Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 22
Fyrir hverju er draumurinn?
Draumspakur maður ræður drauma íyrir lesendur Viknnnar
Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni,
pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20
krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðingarmanninum þá kostar ráðn-
ingin 50 krónur.
mér ég halda á mjólkurflöskumri neti, eins of>
ég hafi verið aS koma úr mjólkurbúð. Ein-
hverri stúlku mætti ég i stiganum, sem éí>
þekkti mjög vel í draumnum, og var mér eitt-
hvað i nöp við hana. Ekki man ég, út af
hverju það var. Þegar ég kem upp, fer ég að
tala vi?, mömmu. Ilún virðist vera eitthvað
svo aum o« leið á svipinn. É« spyr hana þá, i
hvort hún sé þunguð, og ségir hún það vera.
Förum við báðar að hágráta og föllumst í
gaðma. Og þar með lauk draumnum. Didda.
SVAR til Diddu.
Draumurinn er i höfuðatriðum fyrir þvi,
að sá, sem þér er beztur, lendir í einhverri
smáandstöðu við þig. Þetta riieti átt við móð-
nr þina eða einhvern pilt, sem þii erl í
nánu sambandi við.
Hr. draumráðningamaður.
Mig dreymdi, að ég átti að fara upp háan
húsvegg og komast þannig inn i húsið. Ég
var með mjög stórt rúgbrauð, sem ég og systir
min áttum, og varð að komast með það, en
fannst það ógerlegt. Þarna var líka kona,
sem ekkert brauð átti, og braut ég brauðið í
sundur og gaf henni allt að fimmta hluta.
Fannst mér svo, að ég mundi komast. Fyrir
hverju er þetta? Kaja.
SVAR til Köju.
Augljost er af draumnum, að þii verður
fyrir einhverri óverulegri hindrnn á nsest-
unni, en þti kemst gfir hana með þvi að
fórna smávegis vinnn. Fórnin er hlutur, sem
við verðum öli að leggja á okkur til að
hljóta brot af gæðum heimsins. Til mun
vera arðtmki sern segir: Til að e.ignast allt
verðum við einnig að gefa allt.
Draumur:
Mig dreymdi þennan daum fyrir tsepum
tveimur árum. Þá var ég trúlofuð, og nú kem-
ur draumurinn: Mér þótti kærastinn minn koma
til mín og biðja mig að koma með sér heim
til hans. Hann ætlaði að sýna mér svolitið.
Jú, ég er til í það og fer með honum heim
til hans (en þar ætluðum við að stofna heim-
ili okkar og gerðum). Hann er þá búinn að
stilla upp stólunum, þannig að þeir standa
alls staðar tveir saman, — annar með háu
baki, en hinn með lágu baki eins og vana-
legir stólar. Ég verð dálítið hissa og spyr,
af hverju hann raði þeim svona. „Jú, segir
hann, „til þess að, — ef maður er þreyttur
að sitja í öðrum, — maður geti hvílt sig
í hinum.“ — Þeir voru 24 alls. Ég er dálitið
hissa, en andmæli þó ekki. Svo segir hann:
„Ég held ég sé búinn að kaupa allt það nauð-
synlegasta Bema Matborðið.“ — Ég varð svo-
lítið hljóð við, að það skyldi vanta, en segi
ekki neitt. Siðan gengur hann að litlu borði,
er stóð þar, og segir: „Nú skalt þú skoða hér
myndir af ættingjum okkar i Bandaríkjunum,
því að ég þarf að skreppa frá.“ — Síðan fer
hann niður stiga, en ég fer að skoða myndirn-
ar. Ég man ekki neitt um þær, og finnst mér
ég orðin leið að biða og legg af stað niður
stigann, og voru tuttugu og þrjú þrep niður.
Þegar ég kem út, sé ég hól rétt hjá húsveggn-
um, sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Ég
sé opnast dyr á honum, og út koma tvær frænk-
ur unnusta mins. Mér verður hverft við, að þær
skyldu nú sjá mig koma út úr húsinu, og við
það vaknaði ég. Elin Þ.
