Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 12
Eins og tvær vofur teygja skuggar hinna risa-
stóru skrifstofubygginga sig út í bláa nóttina,
en niðri á Centro Simon Bolivar skríða Ijós-
rákirnar frá bifreiðunum eins og hersveitir
glóðorma í myrkri hitabeltisins. Höfuðborg
Venezúela, yngsta perlan í festi heimsborganna,
er ÖII iðandi eins og mauraþúfa, skarkalinn
mikill og ljósadýrðin blindandi. Það er eins og
hitasótt hrjái borgina. En þessi hitasótt heitir
O L í A . Eitt sinn var borgin ekki annað en
nokkrir aurugir leirkofar, flestir að hruni
komnir, — nú er borgin stolt metnaðargjarnra
húsameistara, sem keppast við að móta hug-
myndir sínar í sement, málm og gler.
Marglitur og skrautlegur leigubíll frá La Guaira, lieit-
ustu höfn landsins, þýtur eftir dýrasta þjóðvegi Suður-
Ameríku í áttina til Caracas. Fyrir aðeins nokkrum árum
vatt þröngur vegurinn sig eins og slanga í 365 hlykkjum
upp til höfuðborgarinar, sem stendur 1000 metra yfir íiaf-
fleti. Nú er vegurinn aðeins í fjórum hlykkjum, 17 kíló-
metra langur, og eftir aðeins fimmtán mínútur er bíllinn
kominn upp í dalinn, þar sem borgin breiðir úr sé i
ailri sinni dýrð.
Þjóðvegurinn liggur alla leið inn í miðbik borgarinnar
— fram hjá hinum risastóru sambýlishúsum (í hverju húsi
búa 200 til 400 fjölskyldur), og upp úr skuggahverfum út-
borganna er nú verið að byggja slík hús, sem eiga að rúma
um 100,000 manns. Ilúsakeðjan endar við Centro Simon
Bolivar, hinu nýtízkulega verzlunarhverfi borgarinnar,
sem reis upp úr rústum leirkofanna eins og virki úr
sementi, stáli og gleri.
Caracas, — borg, sem hefur gerbreytt um svip á aðeins
tíu árum. Hin lágkúrulega höfuðborg er nú orðin að
' heimsborg, slagæð landsins, þar sem allt iðar af lifi og
framtakssemi. Himinháir skýjakljúfar, marglit leiguhús
í skuggum fjallanna, óslitinn straumur litríkra leigubíla
eftir glæstum götum með neðanjarðarbílastæðum, þyrlu-
flugvellir í miðri borginni, glæsilegir veitingastaðir og
gistihús, dýrindis næturklúbbar, þar sem heim’sfrægaír
stjörnur skemmta fyrir ógrynni fjár, skrautlegar verzlanir,
konur klæddar samkvæmt nýjustu Parisartízku, — borg,
sem hefur tekið framförum hálfrar aldar á aðeins tíu ár-
um. íbúar borgarinnar hafa stigið af baki múlasnanna
beint upp í flugvélarnar.
Á Bolivr-torgi, sem liggur í skugga blaðríkra trjáa, scm
gnæfa yfir móasíklögðum götuhellunum, stendur tilkomu-
mikii myndastytta af þjóðhetjunni Símoni Bolivar: tigu-
Jegum manni á glæstum hesti, sem heilsar borgurum sín-
um i fæðingarbæ sínum. Þaðan lagði hann af stað árið
1811 j herferð gegn liersveitum Spánar. Sérhvert glæsi-
legt torg i Venezúela, sérhver aðalgata, jafnvel hæsta
Aíeð Vikunni
á ferð til fjarlægra
landa og
framandi borga