hann dró sverðið úr sliðrum og skipaði hellisbúa að koma taíarlaust út. Kórmákur Gilsson, þvi að þetta var hann, stóð kyrr og virti fyrir sér svipmót komumanns. Hann haíði séð knörr Fróða Haraldssonar er hann lagði inn í vikina og strax getið sér til að þar væru norrænir djöíiar á ferð, þvi að kristnir menn mundu ekki sigla með drekatrjónu i stafni. Yfirgaí hann þá kofa sinn og settist að i þessum heili, þar sem hann þóttist óhultur í bili. Var honum einkum hugieikið að komast að þvi hvort bóndi heíði irska þræia og komast i samband við þá ei svo væri. Kórmáki hafði tekizt að draga fram lífið í tíu ár á þessu óbyggða landi. Hann hafði aldrei fyrr orðið var mannaferða, þessir fáu, sem höfðu leit- að til landsins höfðu setzt aö í öðrum héruðum. Aldrei hafði honum í öll þessi ár heppnast að kveikja eld og því oft verið að því kominn að krókna í kulda á veturna. Það hafði bjargað lífi hans, hve öll dýr voru spök og óvör um sig. Hann hafði fengið mikla æfingu i að skutla fugla og refi með hnífum, sem hann skildi aldrei við sig. Refa- skinnin voru hlý í vetrarkuldunum. Hann nærðist mest á fuglum, eggjum, berjum, rótum og sölvum, að ógleymdum kræklingum, sem var bjargvættur hans á veturna. Kórmákur Gíslason skildi ekki mál komumanns, en ekki var hægt að villast á látbragði hans. Hann hristi sverðið og benti hellisbúum að koma út. Svipur korrmmanns Vnm Kórmáki kunnuglega fvrir sjónir, þótt hann bnfðí ekki séð mann í tíu ár. Þessi harði on ruddalem svipur. arnarnefið og valbráin á enninu . . . Þessi valbrá. hvernig gæti hann nokkurntíma glevmt henni. I hufrskot.i hans birtist 15 ára gömnl mvnd mvnd af víkingn- um i þáti og ungri. nak'nni stúlku sem kveinaði af örvæntineu. Þessa valbrá mundi hann þekkia allt til dómsdags. Var hoilagur Patrekur nú að umbuna honum fvrir allt bað sem hann hafði laet á hann? Hafði dvrð'ingurinn látið le’ðir bpirra liggia saman, til að gefa honum tækifæri til bess að hefna fornra harma? Eða var bað mvrkra- höfðinginn siálfur, sem var að freista hans? Kórmákur hafði ekki langan tíma til umhugs- unar. Komumaður fikraði sie nu inn ? hellismunn- ann og otaði sverðinu á undan sér. .Tafnvel ítrek- aði hann háum rómi skipun til hellisbúa um að koma út. Kórmákur þreif um hnífsoddinn. hrónaði nafn heilags Patreks og skant hnífnum af alefli. Fróði Haraldson rak upn hrvglukpnnt öskur og bné nið- ur. Hnífsblaðið stáð unn að skafti í brjósti hans. Hann var þegar örendur. Einset.umaðurinn gekk að líkinu og virkti fvrir sér andlitssvipinn. Það var ekki um neitt að viliast. Þetta var maðurinn. sem hafði lagt líf hans í rúst- ir. Hann skyldi aidrpi iðrast. bess verks, þótt hann yrði að gjalda það með eilífri sáluhjálp sinni. Kormlöð, Kormlöð. — Skyldi hún vera enn á lífi? Og skyldi víkingurinn hafa tekið hana með sér til þessa eyðilands? Kórmákur hugsaði upp- hátt. Það hafði hann gert i mörg ár til þess að gleyma ekki að tala. Kannski tækist beim að flý.ia saman, eitthvert lagt í burtu, þangað sem kristnir menn byggju, eða þau gæti lifað óáreitt I ein- hverju. Hann dró lík Fróða Haraldssonar inn í hellis- skútann og urðaði það þar. Eíkki var vert að menn hans fyndu það fyrst um