SVA R lil Elínar Þ.
Þti munt eignast marga vini, sem þti get-
ur vel reitt þig á i sambandi við tengsli
þin við kærastann. Þótt undarlegt megi
virðast, hggg ég, að gkkur verði mjög fárra
barna auðið. ÞA hlýtur stgrk frá fjarskgldum
settingjum.
Draumráðandi Vikunnar.
Mig dreymdi, að ég lægi veik. Mér finnst
mamma hafa farið eitthvað út og ég þurfa
endilega að nota tækifærið, meðan hún er i
burtu, og fara út. Þegar ég kem út, er konan,
sem býr niðri í húsinu, að lagfæra blómin i
garðinum. Það er hellirigning, og ég finn,
hvernig rigningin bylur á bakinu á mér, þegar
ég lit yfir blómin. Allt i einu finnst mér mamma
vera komin, og ég flýti mér inn í þvottahús,
fer úr svartri regnkápu og hengi hana á snúru.
Mér finnst einnig ég vera í gráum kjól af
mömmu, og er hann rennblautur að neðan.
Þegar ég geng upp stigann í íbúðina, finnst
Kæri draumráðningamaður.
Mig dreymdi, að ég væri í veizlu, og það var
spilað á segulband, og var leikið þar eftirlætis-
lag stráks, sem ég elska, en hann er hættur að
tala við mig. Þá fannst mér ég fara að háskæla
og lagðist fram á borðið og fannst líka vera að
líða yfir mig. Þá kemur einhver eldri maður,
tekur mig og er alltaf að reyna að kyssa mig,
en ég^barði hann eins og ég gat. Þá henti hann
mér upp á borðið yfir matarilátin, og jiar lá
ég, tautandi nafnið á stráknum og laginu. Hvað
merkir þessi draumur?
Fabian.
Svar til Fabian.
Þú munt hitta aftur þinn forna vin. en hætt
er við, að eldri maður verði til að spilla sam-
búð ykkar, þannig að hann verði þinn lífs-
förunautur. Þó að það líti ef til vill cin-
kennilega út. Þú munt ekki verða ánægð með
þann ráðahag fyrst í stað.
SnmarsÉtilkii
Framhald af bls. 11.
okkur ekkl mega á milli sjá, hver
sé fegurst.
Þa8 er nú annars meira Sigrúna-
flóöið i þessari keppni. Hvorki meira
né minna en þrjár af fimm heita
þessu fallega nafni. Þa8 hefur líklega
veriÖ mikiB I tizku fyrir 17—18 árum.
Viö vonum annars, a8 lesendur rugl-
ist ekkert í Sigrúnunum; þær hafa
ólík föSurnöfn.
Hún heitir Sigrún Gissurardóttir og
er eiginlega fulltrúi dreifbýlisins í
keppninni. Hún er frá Akurey í
Vestur Landeyjum og foreldrar henn-
ar, Gissur Þorsteinsson og kona hans
Guörún Brynjólfsdóttir, búa þar.
Sigrún á þar líka lögheimili, enda
þótt hún vinni hér syöra.
— E?r þetta kannski í fyrsta sinn,
sem þú dvelur að heiman?
— Ég er búin aÖ vera fjóra vetuv
í bænum, — ég var í gagnfræðaskóla
Austurbæjar og tók gagnfræðapróf í
vor.
— Svo ertu heima á sumrin.
— Já, oftast hef ég verið heima
yfir sláttinn.
— Hvað ætlarðu aö gera f sumar?
— Ég er nýbyrjuð aö sauma hjá
Andrési. en verð kannski eitthvað
heima i sumar.
— Þeir sakna þín auðvitað pilt-
arnir í Landeyjunum, ei’ þú kemur
ekki austur?
— Já, ábyggilega, ég vona það að
minnsta kosti, að þeir sjái eftir mér.
