Vikan


Vikan - 07.07.1960, Side 34

Vikan - 07.07.1960, Side 34
HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI. FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vikum saman, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem a hta. FOCUS er einnig shampoo. HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? g ' ^ I s Þér getid óhræddar notad FOCUS. Hann er audveldur í notkun og med fullkomlega edlileg litaráhrif, sem skýra og fegra ydar eigin 6 UNDUR-FAGRIR OG eðuilegir HÁRALITIR— Veljid pann, sem hæfir háralit ydar. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103—Sími 11275. ur bylt grjótinu með berum hönd- unum. Það er eins og að snerta stál að koma við handleggina á þér ... Og þegar Þú tekur á manni, ætlarðu að kremja mann ... Hefur þér oft liðið vel ... ég meina svona vel, ber- serkurinn minn? — Hvað meinarðu? — Þú hlýtur einhvern tíma að hafa verið trúlofaður eða eitthvað þess háttar ... — Nei. — En hefurðu oft ... eins og núna? — Aldrei ... áður. — Segirðu satt? — Já. — Elsku berserkurinn minn ... Elsku hjartans berserkurinn minn. Þá á ég þig ein ... þá á ég þig alltaf ein, hversu mörgum sem þú kannt aö eiga eftir að kynnast. Og trúirðu þvl, að betta er i fyrsta skiptið, sem ég kynnist ... karlmanni. — Fer hún ekki að vakna? — Nei, nei, ég meinti það ekki þannig ... Ætlarðu að kreista úr mér allt líf ... Nei, nei, eisku ber- serkurinn minn ... elsku ... elaku ... beratfrkaiítnn mlnn ... VIII. — Jæja, mikið er, að þú kemur. Einar Grímur. Hvar hefurðu eigin- lega haldið þig, drengur? — Maturinn til? — Hvað heldurðu? Ég, sem er búin að bíða með hann eilifðartíma. Svei mér, ef ég hélt ekki, að eitthvað hefði komið fyrir þig ... að þú hefðir orðið fyrir bíl eða horngrýtis ófreskjan gleypt þig með húð og hári. Hún væri svo sem vísust til Þess, flagðiö að tarna. Jæja, gerðu svo vel. — Það er satt ... Ég lofaði kunn- ingja mínum að hjálpa honum dálítið 1 kvöld. Þú undrast ekki um mig, þótt ég verði eitthvað fram á nóttina. — Eg undrast ekki um þig, þegar ég veit, hvað dvelur þig. — Skyldi ég eiga nokkurt nothæft rakvélarblað ? — Rakvélarblað ... hvað heyri ég? IX. — Liggur yður nokkuð á? Maður- inn i útlöndum, — og ekki eru börnin. — Nei, ekki eru börnin. — Þpð er ekki svo oft, *ð ég fæ k«ísí3/SUa. ttg rtfrra hérna ein sIUui liðlangan daginn ... reyndar nóttina líka, síðan hann Einar Grímur fór að vinna þetta fram eftir öllu. -— Já, þá ertu vitanlega ein. Heyrðu, við skulum ekki vera að þér- ast, — við, sem erum grannkonur. Þér hlýtur að leiðast á nóttunni, þeg- ar hann ... Þú ert kannski hrædd .. . — Hrædd? Við hvað ætti ég svo sem að vera hrædd? Og mér leiðist aldrei. Ég er aldrei ein. Hann Helgi minn sálugi ... Æ, ég veit, að þetta er ekki annað en ellirugl, en ég rabba við hann ... rabba við hann, rétt eins og hann sitji þarna á eldhússkollin- um. Og ég er ekkert að kippa mér upp við það, að hann svari mér ekki. Hann var aldrei sérlega margmáll, blessunin, — ekki nema já eða nei, þegar bezt lét. Við skildum nú hvort annað samt, skiljum hvort annað þó kannski enn betur nú ... EVi bless- uð góða, ekki fyrtist ég, þótt þú hlæir að þessu. Það er ekki nema til þess. —- Mér kemur ekki til hugay að hlæja, síður en svo. Það er einmitt þetta ... Um hvað ertu svo helzt að rabba við hann? — Um blessaðan drenginn, hann Einsa litla, — hann Einar Grim. Ég er allta'f að fjasa um það, að hann verði endilega að fara að komast yfir kvenmann hvað úr þessu. Ég get fall- ið frá, þegar minnst varir, og hrædd er ég um, að það yrði eitthvað i basli hjá honum, ef hann ætti að fara að sjá um sig sjálfur á allan hátt. Og þetta er karlmannsins eðli, eins og ég segi við hann Helga minn ... Bara, ef hann væri nú eitthvað að glingra við það fram eftir nóttunni. Nei, ekki aldeilis, það er svo brennt fyrir allt þess háttar. Hann sér ekkert nema jarðýtuskrattann. — Nei, ... en hvað þetta er ljóm- andi fallegur trefill! Átt þú hann? — Jú, reyndar. Heldurðu ekki, að hann Einsi litli hafi skenkt mér þetta í gær eða fyrradag, blessaður kján- inn. Ég, sem hef ekkert við þetta hýjalín að gera. Ekki get ég notað hann við peysufötin. En svona er hann i öllu, sem snertir kvenfólkið, blessaður aulinn. Hefði það verið skrúfa í jarðýtuna ... — Þú værir kannski til með að selja mér trefilinn. Hann er alveg í lit við kápuna mina ... Nei, það er kannski ekki ... — Eigðu hýjalínið, blessuð mín ... Nei, nei, enga borgun. Ég á þá