Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 8
Þekktu sjálfan þig HINN HVERFULI Dr. Matthías Jónasson hefur um tíma skrlfað þætti í VIKUNA, sem nefndir voru ,,Þú og barnið þitt“. Þeir fjölluðu um sálræn vanda- mál barna og vandræði sem af þeim leiddu. Hér skiptir Dr. Matthías um efni og tekur nú fyrir hin sálnænu vandamál hinna fullorðnu og vandamál hins daglega lífs, sem oft eiga sér sálrænar rætur. Ég hef þennan þátt á kafla úr bréfi, sem mér barst fijrir nokkru og legiS hefur ósvarað. Það er of langt til að birta það í heild, en i þessum kafla er lýst í persónulegri reynslu einu af meginvandamálum sálarlífsins. ER ÉG HVERFLYND? „Þegar ég var í skóla, las ég eittlivert eld- fornt kvæði, þar sem hverflyndi konunnar var lýst með átakanlegum orðum. Höfundur kvæð- isins virtist ekki þekkja til kvenna annað en brigðmælgi og svik, og hann iíkir hjarta kon- unnar við hverfanda hvel, hjól, sem snýst að einum í dag, að öðrum á morgun. Ég var móðg- uð og sár. Mér fannst höfundur misskilja kon- una og vanmeta tryggð hennar. Ég var þá ein- mitt gagntekin af óst, og mér fannst hinn dauði þulur forneskjunnar spá mér þeim ófarnaði, að ég brygðist sjólf tilfinningum minum. Ég var allt of sæl og örugg i æskuást minni, til þess að mér kæmi slikt til hugar. En liin háðsku orð um hverflyndi konunn- ar urðu sönn i minu eigin iifi. Ást min kulnaði og tilfinningar mina hvörfluðu frá þeim manni, sem ég hafði svarið tryggð. Hvort sem mér var þessi breyting ljúf eða leið, varð ekki við henni spornað.. Hjarta mitt snerist, rétt eins og skáldið hefði haft mig í liuga, þegar það orti kvæðið! Siðan liðu ár. Nú er ég ástfangin að nýju. Mér finnst ást min heit og sterk og mundi ekki koma til hugar að vefengja hana, ef ekki sæti i mér geigur við mína eigin reynslu og kalda skarpskyggni Hávamálahöfundarins. Get ég þá ekki treyst mínum eigin tilfinningum? Og ef hjarta mitt er svo hverfult, get ég þá fremur treyst ást þess manns, sem ég ann? Hver eru þau öfl, sem snúa hug manns frá því i dag, sem virtist hjartfólgnast i gær?“ DULIN SÁLARÖFL. Þetta vandamál er flóknara en svo, að úr þvi verði greitt að fullu í stuttu máli. Höfundur Hávamála er flæktur í skilningi samtiðar sinn- ar á kvenlegu eðli. Af honum getur nútima konu enginn geigur staðið. Samt kemur hann auga á hin duldu sálaröfl, sem hverfa geði manna og kvenna, svo að tilfinning, sem um hrið var heit og sterk, dofnar fyrr en varir og snýst jafnvel í andstæðu sína.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.