Vikan - 07.07.1960, Page 31
Skelfing hafa karlmennirnir verið
akrítnir í gamla daga, þá báðu þeir
aðeins um hönd stúlknanna.
— Ég fæddist 7. apríl 1901 — síðan
man ég ekki neitt.
Bessi er nú talinn með eftirsóttari skemmtikröft-
um í Reykjavik. Konurnar hans tvær í leiknum eru
leiknar af Herdísi Þorvaldsdóttur og Bryndísi
Pétursdóttur. Herdís og Bryndís eru báðar mjög
vinsælar leikkonur. Þær hafa í mörg undanfarin
ár farið með veigamikil hlutverk í Þjóðleikhúsinu
og er þvi óhætt að fullyrða að leikhúsgestir eiga
von á ánægjulegri kvöldskemmtan að sjá Bessa og
konurnar hans.
Leiksjóri er Klemenz Jónsson og leikur hann
auk þess smáhlutverk í leiknum. Klemenz hefur
að undanförnu sett mörg leikrit á svið en þekktast
af þeim mun vera „Kardemommubærinn'* í Þjóð-
leikhúsinu á sl. vetri. ir
Bessi
Herdís
Bryndís
Klemenz
í leikför um landið
Um þessar mundir standa yfir sumarfrí leikara
og nota margir sumarmánuðina til að fara út á
landsbyggðina og sýna þar.
Fjórir af þekktustu leikurum Þjóðleikhússins,
þau Bessi Bjarnason, Herdís Þorvaldsdóttir, Bryn-
dís Pétursdóttir og Klemenz Jónsson hafa að und-
anförnu æft léttan og skemmtilegan gamanleik og
ætla að sýna hann í öllum helztu samkomuhúsum
á landinu og ef til vill sýna þau í höfuðstaðnum
þegar leikförinni lýkur. Leikurinn heitir „Lilly
verGur léttari“ og er eftir enska leikritahöfundinn
Roger Mac Dougal. Þetta leikrit hefur alls staðar
hlotið miklar vinsældir, þar sem það hefur verið
sýnt, t. d. má geta þess að leikurinn gekk í sam-
fleitt 3 ár í London og fyrir nokkru var kvik-
myndin sýnd hér í Tjarnarbíói og var hún mjög
skemmtileg. Þýðingin er gerð a£ Einari Pálssyni
leikara.
Aðalhlutverkið er leikið af hinum unga og vin-
sæla gamanleikara Bessa Bjarnasyni. Hann hefur
að undanförnu leikið mörg gamanhlutverk í Þjóð-
leikhúsinu bæði i leikritum og óperettum. Einnig
er hann mjög þekktur fyrir skemmtiþætti sina,
sem hann hefur sýnt i mörgum samkomuhúsum
ásamt. Gunnari Eyjólfssyni.
VIKAN
91