hæg- ara með að biðja þig um greiða, ef til kemur. Nei, þú þarft ekki að vera hrædd um, að hann Binar fari að spyrja um hann, og Það máttu reiða Þig á, að hann mundi ekki þekkja hann á þér, þótt hann mætti þér með hann. — Jæja, ég þakka þér kærlega fyr- ir. Hann gæti ekkl fallið betur í lit við kápuna mina, þótt hann hefði verið valinn ... handa mér. Jæja, nú verð ég að fara. Ég má kannski líta við hjá þér seinna. Bóndinn kemur um helgina, — búinn að vera úti i hálfan mánuð. Blessuð ... — Blessuð, og vertu alltaf velkom- inn ... Blessuð ... og þakka þér fyrir komuna ... Ja, en hvað allt getur komið fyrir, Helgi minn. Heillakarl- inn, Helgi minn ... Helgi minn ... X — Halló ... er það Gúlli. Sæl og bless ... Allt Ijómandi gott ... Þú hefur samt ekki verið að hafa fyrir því að hringja eða heimsækja mig ... Á kvöldin? Hefurðu hringt oft ... Ætli ég hafi ekki bara verið sofnuð ... Nei, ég hef ekki verið vel hress undanfarið ... Ekkert alvarlegt, vor- slen eða eitthvað þess háttar ... Jú, það var nú einmitt þess vegna, sem ég hringdi til þín ... Það er alltaf vissara að láta lækni athuga Það, þótt það sé kannski ekkert nema móður- sýki ... Ef þú viidir koma með mér á morgun ... Nei, nei, ég kem í bíln- um ... flauta fyrir utan skrlfstofuna um ifrjúlBytiÖ, »í það kermur súf eUá ... Þakka þér fyrir ... Bless, elskan ... bless ... Nei, ekkert. Hann er nú ekki að hafa fyrir þess háttar ... Og ætli hann skemmti sér ekki prýðilega ... Bless ... XI. — Þá verður þessu að vera lokið, berserkurinn minn. — Ekki meira en ég vissi. — Og í kvöld ... í kvöld skulum við kveðjast ... ekkert annað, bara kveðjast. Þetta hefur verið yndislegt ævintýri. Fyrir mig að minnsta kosti ... Um hvað ertu að hugsa? — Ekkert. — Fyrirgefðu mér, berserkurinn minn. Nú þegar við skiljum, finn ég til þess, hve hræðilega eigingjörn ég hef verið ... Ég hef aldrei skoðað þessi stundarkynni okkar nema frá minni hlið. Kann^ki sérðu e/tir ... — Hverju svo sem? — Tekur þig sárt, að við skulum verða að ... skilja? — Það væri þá nýtt, ef ég kenndi til. — Eitt vil ég taka fram, áður en við skiljum. Þú manst, þegar ég stóð á náttkjólnum út við gluggann ... þegar ég bað þig koma og tala við mig. Ég var búin að standa þar lengi og horfa á þig. Það var ekki nema yfirskin, þegar ég bað þig að hjálpa mér að færa legubekkinn, svo að sól- in skini ekki á hana Gúllí. Og þegar ... þú veizt ... þá var þar ekki um neina andartaksfreistingu að ræða, — þaðan af síður ... Nei, þó að ég gæti skýrt það, mundir þú ekki skilja það, — hvorki þú né nokkur annar. En mig tæki svo óumræðilega sárt, ef þú minntist mín sem einhverrar ... Heyrðu. annars, hvaða kvenmanns- nafn finnst þér fallegast? — Mér? Það veit ég ekki. — Manstu ekki eftir neinu, sem þér þykir sérstaklega vænt um? — Nei ... Það var gömul kona heima, sem sagði mér sögur. Hún hét. Jóhanna. En hvers vegna ... — Berserkurinn minn ... elsku hjartans berserkurinn minn, sem aldrei hugsar neitt. XII. — Jæja, Helgi minn, það held ég, að við Einsi litli höfum fengið trefil- inn borgaðan, — splunkuný ábreiða, svona sallafín og mjúk. ... Heyrirðu ekki, að hún sagðist ætla að vona, að hann dreymdi vel undir henni. Það er nú meiri blessuð manneskjan. Ekki er stoltið, og svo fín og falleg, ... ljómar af henni, Helgi minn, ljómar af henni. Ef hann Einsi okkar hefði nú rænu á að krækja sér i einhverja svipaða henni ... Nei, nei, hann er steinhættur að raka sig og sofnaður klukkan tíu, að minnsta kosti i kvöld ... Og svo rorra ég hérna með prjón- ana mína. Helgi minn og Helgi minn ... Helgi minn ... XIII. — Hvað? ... Ertu farin með rúm- fötin þin úr svefnherbarginu? ... — Já. — Og hvert, ef mér leyfist að spyrja? Kannski eitthvað út I bæ? — Jón, segðu nú ekki neitt, sem þú kynnir að sjá eftir ... Ég er flutt inn í lltla herbergið inn af skrifstof- unni ... í bili ... — Ö-já. Ég skii ... Þangað til það kemur á daginn, hvort ég ber ekki heim með mér einhverjar menjar eft- ir Hamborgardvölina. Svei mér, ef Þú heldur ekki, að allt sé eins og það var um aldamótin. Þú ert eins og barn ... — Jón ... ég þarf að hafa ró og næði i nokkurn tíma. Skilurðu það? — Hvað meinarðu? — Ég hafði grun um það, þegar þú fórst. Það var þess vegna, að ég tók það i mig að fara hvergh — Hvað ... hvað ertu 'að segja? Þú átt þó ekki við ... ? —r Jú, einmitt. Þá var það ekki n«ma gmhú'r ... eða öllu HeWUE kugr ÍlKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.