Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 15
OÞARFLEGA GOÐ fjarvistar^önnun BlaSamaður nokkur spurði mig fyrir skömmu að þvi, hvort ég hcfði kynnzt þvi, sem kallaðist fullkomið morð. Ég svaraði lionum því til, að slíkt væri aðeins nokkuð, sem maður læsi um í glæpareyfurum. — Það var ekki fyrr cn hann var farinn, sem það rann upp fyrir mér, að ég hefði get^ð svarað þessu játandi, en þó innan vissra takmarka. Ég hafði raunverulega þekkt fullkomið morð. Þeim, sem framdi verknaðinn, hefði aldrei verið hengt, ef hann hefði ekki gleymt smávægilegu atriði. Aidc þcss liafði ég enn þá öll málsgögn lir máli Williams Holst í skrifhorðs- skúffunni minni. Ástæðan fyrir þvi, að ég hafði flest sönnunargögn hins ákærða, var sú, að ég var mikill vinur lians, meðan ég var í leynilög- reglunni, — já, eins góður vinur og lögreglu- þjónn getur verið ákærðum manni. Sakir þess, hversu skilningsgóður ég var gagnvart Holst í hinum erfiðu aðstæðum hans, gerðist ég trúnað- arvinur hans. Athafnir hans stöfuðu af örvita- geðshræringu, af því að Back hafði þvingað út úr Iionum peninga. Þeir voru meðeigendur fyrir- tækis, sem hafði ekki sem bezt orð á sér. Og vegna þess að þannig var komið, vildi Holst draga sig út úr félagsskapnum og liefja nýtt lif heiðar- legs manns. En .Baclc neyddi hann til að halda áfram. Holst var ekki neitt lamb að leika sér við. En rétt verður að vera rétt: Hann fram- kvæmdi hið djöfullega áform sitt, eftir að Baclc hafði haft í frammi við hann ógnun og þvinganir. Hið fullkomna morð var einmitt það, sem Holst hafði kallað verknaðinn, þegar hann skýrði frá öllum aðdraganda morðsins i fangelsinu. En bezt er að byrja á byrjuninni, þ. e. a. s. -— láta Holst sjálfan segja frá: Það var á hinum kalda vortima i marz. Ég kveið fyrir hinum nýju áformum Backs. Hann hafði komizt að því, að ég vildi losna fyrir fullt og allt. Ég hafði sjálfur fengið hið illkynjaða kvef, sem gekk. Ég hafði fengið það i hálsinn og var svo rámur, að ég var vart mælandi. Enginn þekkti rödd mina, eins afskræmd og hún var, og allir gátu apað eftir hina rámu skræki, sem mér með naumindum tókst að gefa frá mér. Þarna fékk ég hugmyndina um, hvernig ég ætti að losa mig við Back að fullu og öllu til að fá loksins frið. Fyrirætlunin var tilbúin. Hið fyrsta var að vera frá vinnu, láta lækninn lita á liálsinn á mér og fá hann þannig til að gefa mér örugga fjarvistar- sönnun. Lækninum til mikillar undrunar var ég eftir fjóra daga jafnhás og þcgar ég byrjaði að ganga til lians. Ég hafði tekið söguna um Demos- þenes mér til fyrirmyndar og gengið meðfram ströndinni og gert tilraun til að hafa enn hærra en brimið með þvi að æpa mig enn hásari. Og lyf læknisins hafði farið í vaskinn á sarnri stundu og það kom inn i húsið. Nú átti að fullgera áformið. Gamall vinur minn, er Bob rauði hét, ætlaði að hjálpa mér. Hann er einn þessara manna, sem aidrei koma með óþarfa fyrirspurnir, og er reiðu- búinn að gera allt fyrir hvítu pillurnar, sem hann getur ekki án verið. Ég liafði sjálfur farið inn til bæjarins og þar hringt frá símaklefa á skrif- stofuna. Það var á sama tima og við Bob höfðum áður ákveðið. Um leið og ég hringdi, átti hann að hringja á skrifstofuna frá íbúð minni. Það var liægl að sýna fram á það, að simastúlkan hafði simanúmer mitt á lista sinum um sima- númer. Úr okkar Bobs voru eins upp á mínútu, og ég ætlaði að hringja nokkrum minútum á und- an honum. Þá yrði samtalið við hann skráð, en mundi ekki koma fram. Allt fór eftir áætlun, og símastúlkan spurði mig kurteislega, hvernig mér liði, þegar hún svaraði. — Jú, þakka yður fyrir, það gengur, hrikti i mér með nær ó- þekkjanlegri röddu. — En það lið- ur nokkuð áður en ég get hafið vinnu aftur. Viljið þér gefa mér