Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 11
„Allt í lagi, ég lofa því. Getum við verið í þínu herbergi?“ Smásaga eftir Sigrúnu Björnsdóttur *r; ég á leið niður vel upplýstan Skólavörðustíginn. Mér er borgið i þetta sinn. Ég hafði ekki ætlað að drekka svona mikið, en ég var óvön víni, og það sveif á mig, fyrr en varði. Mig sveið í tunguna og hálsinn, og ég var farin að tala og hlæja stanzlaust. Hreinn bætti stöðugt í glasið og hló líka. „Þú ert stórkostleg, nú líkar mér við Þig,“ sagði hann. Ég sagði, að hann væri fífl, yndislegt, lítið fífl, og ég elskaði fífl. „Ég er, sko, lika fífl,“ drafaði í mér, — sko — stórkostlegt fífl.“ — Svo fóru veggirnir að færast íjær, og gólfið reis upp og hækkaði. Mér varð óglatt, ég skreiddist inn í snyrtiherbergið og gubbaði. Mér leið skár á eftir og gat staulazt upp á legubekkinn. Hið síðasta, sem ég sá, var Hreinn, sem veltist um af hlátri. Ég vaknaði við brothljóð. Hreinn stóð við borðið og trampaði á glasinu. Hann hélt á tómri flösku, og á borðinu var önnur hálf. „Hreinn," hrópaði ég, „hvað ertu að gera?“ „Hvað ég er að gera, — ég er að drekka, telpa min. Ég skal, svei mér, sýna þér, hvernig á að drekka.“ Hann greip hálfu flöskuna og svalg stórum, greip fyrir munninn og neyddi sig til að kyngja. „Þú ert, sko, aumingi, bölvaður aumingi, veltur um af einum sjúss eins og skotin hæna. Þú ert, sko, fífl.“ Hann hendir tómu flöskunni frá sér. Hún lendir i veggnum og fellur í þúsund molum á gólfið með geigvænlegum hávaða. Ég er enn með óbragð í munninum, og mig dauðverkjar i höfuðið, en ég hendist upp og grip dauðahaldi I handlegg Hreins. Framhald á bls. 34. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.