sinn. Hann lagði af stað heim undir hvamminn, en gætti þess að fara verlega svo ekki sæist til ferða hans. Húskarlar voru önnum kafnir við að reisa bæjarhús, Þar sem kofinn hafði staðið. Skammt þaðan frá voru þrælar að erja akur. Hann skreið áfram eftir lyngvöxnum brekkunum eins nálægt akrinum og hann gat. Þrælarnir voru allir naktir að beltisstað og voru því auðþekktir frá þrem húskörlum, með alvæpni, sem gættu þeirra. Ekki virtist nein fullorðin kona vera I þeim hópi. En unglingstelpa var þar og drengur. Kórmákur þorði ekki að kama nær. Vonbrigðin nýstu hjarta hans. Kormlöð var hvergi sjáanleg. En hvernig gat hann annars vænzt þess? Fimmtán ár voru liðin síðan hún var hernumin. Kannski hafði hún þá þegar stytt sér aldur. Kannski hafði víkingsforinginn selt hana, eða hún hafði strokið. Hver vissi það? Jú, ef hann gæti haft tal af þræl- unum þætu þeir ef til vill frætt hana um örlög hennar. Einsetumaðurinn skreiddist burt og þorði ekki að rétta úr sér fyrr en hann var kominn I hvarf. Þá flýtti hann sér áleiðis til hellisins, Þar sem hann hafði vegið víkinginn. Hann hugðist tína saman það litla, sem hann átti, skinn, snörur o. þ. og halda í burtu í bili. Næstu daga yrði ábyggilega gerð leit að víkingnum, og ef líkið fyndist, þá ekki siður að banamanni hans. Á leiðinni upp í hellinn kom hann að rjóðri nokkru. Þar varð fyrir honum dálítill geitahópur. Hann beygði sig þegar á fjóra fætur. og skreið áfram. Sennilega var einhver í nágrenninu að gæta þeirra. Jú, þarna sat einhver á steini og raulaði. Það var ambátt. Hún raulaði gamla irska vögguvísu. Hann þokaðist nær. Ambáttin sneri bakinu að honum og var ekki vör mannaferða. Hún var nakin að ofan eins og hinir þrælarnir. Svart hár hennar féll niður um herðarnar. En nú sá hann, að bak hennar var alsett rauðum og bláum rákum. Hún hafði augsýnilega fengið að kenna á keyrinu. Kórmákur þokaðist eins nærri og hann gat án þess að sjást. Nú stóð ambáttin á fætur. Hita- straumur fór um líkama Kórmáks. Var hugsan- lega, að þetta væri Kormlöð? Nú sneri hún sér við svo hann sá andlit hennar. En — æi nei, þetta var roskin kona, þunn á vangann og hrukkótt. Mynd æskuvinunnar kom upp i huga hans. Þannig hafði Kormlöð alltaf búið í hugskoti hans. Hann virti konuna vandlega fyrir sér. Hún minnti hann samt á einhverja, sem hann hafði séð áður en hann fór í útlegðina. Hann ætlaði að hafa tal af henni. Varla færi hún að segja frá honum. Kórmákur reis skyndilega á fætur og heilsaði á írsku. Konan hrökk í kút og æpti upp yfir sig af skelf- ingu Svo tók hún á rás heim á leið. Eh Kórmákur var léttur á sér og náði henni brátt, þreif í hand- legg hennar og stamaði út úr sér nokkrum orðum um að hann væri irskur einsetumaður, og hyggðist ekki gera henni neitt mein. Hann varð að leita að orðum í huga sér. Hann hafði ekki talað við aðra, en sjálfan sig í tíu ár. Konan varð nú rórri. Enn henni varð Þó ekki um sel, er hún leit hina úfnu flókabendu á andliti og höfði einsetumannsins. Hún stundi upp: — Ég hélt að þú værir skógarpúki. ,Hvaðan ertu þá?“ — Kórmákur nefndi nafn litla írska þorpsins, þar Framhald á bls. 28. VIK A N 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.