— Já, maöur vill alltaf láta sjá
eftir sér. En meöai annarra oröa, viö
sáum þig reyndar í leikhúsinu viö
afgreiðslu um daginn.
— Ég hef unnið þar við sælgætis-
afgreiðslu fyrir sýningar og í híéinu.
Það rakst ekkert á við skólann né
vinnuna núna.
— Er borgaö sæmilega fyrir það?
— Nei, alveg voðalega iftið — ég
vona nú samt, að Þjóðieikhússtjóri
iesi þetta ekki.
— Heldur þú, að honum þætti það
ekki lágt kaup líka?
— Ég býst viö því.
— Þig langar af til vili til aö
færa þig spölkorn í leikhúsinu og
komast á sviöiö?
— Nei, ekki hef ég áhuga fyrir þvi.
— En hvaö viltu segja okkur um
áhugamál og markmið.
— Ég er ekki farin að setja mér
nein markmið ennþá. Og áhugamálin,
ja, hvað skal segja um þau. Ég hef
mikinn áhuga fyrir ferðalögum og
svo auövitað skemmtunum eins og
flestir á þessum aldri.
— Eru ekki góöar skemmtanir I
Gunnarshólma?
— Mér finnst alltaf gaman á
sveitaböllum.
— Þeir eiga nú svo mikið af hross-
um i Landeyjunum; — Þið hafið auð-
vitað stundað útreiðartúra á sunnu-
dögum?
— Nei, ekki það ég man. Það var
allt farið á bílum.
— Heidur þú ekki að það sé mikill
munur á því að vera húsmóðir í sveit
og kaupstað?
— Það eru nú komin flest þægindi
i sveitunum, en samt er munurinn
mikill. Ekki vildi ég búa í sveit, það
eitt veit ég.
— En ef einhver kæmi nú austan
úr Landeyjum með tvo til reiðar og
bæri fram bónorð við þig. Þá mundu
nú renna á þig tvær grímur?
— Ég held, að þessi möguleiki sé
útilokaður.
— Viltu segja okkur, hvað þú ætl-
ar að verða, þegar þú ert orðin stór?
— Ég ætla ekki að verða stærri.
— Jæja, hvað ertu stór.
— Ég er 1,65 á hæð, ef það er það,
sem þú átt við.
— Er það ekki nokkuð góð hæo?
— Sæmileg, í meðallagi held ég.
— Langar þig til þess að taka þátt
í fegurðarsamkeppni, þar sem þú
stæðir í eigin persónu fyrir framan
áhorfendur?
—' Nei, þá er nú einhver munur
að vera aðeins til umræðu á mynd.
Ég mundi ekki vinna mér hitt til
lifs.
— Jú, þú mundir nú gera það, þeg-
ar til alvörunnar kæmi. Ertu nokkuð
pólitisk?
— Ég get ekki sagt að ég viti, hvað
stjórnmálaflokkarnir heita.
- Við trúum því mátulega, en þú
hefur þá ekki áhuga fyrir frama á
stjórnmálasviðinu ?
— Ónei.
Það hangir gítar á veggnum í her-
berginu hennar i húsinu númer 86
við Langholtsveg og um alla veggi
eru myndir af Elvis Presley, Birgitte
Bardot, Frankie Avalon og Paul
Anka. Þar ríkir þessi ósvikna heima-
sætustemning, sem hefur yfir sér
hugblæ áranna fyrir tvítugsaldurinn.
Meðan sá aldur og andi ríkir, munu
Ingólfur á Hellu og Friðrik í Mið-
koti ásamt, öðrum köppum Rangæinga
eiga erfitt uppdráttar í keppni við
Presley og Co. E’n hjörtu heimasæt-
anna breytast með aldri og þroska og
líka Sigrún frá Akurey. Kannski
verður hún hreppsnefndaroddviti eftir
allt saman og þá verður gaman að
heimsækja hana þangað sem niður
Þverár og Markarfljóts rennur sam-
an við brimgnýinn við Landeyja-
sand.
22
VIKAN