samband við Back? Hann svaraði sjálfur í simann. Það liðu tvær mínútur, áður en hann fékk samband. Þær voru sem heil öld. Sú hugsun sótti að mér, að i stað þess að beygja inn á nýj- ar brautir var ég á þessu augna- bliki að þvi kominn að gerast MOBÐINGI. En fyrir eyrum mér hljómaði ógnun Backs: — Þú held- ur áfram að braska, góðurinn, ann- ars veiztu, hvað bíður þín! Ég gat ekki horfzt i augu við þá staðreynd, að hið blómlega fyrir- tæki mitt yrði lagt í rúst, allt fyrir ■Back. Ég varð að fjarlægja hann, áður en hann kjaftaði í lögregluna: — Jæjá, þá er ég tilbúinn. Hvað var það, sem þú vildir mér? heyrði ég hann segja i simann við þann, sem hann hélt, að væri ég. Rödd- in var bliðleg og miklu minna ógnandi en þegar liann talaði við mig fyrir nokkrum dögum. Nú vissi ég, að Bob mundi svara með þessari óþekkjanlegu rödd minni, sem hann hafði þjálfað: — lleyrðu, ég held, að ég hafi gleymt vasabókinni minni á skrif- stofunni. Geturðu sent mér hana upp? Hún liggur á neðstu skrif- borðsskúffunni . . . Bob gerði skyldu sína, og Back grunaði engan um græsku, er hann opnaði dyrnar og gekk yfir til min. Ég faldi mig bak við stóra spjald- skrárskápinn, og það var ekki fyrr en ég skellti dyrunum i lás bak við hann, að hann sneri sér við. En Framhald á bls. 31. Ég varð órólegur þegar ég sá hann halda á meðalaglasinu. Dr. Aispirin: TILUTSSEMI VIÐ NAUNGANN Það er ævinlega verið að tala um að auka menntun. Mennt er máttur, segja menn. En þá er oftast átt við bóklegan lærdóm, sem í rauninni er aðeins einn af fjölmörgum þáttum menntunar. f stórum dráttum má segja, að mennt- un sé að tileinka sér menningu. Sá, sem tileinkar sér menningu, hefur líka tamið sér tillitssemi við náungann. , Þar skilur raunar á milli, því að til- litslaus maður og ókurteis hlýtur að vera ómenntaður, hversu margar bækur sem hann annars hefur lesið og hversu ágæt próf sem hann hefur tekið úr skólum. í þvi samfélagi, sem við búum við, verður ekki komizt hjá samskiptum við fjölda manna af ýmsum stigum og stétt- um. Velfarnaður okkar er mjög háður þvi, hversu tekst um þessi samskipti. Við verðum að taka tillit til fjölskyld- unnar, starfsfélaganna, yfirmanna, lánar- drottna, skuldunauta og allra þeirra, sem á einhvern hátt veita okkur þjón- ustu. -—■ Á þvi, sem i einu orði er nefnt tillitssemi, eru margar hliðar. Þar má nefna umburðarlyndi, jafnaðargeð, kurteisi og háttvisi. Menntaður maður hefur tamið sér þetta allt. Hvaða áherzlu leggja skólarnir á það að innræta unglingunum tillitssemi við náungann? Allt of litla, mundi ég segja. Það virðist ekki eiga sér stað að neinu ráði, að skólarnir slipi agnúana af ungl- ing, sem hefur fengið misheppnað upp- eldi. Ég veit aðeins um einn skóla, sem kennir þéringar. Þar er höfð ein þér- ingavika á vetri hverjum, og allir verða að þérast. Meðan þéringar eru tíðkað- ar, — og það eru þær enn, •— verður að kenna unglingunum þetta umgengn- isform. Það er heldur leiðinlegt, þegar fólk þúar í öðru orðinu og þérar í hinu. Hvað sem annars má segja um þéring- ar, þá tiðkast sú hefð enn, að menn þéra yfirleitt ókunnugt fólk. Annað get- ur virzt áleitið og orðið til þess að hindra eðlileg samskipti. Það er gam- ali siður á íslandi að þúast, en skipu- lag samfélagsins er orðið flóknara og margbreytilegra en áður var. Foreldrar ættu að kappkosta að inn- ræta börnum sínum háttprýði og til- litssemi. Að vísu mun það gert í ein- hverjum mæli, en ekki nærri nóg. Fáguð framkoma er auður, sem auðvelt ætti að vera að afla, og þið hafið heyrt, að kurteisi kostar ekki peninga. Ef til vill er það þess vegna, að kurteisin hefur orðið liart úti i samkeppni við annað, sem hægt er að kaupa fyrir krónur og aura. ^ VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.